Sveitarstjórn

354. fundur 17. janúar 2023 kl. 16:15 - 17:14 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Freyr Antonsson aðalmaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir aðalmaður
  • Helgi Einarsson aðalmaður
  • Gunnar Kristinn Guðmundsson aðalmaður
  • Felix Rafn Felixson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Í upphafi fundar óskaði forseti sveitarstjórnar eftir heimild til þess að bæta einu máli á dagskrá; liður 40- Mál nr. 202301088 og var það samþykkt samhljóða.

Ekki komu fram athugasemdir um fundarboðun eða fundarboð.

Fundurinn er sendur út í beinu streymi á YouTube rás sveitarfélagsins
https://www.youtube.com/@sveitarfelagidalvikurbygg9497.

1.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 1053; frá 05.01.2023

Málsnúmer 2301003FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 16 liðum.
Liður 3 er sér mál á dagskrá; M202212087
Liður 6 er sér mál á dagskrá; M202108059
Liður 7 er sér mál á dagskrá; M202211120
Liður 12 er sér mál á dagskrá; M202211097
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 1054, frá 12.01.2022

Málsnúmer 2301007FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 13 liðum.
Liður 1; M202212140 a) er sér liður á dagskrá.
Liður 3; M202210045 b) er sér liður á dagskrá.
Liður 5; M202011083 er sér liður á dagskrá.
Liður 6; M201802007 er sér liður á dagskrá.
Liður 7; M202211126 er sér liður á dagskrá.
Liður 8; M202210077 er sér liður á dagskrá.
Liður 9; M202212124 er sér liður á dagskrá.
Liður 10; M202104105 er sér liður á dagskrá.
Liður 11; M202209123 er sér liður á dagskrá.
Liður 12; M202208116 er sér liður á dagskrá.
Liður 13; M202108059 er sér liður á dagskrá.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3.Fræðsluráð - 278; frá 11.01.2023

Málsnúmer 2301004FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 6 liðum.
Ekkert þarfnast afgreiðslu en liður 5; M202211108, er sér liður á dagskrá.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.Íþrótta- og æskulýðsráð - 144, frá 03.01.2023

Málsnúmer 2212013FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 3 liðum.
Ekkert þarfnast afgreiðslu en liður 2; M202211108 er sér liður á dagskrá.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

5.Skipulagsráð - 6, frá 11.01.2023

Málsnúmer 2301006FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 9 liðum.
Liður 2; M202212064 er sér liður á dagskrá.
Liður 3; M202204001 er sér liður á dagskrá.
Liður 4; M201806022 er sér liður á dagskrá.
Liður 5; M202212138 er sér liður á dagskrá.
Liður 7; M202212122 er sér liður á dagskrá.
Liður 9; M202208015 er sér liður á dagskrá.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

6.Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 35, frá 16.12.2022

Málsnúmer 2212010FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 5 liðum og ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

7.Umhverfis- og dreifbýlisráð - 5, frá 13.01.2023

Málsnúmer 2301002FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 5 liðum.
Liður 1; M202301039 er sér liður á dagskrá.
Liður 2; M202301037 er sér liður á dagskrá.
Liður 3; M202203007 er sér liður á dagskrá.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

8.Ungmennaráð - 37, frá 16.12.2022

Málsnúmer 2212011FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 3 liðum.
Liður 2; M202211108 er sér liður á dagskrá.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

9.Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 121, frá 04.01.2023

Málsnúmer 2301001FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 6 liðum.
Liður 1; M202212141 er sér liður á dagskrá.
Liður 4; M202208084 er sér liður á dagskrá.
Liður 6; M202210020 er sér liður á dagskrá.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

10.Frá 1053. fundi byggðaráðs þann 05.01.2023;N4 boð um viðræður um áhersluverkefni til þriggja ára

Málsnúmer 202212087Vakta málsnúmer

Á 1053. fundi byggðaráðs þann 5. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá N4, rafpóstur dagsettur þann 9. desember sl., þar sem kannaður er áhugi sveitarfélaga á Norðurlandi eystra til þess að leggja sín lóð á vogarskálarnar til að styðja við áframhaldandi rekstur N4 á árinu 2023. N4 býður sveitarfélögunum, saman eða hvert í sínu lagi, að koma til viðræðna um að stór efla fjölmiðlun frá svæðinu t.d. með því að gera það að áhersluverkefni næstu 3ja ára. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi einnig rafpóstur frá N4, dagsettur þann 21. desember sl., þar sem óskað er eftir svörum sveitarfélaganna. Fram kemur að framtíð fyrirtækisins er mjög óljós eins og fram hefur komið og allur stuðningur vel þeginn.Niðurstaða:Byggðaráð þakkar fyrir erindið en getur ekki orðið við erindinu."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og hafnar erindi frá N4.

