Umsókn um byggingarleyfi vegna breytinga á Karlsrauðatorgi 11, Dalvík

Málsnúmer 201806022

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 306. fundur - 08.06.2018

Með innsendu erindi dags. 05.júní 2018 óska þau Bjarni Gunnarsson og Aðalheiður Kristín Símonardóttir eftir byggingarleyfi við Karlsrauðartorg 11, Dalvík samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina, en felur sviðsstjóra að framkvæma grenndarkynningu áður en framkvæmdarleyfi er veitt.
Ráðið óskar eftir að framkvæmdin verði grenndarkynnt eftirtöldum lóðarhöfum.

Dalbæ
Kambhóli
Karlsrauðatorgi 9-24
Kirkjuvegi 7-12
Melum

Samþykkt með fimm atkvæðum.

Skipulagsráð - 6. fundur - 11.01.2023

Emil Júlíus Einarsson vék af fundi vegna vanhæfis kl:15:05
Í erindi, dagsettu 20. desember, er óskað eftir endurnýjun á byggingarleyfi og afstöðu til breytinga á teikningum frá áður samþykktu byggingarleyfi.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að grenndarkynna byggingarleyfið fyrir hagsmunaaðilum í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Grenndarkynning skal ná til lóðarhafa á Dalbæ, Kambhóli, Karlsrauðatorgi 9-24, Kirkjuvegi 7-12 og Melum.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.
Emil Júlíus Einarsson kom aftur inn á fundinn kl:15:25

Sveitarstjórn - 354. fundur - 17.01.2023

Á 6. fundi skipulagsráðs þann 11. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Í erindi, dagsettu 20. desember, er óskað eftir endurnýjun á byggingarleyfi og afstöðu til breytinga á teikningum frá áður samþykktu byggingarleyfi.Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að grenndarkynna byggingarleyfið fyrir hagsmunaaðilum í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynning skal ná til lóðarhafa á Dalbæ, Kambhóli, Karlsrauðatorgi 9-24, Kirkjuvegi 7-12 og Melum. Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og tillögu ráðsins um að byggingarleyfið verði grenndarkynnt fyrir hagsmunaaðilum í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynningin skuli ná til lóðarhafa á Dalbæ, Kambhóli, Karlsrauðatorgi 9-24, Kirkjuvegi 7-12 og Melum.

Skipulagsráð - 8. fundur - 08.03.2023

Emil Júlíus Einarsson vék af fundi vegna vanhæfis kl. 14:22
Á 354. fundi sveitarstjórnar dags. 17. janúar 2023 var eftirfarandi bókað "Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu skipulagsráðs frá 6. fundi þann 11. janúar og tillögu ráðsins um að byggingarleyfið verði grenndarkynnt fyrir hagsmunaaðilum í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynningin skuli ná til lóðarhafa á Dalbæ, Kambhóli, Karlsrauðatorgi 9-24, Kirkjuvegi 7-12 og Melum.
Grenndarkynningu vegna erindis Gísla, Eiríks og Helga ehf, eigenda Karlsrauðatorgs 11 þar sem óskað var eftir endurnýjun á byggingarleyfi og afstöðu til breytinga á teikningum frá Svövu Björk Jónsdóttur, lauk þann 30. janúar 2023 án athugasemda frá þeim nágrönnum sem send voru grenndarkynningargögn.Send voru út kynningargögn á tuttugu og tvo næstu nágranna í formi aðaluppdrátta frá Svövu Björk Jónsdóttur og kynningarbréfs frá sviðsstjóra framkvæmdasviðs.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.
Emil Júlíus Einarsson kom aftur inn á fundinn kl. 14:27

Sveitarstjórn - 357. fundur - 21.03.2023

Á 8. fundi skipulagsráðs þann 8. mars 2023 var eftirfarandi bókað:
"Á 354. fundi sveitarstjórnar dags. 17. janúar 2023 var eftirfarandi bókað "Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu skipulagsráðs frá 6. fundi þann 11. janúar og tillögu ráðsins um að byggingarleyfið verði grenndarkynnt fyrir hagsmunaaðilum í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynningin skuli ná til lóðarhafa á Dalbæ, Kambhóli, Karlsrauðatorgi 9-24, Kirkjuvegi 7-12 og Melum. Grenndarkynningu vegna erindis Gísla, Eiríks og Helga ehf, eigenda Karlsrauðatorgs 11 þar sem óskað var eftir endurnýjun á byggingarleyfi og afstöðu til breytinga á teikningum frá Svövu Björk Jónsdóttur, lauk þann 30. janúar 2023 án athugasemda frá þeim nágrönnum sem send voru grenndarkynningargögn.Send voru út kynningargögn á tuttugu og tvo næstu nágranna í formi aðaluppdrátta frá Svövu Björk Jónsdóttur og kynningarbréfs frá sviðsstjóra framkvæmdasviðs.Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og samþykkir fyrirliggjandi tillögu skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.