Á 354. fundi sveitarstjórnar dags. 17. janúar 2023 var eftirfarandi bókað "Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu skipulagsráðs frá 6. fundi þann 11. janúar og tillögu ráðsins um að byggingarleyfið verði grenndarkynnt fyrir hagsmunaaðilum í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynningin skuli ná til lóðarhafa á Dalbæ, Kambhóli, Karlsrauðatorgi 9-24, Kirkjuvegi 7-12 og Melum.
Grenndarkynningu vegna erindis Gísla, Eiríks og Helga ehf, eigenda Karlsrauðatorgs 11 þar sem óskað var eftir endurnýjun á byggingarleyfi og afstöðu til breytinga á teikningum frá Svövu Björk Jónsdóttur, lauk þann 30. janúar 2023 án athugasemda frá þeim nágrönnum sem send voru grenndarkynningargögn.Send voru út kynningargögn á tuttugu og tvo næstu nágranna í formi aðaluppdrátta frá Svövu Björk Jónsdóttur og kynningarbréfs frá sviðsstjóra framkvæmdasviðs.
Ráðið óskar eftir að framkvæmdin verði grenndarkynnt eftirtöldum lóðarhöfum.
Dalbæ
Kambhóli
Karlsrauðatorgi 9-24
Kirkjuvegi 7-12
Melum
Samþykkt með fimm atkvæðum.