11.Frá 1053. fundi byggðaráðs þann 05.01.2023; Íbúafundir 2022 og 2023

Málsnúmer 202211097Vakta málsnúmer

Á 1053. fundi byggðaráðs þann 5. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 352. fundi sveitarstjórnar þann 1. desember sl. var samþykkt tillaga byggðaráðs um íbúafundi. Samkvæmt þeirri tillögu er fyrirhugaður fundur um öldrunarþjónustu 10. janúar nk.Niðurstaða:Fyrirhugaður íbúafundur 10. janúar nk. um öldrunarþjónustu er frestað um óákveðinn tíma."
Til máls tók forseti sveitarstjórnar sem leggur fram þá tillögu að byggðaráði sé falið að finna nýjar dagsetningar og boða til íbúafundar er varðar fund um öldrunarþjónustu, vegagerð/vetrarþjónustu í framdölum, Virkjunarkost í Brimnesá og skipulagsmálefni.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar.

12.Frá 1052. fundi sveitarstjórnar þann 20.12.2022; Útsendingar af fundum sveitarstjórnar- fyrirkomulag

Málsnúmer 202210074Vakta málsnúmer

Á 353. fundi sveitarstjórnar þann 20. desember sl. var samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum að fundum sveitarstjórnar verði streymt frá og með fyrsta fundi á árinu 2023. Fundir sveitarstjórnar verða teknir upp og þeir aðgengilegir á heimasíðu Dalvíkurbyggðar í samræmi við reglur sem settar verðar síðar þar sem fram kemur nánari útfærsla.


Til máls tók forseti sveitarstjórnar sem leggur til að fundum sveitarstjórnar verði streymt og þeir opnir til áhorfs í einn sólarhring.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta.


13.Frá 1054. fundi byggðaráðs þann 12.01.2023; Málstefna Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201802007Vakta málsnúmer

Á 1054. fundi byggðaráðs þann 12. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 271. fundi fræðsluráðs þann 29. júní sl. var eftirfarandi bókað: "Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fór yfir helstu áherslur í Málstefnu Dalvíkurbyggðar.Niðurstaða:Lagt fram til kynningar. Fræðsluráð bendir á að komið er að endurskoðun og felur sviðsstjóra að koma málinu í rétt ferli." Samkvæmt 130. gr. sveitarstjórnarlaga þá ber sveitarfélögum að setja sér málstefnu: "Sveitarstjórn mótar sveitarfélaginu málstefnu í samráði við Íslenska málnefnd og eftir atvikum málnefnd um íslenskt táknmál. Þar skal koma fram að öll gögn liggi fyrir á íslensku svo sem kostur er og gerð grein fyrir heimilum undantekningum á þeirri reglu. Þar skulu settar reglur um notkun íslensks táknmáls og íslensks punktaleturs í gögnum og starfsemi sveitarfélagsins. Enn fremur skal koma fram hvaða gögn liggja að jafnaði fyrir í erlendum málbúningi og hvaða tungumál þar er um að ræða. Þá skal þar setja reglur um rétt íbúa af erlendum uppruna til samskipta við stofnanir sveitarfélagsins á annarri tungu en íslensku. Mál það sem er notað í starfsemi sveitarfélags eða á vegum þess skal vera vandað, einfalt og skýrt."Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum gildandi Málstefnu Dalvíkurbyggðar óbreytta og vísar henni til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi tillögu að Málstefnu Dalvíkurbyggðar þannig að gildandi stefna verði óbreytt.

14.Frá 1054. fundi byggðaráðs þann 12.01.2023; Verkfallslistar 2023

Málsnúmer 202209123Vakta málsnúmer

Á 1054. fundi byggðaráðs þann 12. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur þann 27. september sl, þar sem innt er á að samkvæmt 2. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna og 2. gr. í lögum nr. 129/2020 um skrá yfir störf hjá sveitarfélögum sem heimild til verkfalls nær ekki til, skulu sveitarfélög, fyrir 1. febrúar ár hvert, að undangengnu samráði við viðkomandi stéttarfélög opinberra starfsmanna, birta skrár (lista) yfir þá starfsmenn sem ekki hafa verkfallsheimild. Sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerðu grein fyrir umfjöllun og tillögum framkvæmastjórnar. Meðfylgjandi fundarboði er gildandi skrá með nokkrum tillögum að breytingum.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að skrá yfir störf hjá Dalvíkurbyggð sem heimild til verkfalls nær ekki til og vísar listanum til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Til máls tók:

Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, sveitarstjóri, sem gerði grein fyrir breytingum á skránni frá fundi byggðaráðs vegna umsagna frá stéttarfélögum.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að auglýsingu um skrá yfir störf hjá Dalvíkurbyggð sem heimild til verkfalls nær ekki til.

15.Frá 1054. fundi byggðaráðs þann 12.01.2023; Barnaverndarþjónusta - beiðni um framlengingu á undanþágu .

Málsnúmer 202212124Vakta málsnúmer

"Á 1054. fundi byggðaráðs þann 12. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
Á 1053. fundi byggðaráðs þann 5. janúar sl. var eftirfarandi bókað: "Með fundarboði byggðaráðs fylgdi svarbréf frá Mennta- og barnamálaráðuneytinu, dagsett þann 22. desember sl, þar sem fram kemur að umsókn Dalvíkurbyggðar um undanþágu frá skilyrðum um lágmarksíbúafjölda vegna barnaverndarþjónustu á grundvelli 3. mgr. 11. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2022 er samþykkt til eins mánðar þar sem í samningur við önnur sveitarfélög um starfrækslu barnaverndarþjónustu er í bígerð. Sækja þarf um undanþágu að nýju fyrir 20. janúar nk. ef ekki næst að klára fyrrgreindan samning. Sveitarstjóri upplýsti að áfram er unnið að samningsdrögum við Akureyrarbæ og markmiðið að hægt verði að taka þau til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórnar 17. janúar nk.Niðurstaða:Lagt fram til kynningar." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur dagsettur þann 11. janúar sl. frá Velferðarsviði Akureyrarbæjar sem inniheldur drög að samningi um barnaverndarþjónustu Akureyrjarbæjar og Dalvíkurbyggðar ásamt málsmeðferðarreglum og kostnaðarskiptingu sem barst 12. janúar.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að sækja um áframhaldandi undanþágu fyrir 20. janúar til og með 28. febrúar 2023."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og felur sveitarstjóra að sækja um áframhaldandi undanþágu fyrir 20. janúar nk. og til og með 28. febrúar 2023 á meðan samningur við Akureyrarbæ um starfsrækslu barnaverndarþjónustu er í vinnslu.

16.Frá ADHD samtökunum; Erindi frá ADHD samtökunum - ósk um samstarf

Málsnúmer 202211108Vakta málsnúmer

Á 1049. fundi byggðaráðs þann 24. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá ADHD samtökunum, dagsett þann 15. nóvember sl., þar sem samtökin óska eftir samstarfi við Dalvíkurbyggð um aukna fræðslu og þjónustu í sveitarfélaginu um ADHD og fyrir fólk með ADHD. Jafnframt er óskað eftir með bréfi þessu eftir allt að kr. 500.000 í styrk sem nýttur yrði samkvæmt nánara samkomulagi.Niðurstaða:Byggðaráð vísar ofangreindu erindi til umfjöllunar í fræðsluráði, félagsmálaráði og ungmennaráði varðandi ósk um samstarf við Dalvíkurbyggð um aukna fræðslu um ADHD."

Fyrir liggja umfjallanir og afgreiðslur félagsmálaráðs, fræðsluráðs, íþrótta- og æskulýðsráðs og ungmennaráðs.

Ráðin taka vel í samstarf með ADHD samtökunum um aukna fræðslu til starfsmanna svetiarfélagins. Einnig að mikilvægt sé að ADHD verði kynnt betur fyrir börnum og ungmennum til að auka skilning þeirra á ADHD.
Til máls tóku.
Felix Rafn Felixson, sem leggur til að Ungmennaráði og íþrótta- og æskulýðsfulltrúa verði falið að vera tengiliður Dalvíkurbyggðar við ADHD samtökin og taka þannig jákvætt í þessa beiðni um aukna fræðslu.
Forseti sveitarstjórnar, sem leggur til að erindinu verði vísað til frekari skoðunar í íþrótta- og æskulýðsráði og ungmennaráði og til kostnaðargreiningar þar. Jafnframt að auka fræðslu til starfsmanna sveitarfélagsins og ADHD verði kynnt betur fyrir börnum og ungmennum til að auka skilning þeirra á ADHD.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar.

17.Frá 1054. fundi byggðaráðs þann 12.01.2023; Frístund - erindisbréf/vinnuhópur

Málsnúmer 202211126Vakta málsnúmer

Á 1054. fundi byggðaráðs þann 12. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1051. fundi byggðaráðs þann 8. desember sl. var eftirfarandi bókað: Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, og Friðrik Arnarsson, skólastjóri Dalvíkurskóla, kl. 14:17. Á 1049. fundi byggðaráðs þann 24. nóvember sl. var eftirfarandi bókað: Úr málefna- og samstarfssamningi meirihluta;"Hafið verði samtal um frekari nýtingu félagsmiðstöðvar fyrir fleiri aldurshópa, þar á meðal frístund" . Til umræðu ofangreint.Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir minnisblaði frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og skólastjóra Dalvíkurskóla varðandi hugmyndir um flutning á Frístund úr Dalvíkurskóla yfir í Víkurröst. Byggðaráð óskar eftir að fá viðkomandi stjórnendur á fund byggðaráðs þann 8. desember nk. Með fundarboði fylgdi minnisblað íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og skólastjóra Dalvíkurskóla og Árskógarskóla, dagsett þann 7. desember sl. Lagt er til að stofnaður verði vinnuhópur um málið sem hefur það verkefni að ræða við alla sem koma að þessu verkefni. Gísli, Gísli Rúnar og Friðrik viku af fundi kl. 14:42.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að koma með tillögu að erindisbréfi fyrir vinnuhóp vegna Frístundar. Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög sveitarstjóra að erindisbréfi fyrir vinnuhópinn.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að erindisbréfi og vísar því til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi tillögu að erindisbréfi fyrir vinnuhóp vegna Frístundar.

18.Frá 1054. fundi byggðaráðs þann 12.01.2023; Ástandsskoðun á Byggðasafninu Hvoli - til afgreiðslu liður b)

Málsnúmer 202212140Vakta málsnúmer

Á 1054. fundi byggðaráðs þann 12. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður safna, Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Helga Íris Ingólfsdóttir, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar, og Bjarni Daníel Daníelsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs, kl. 13:15. Á 1053. fundi byggðaráðs þann 5. janúar sl. var eftirfarandi bókað: "Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur dagsettur þann 30. desember sl. frá EFLU ásamt umbeðinni ástandsskýrslu á húseigninni við Karlsrauðatorg 7 sem hýsir Byggðasafnið Hvol. Tekin til umræðu fundargerð dagsett 5. janúar um ofangreinda skýrslu en fundinn sátu sviðsstjóri framkvæmdasviðs, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar, forstöðumaður safna og sviðsstjóri fræðslu-og menningarsviðs. Bjarni Daníel vék af fundi kl. 16:12.Niðurstaða:Lagt fram til kynningar." Til umræðu ofangreint. Björk Hólm, Gísli og Helga Íris viku af fundi kl. 13:59. Niðurstaða:a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að unnið sé í samræmi við ofangreinda fundargerð frá 5. janúar sl. hvað varðar eftirfarandi atriði: - Rýma fyrstu hæðina og koma munum safnsins í tímabundna varðveislu. - Taka gólfefni af fyrstu hæð. - Opna þakið og frá sérfræðing til að meta ástandið. b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að koma með tillögu að vinnuhóp varðandi húsnæðismál stofnana sveitarfélagsins."
Enginn tók til máls.

b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um að fela sveitarstjóra að koma með tillögu að vinnuhópi varðandi húsnæðismál stofnana sveitarfélagsins.

19.Frá 1054. fundi byggðaráðs þann 12.01.2023; Framtíð Gamla skóla

Málsnúmer 202011083Vakta málsnúmer

Á 1054. fundi byggðaráðs þann 12. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1031. fundi byggðaráðs þann 6. júlí sl. voru málefni um framtíð Gamla skóla til umfjöllunar og samþykkt að halda íbúafund til að upplýsa um þá ákvörðun sveitarstjórnar að verkefninu um Friðlandsstofu og Gamla skóla verði ekki haldið áfram í núverandi mynd. Á íbúafundi þann 6. desember sl. var kynnti formaður byggðaráðs stöðu verkefnisins og hússins í kjölfar úttektar á ástandi þess og áætlana um framkvæmdakostnað. Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn og ríkið sem meðeiganda að Gamli skóli verði seldur með ákveðnum kvöðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um sölu á Gamla skóla með ákveðnum kvöðum í samstarfi við ríkið sem meðeiganda.

20.Frá 1054. fundi byggaðráðs þann 12.01.2023; Fiskidagurinn mikli; drög að samningi

Málsnúmer 202104105Vakta málsnúmer

Á 1054. fundi byggðaráðs þann 12. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 344. fundi sveitarstjórnar þann 26. apríl 2022 var eftirfarandi bókað: "Á 1023. fundi byggðaráðs þann 29. mars sl. var eftirfarandi bókað: Guðmundur St. Jónsson vék af fundi undir þessum lið kl. 13:16 vegna vanhæfis. Tekinn fyrir rafpóstur frá stjórn Fiskidagsins mikla, dagsettur þann 25. mars sl., þar sem fram kemur að Fiskideginum mikla er frestað í þriðja sinn en blásið til samkomunnar á ný sumarið 2023. Á 337. fundi sveitarstjórnar þann 15. júní 2021 var staðfestur styrktarsamningur við Fiskidaginn mikla fyrir árin 2021 og 2022. Fram kemur í samningnum að laugardaginn 6. ágúst 2022 ætlar Fiskidagsnefnd að halda 20 ára afmælishátíð og Dalvíkurbyggð muni styrkja Fiskidaginn um kr. 5.500.000 á fjárhagsáætlun 2022. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa ofangreindu til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar, Guðmundur St. Jónsson tekur ekki þátt í umfjöllun og afgreiðslu vegna vanhæfis.Niðurstaða:Til máls tóku: Katrín Sigurjónsdóttir, sem leggur til tillögu að afgreiðslu. Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson. Jón Ingi Sveinsson. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að fela sveitarstjóra að leggja fram á næsta fundi viðauka við fjárhagsáætlun vegna niðurfellingar kostnaðar við Fiskidaginn mikla 2022. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að tekið verði upp samtal við stjórn Fiskidagsins um nýjan samning vegna stuðnings við Fiskidaginn Mikla 12. ágúst 2023. " Sveitarstjóri gerði grein fyrir drögum að nýjum samningi við stjórn Fiskidaginn Mikla.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreind samningsdrög við Fiskidaginn mikla og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi samningsdrög við Fiskidaginn mikla.

21.Frá 1054. fundi byggðaráðs þann 12.01.2023; Gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur 2023 - breytingatillaga

Málsnúmer 202208116Vakta málsnúmer

Á 1054. fundi byggðaráðs þann 12. janúar sl. var eftirfarandi bókað:

"Á 1053. fundi byggðaráðs þann 5. janúar sl. var eftirfarandi bókað: "Á 353. fundi sveitarstjórnar þann 20. desember sl. var eftirfarandi afgreiðsla sveitarstjórnar við síðari umræðu á gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur: a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur með breytingatillögu frá fundi byggðaráðs þann 15. desember sl. og óskar eftir staðfestingu ráðuneytisins og að gjaldskráin verði auglýst í Stjórnartíðindum fyrir 1. janúar nk. b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Freys Antonssonar um að vísa gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur til gagngerðar endurskoðunar í byggðaráði og veitu- og hafnaráði á nýju ári. Samkvæmt fyrirliggjandi rafpósti frá Umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytinu þá er óskað eftir nánari skýringum á rökstuðningi á þeim breytingum sem gerðar eru á gjaldskránni. Ekki verður hægt að staðfesta gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur 2023 fyrr en umbeðnar upplýsingar liggja fyrir. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi einnig minnisblað sveitarstjóra um gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vinna í samræmi við minnisblað sveitarstjóra. " Á fundinum voru gerðar breytingar á gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur fyrir árið 2023.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi breytingatillögur á gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur 2023 og vísar gjaldskránni til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Til máls tók forseti sveitarstjórnar sem gerði grein fyrir tillögum að breytingum á gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur 2023 frá síðari umræðu um gjaldskrána.


Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur 2023 með þeim breytingartilögum sem liggja fyrir frá síðari umræðu í sveitarstjórn. Sveitarstjórn óskar eftir staðfestingu ráðuneytisins og að gjaldskráin verði auglýst í Stjórnartíðindum.

22.Frá 1054. fundi byggðaráðs þann 12.01.2023; Skipulags- og byggingafulltrúamál; samningur vegna byggingafulltrúa - til afgreiðslu b) liður.

Málsnúmer 202210045Vakta málsnúmer

Á 1054. fundi byggðaráðs þann 12. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"a) Á 1053. fundi byggðaráðs þann 5. janúar sl. var eftirfarandi bókað: "Á 353. fundi sveitarstjórnar þann 20. desember sl. var samþykkt sú tillaga að byggðaráð taki til umfjöllunar á fyrsta fundi sínum á nýju ári málefni skipulagsfulltrúa og starfi tengt því. Til umræðu ofangreint. Niðurstaða:Byggðaráð felur sviðsstjóra framkvæmdasviðs, í samráði við sveitarstjóra, að vinna áfram að þarfagreiningu verkefna vegna starfs á framkvæmdasviði." Sviðsstjóri framkvæmdasviðs og sveitarstjóri gerðu grein fyrir vinnu við ofangreint frá síðasta fundi. Bjarni Daníel vék af fundi kl. 14:52. b) Með fundarboði byggðaráðs fylgdi drög að samningi um embætti byggingarfulltrúa á milli Skipulags- og byggingarfulltrúi Eyjafjarðar bs. og Dalvíkurbyggðar.Niðurstaða:a) Lagt fram til kynningar. b) Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við framlögð drög að samningi og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi samningsdrög um embætti byggingarfulltrúa við Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar bs.

23.Frá 1053. fundi byggðaráðs þann 05.01.2023; Beiðni um afstöðu til afhendingarmagns á heitu vatni

Málsnúmer 202211120Vakta málsnúmer

Á 1053. fundi byggðaráðs þann 5.janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Bjarni Daníel Daníelsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs, og Guðmundur Valur Stefánsson, frá Laxós, kl. 14:30. Guðmundur Valur tók þátt í fundinum í gegnum TEAMS fjarfund. Á 353. fundi sveitarstjórnar þann 20. desember sl. var eftirfarandi bókað: "Á 120. fundi veitu- og hafnaráðs þann 7. desember sl. var eftirfarandi bókað: Fyrir hönd Laxóss ehf óskar Guðmundur Valur Stefánsson eftir því að tekin verði fyrir beiðni sem barst í tölvupósti dags 5. des 2022 um afstöðu Veitu- og Hafnarráðs Dalvíkurbyggðar um mögulegt afhendingarmagn heits vatns til uppbyggingar seiða- og matfiskaeldis á landi á og í nágrenni Árskógssands. Samskonar beiðni var tekin fyrir á 77. fundi Veitu- og hafnaráðs og síðan á 305. fundi Sveitarstjórnar, undir málsnr. 201809022, þar sem Veitu- og hafnaráð lagði til við sveitarstjórn að hún feli Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar að hefja viðræður við Laxós um vatnssölu til fyrirtækisins vegna hugmynda fyrirtækisins um starfrækslu á seiðaeldisstöð á Árskógssandi. Veitu- og hafnaráð samþykkti samhljóða framlagða tillögu. Sveitarstjórn samþykkti síðan samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu veitu- og hafnaráðs.Í ljósi niðurstöðu á álagsprófunum ISOR á jarðhitasvæði Birnunesborga telur veitu- og hafnaráð að frekari langtíma rannsókna þurfi við til að ákvarða um getu jarðhitakerfisins til að afhenda umbeðið magn vatns umfram áfanga 1 og 2. Sviðsstjóra framkvæmdasviðs er falið að ræða niðurstöður rannsókna ISOR við Laxós. Veitu- og hafnaráð samþykkir með fjórum atkvæðum. Silja Pálsdóttir situr hjá.Niðurstaða:Til máls tóku: Helgi Einarsson. Felix Rafn Felixson. Freyr Antonsson, sem leggur fram þá tillögu að sveitarstjórn fresti afgreiðslu á málinu og feli byggðaráði að ræða við forsvarsmenn Laxóss sem fyrst eftir áramót. Fleiri tóku ekki til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu frá Frey Antonssyni." Til umræðu ofangreint. Guðmundur Valur vék af fundi kl. 14:59.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að afgreiðsla veitu- og hafnaráðs frá 120. fundi þann 7. desember sl. verði staðfest."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu byggðaráðs og staðfestir samhljóða afgreiðslu veitu- og hafnaráðs frá 120. fundi þann 7. desember sl. og er hún svo hljóðandi:
"Í ljósi niðurstöðu á álagsprófunum ISOR á jarðhitasvæði Birnunesborga telur veitu- og hafnaráð að frekari langtíma rannsókna þurfi við til að ákvarða um getu jarðhitakerfisins til að afhenda umbeðið magn vatns umfram áfanga 1 og 2. Sviðsstjóra framkvæmdasviðs er falið að ræða niðurstöður rannsókna ISOR við Laxós."

24.Frá 6. fundi skipulagsráðs þann 11.01.2023; Frá Norðurorku -Framkvæmdaleyfi Rannsóknarboranir

Málsnúmer 202212122Vakta málsnúmer

Á 6. fundi skipulagsráðs þann 11. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Norðurorku sem barst í tölvupósti dagsettum 22. desember 2022 þar sem óskað er eftir framkvæmdaleyfi fyrir borunum á tveimur til þremur djúpum rannsóknarholum við Ytri-Haga í Dalvíkurbyggð.Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að gefið verði út framkvæmdaleyfi til Norðurorku þegar gögn liggja fyrir skv. reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og samþykkir að gefið verði út framkvæmdaleyfi til Norðurorku, þegar tilskilin gögn liggja fyrir, fyrir borunum á tveimur til þremur djúpum rannsóknarholum við Ytra-Haga í Dalvíkurbyggð.

25.Frá 121. fundi veitu- og hafnaráðs þann 04.01.2023; Jöfnun húshitunarkostnaðar 2022

Málsnúmer 202212141Vakta málsnúmer

Á 121. fundi veitu- og hafnaráðs þann 4.janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Fyrir fundinum liggur útreikningur á jöfnun húshitunarkostnaðar fyrir árið 2021. Í honum er tekið tillit til breytinga á gjaldskrám veitufyrirtækja og er gjaldið nú 247,2 kr/m3 húss. Heildarkostnaður Hitaveitu Dalvíkur er því um kr. 2.667.682 kr. Skoða uppfærslu á reglum á jöfnun húshitunarkostnaðar.Niðurstaða:Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum framlagðan útreikning á jöfnun húshitunarkostnaðar og lista yfir þá sem fá greiðslu vegna jöfnunar. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum"
Til máls tók:
Gunnar Kristinn Guðmundsson, sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu, kl. 16:38.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu veitu- og hafnaráðs og tillögu að greiðslum vegna jöfnunar á húshitunarkostnaði. Vísað á lið 47310-9110 í fjárhagsáætlun 2022. Gunnar Kristinn tekur ekki þátt í umfjöllun og afgreiðslu vegna vanhæfis.

26.Frá 1054. fundi byggðaráðs þann 12.01.2023; Samningur um tjaldsvæði og baðströnd í Sandvík, Hauganesi; viljayfirlýsing

Málsnúmer 202210077Vakta málsnúmer

Gunnar Kristinn Guðmundsson kom inn á fundinn að nýju undir þessum lið kl. 16.41.

Á 1054. fundi byggðaráðs þann 12. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1053. fundi byggðaráðs þann 5. janúar sl. var eftirfarandi bókað: "Á 353. fundi sveitarstjórnar þann 20. desember sl. var samþykkt að fela sveitarstjóra að vinna áfram að viljayfirlýsingu á milli Ektabaða ehf. og Dalvíkurbyggðar og halda áfram viðræðum við Ektaböð ehf. Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu málsins, samskiptum við Ektaböð varðandi ofangreint og breytingatillögum frá Ektaböðum á viljayfirlýsingunni.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að vinna áfram að málinu og tekið verði þá tillit til þeirra tillagna sem fram komu á fundi byggðaráðs um viljayfirlýsinguna." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi uppfærð drög að viljayfirlýsingu.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi drög að viljayfirlýsingu og felur sveitarstjóra að undirrita með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi viljayfirlýsingu við Ektaböð ehf.

27.Frá 121. fundi veitu- og hafnaráðs þann 04.01.2023; Hitaveitulögn frá Syðri-Haga til Hjalteyrar

Málsnúmer 202210020Vakta málsnúmer

Á 121. fundi veitu- og hafnaráðs þann 4. janúar 2023 var eftirfarandi bókað:
"Á 352. fundi sveitarstjórnar þann 29. nóvember sl. var eftirfarandi bókað: "Á 4. fundi skipulagsráðs þann 2. nóvember sl. var eftirfarandi bókað: Tekið fyrir erindi frá Skipulagasstofnun, dagsett 6. október 2022, þar sem óskað er eftir umsögn Dalvíkurbyggðar um matsskyldu vegna hitaveitulagnar sem Norðurorka hyggst leggja frá Syðri-Haga í Dalvíkurbyggð til Hjalteyrar í Hörgársveit. Skipulagsráð telur að nægjanlega sé gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, umhverfisáhrifum, mótvægisaðgerðum og vöktun eftir því sem við á. Einnig telur ráðið að ekki sé þörf á að framkvæmdin fari í umhverfismat. Í gildandi aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar er ekki gert ráð fyrir nýrri stofnlögn hitaveitu á þessu svæði. Framkvæmdin krefst breytingar á aðalskipulagi eða að lögnin verði tekin inn í endurskoðun aðalskipulags. Framkvæmdin er háð framkvæmdaleyfi sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.Til máls tóku: Helgi Einarsson. Felix Rafn Felixson. Freyr Antonsson. Gunnar Kristinn Guðmundsson. Katrín Sif Ingvarsdóttir. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og tekur undir umsögn ráðsins hvað varðar matskyldu vegna hitaveitulagnar sem Norðurorka hyggst leggja frá Syðri-Haga í Dalvíkurbyggð til Hjalteyrar í Hörgársveit. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa ofangreindu máli áfram til umfjöllunar í byggðaráði og veitu- og hafnaráði."Niðurstaða:Lagt fram til kynningar. Veitu- og hafnaráð leggur til að leitað verði sérfræðiálits á stöðu sveitarfélagsins gagnvart nýtingarétti Norðurorku á Syðri-Haga vegna hugsanlegrar tenginga á milli jarðhitasvæða á Birnunesborgum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu veitu- og hafnaráðs og samþykkir þá tillögu að leitað verði sérfræðiálits á stöðu sveitarfélagsins gagnvart nýtingarétti Norðurorku á Syðri-Haga vegna hugsanlegrar tenginga á milli jarðhitasvæða á Birnunesborgum.

28.Frá 6. fundi skipulagsráðs þann 11.01.2023; Umsókn um lóð - Öldugata 31, Árskógssandi

Málsnúmer 202204001Vakta málsnúmer

Á 6. fundi skipulagsráðs þann 11. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Í innsendri umsókn, dagsettri 16. júní 2022, sækir Guðmundur Valur Stefánsson fyrir hönd Laxóss ehf. eftir framlengingu á lóðarúthlutun fyrir Öldugötu 31. Niðurstaða:Umrædd lóð er á landnotkunarreit 703-A fyrir athafnasvæði í Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020. Á reitnum er gert ráð fyrir atvinnustarfsemi þar sem lítil hætta er á mengun. Á svæðinu er í gildi deiliskipulag athafna-, verslunar-, þjónustu- og íbúðarsvæðis á Árskógssandi. Í deiliskipulaginu koma fram skilmálar um hámarks byggingarmagn, hámarks vegg- og mænishæð og aðrir skilmálar um lóðina. Skipulagsráð felur Framkvæmdasviði að úthluta lóðinni í samræmi við 3.4. gr. reglna um lóðarúthlutanir í Dalvíkurbyggð. Samþykkt samhjóða með fimm atkvæðum. "
Til máls tók:
Felix Rafn Felixson.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og framlengingu á úthlutun lóðarinnar við Öldugötu 31.

29.Frá 6. fundi skipulagsráðs þann 11.01.2023; Umsókn um lóð Svarfaðarbraut 19-25 við þegar byggða götu.

Málsnúmer 202212064Vakta málsnúmer

Á 6. fundi skipulagsráðs þann 11. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Ottó Biering Ottóssyni fyrir hönd EGO húsa ehf., dagsett 6. janúar 2023 þar sem óskað er eftir enduskoðun á afgreiðslu skipulagsráðs þann 14. desember 2022 vegna umsóknar félagsins um lóð Svarfaðarbraut 19-25, en niðustaða ráðsins var að framkvæmdasviði var falið að gera tillögu að lóðablaði fyrir umræddar lóðir og við stofnun lóðanna verður farið eftir 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 um grenndarkynningu. Í framhaldi verða lóðirnar auglýstar lausar til umsóknar.Niðurstaða:Erindið lagt fram til kynningar og umræðu. Miðað við fyrirliggjandi gögn sér Skipulagsráð ekki ástæðu til að breyta fyrri bókun ráðsins og felur sviðsstjóra framkvæmdasviðs og bæjarlögmanni að svara erindinu. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Til máls tók forseti sveitarstjórnar sem leggur fram eftirfarandi tillögu:
Sveitarstjórn samþykkir að ráðast í vinnu við deiliskipulag íbúðasvæðis 313-Íb við Svarfaðarbraut á Dalvík samkvæmt gildandi aðalskipulagi.

Einnig tóku til máls:
Felix Rafn Felixson.
Lilja Guðnadóttir.



Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar, Felix Rafn Felixson og Lilja Guðnadóttir greiða atkvæði á móti.

30.Frá 6. fundi skipulagsráðs þann 11.01.2023; Umsókn um byggingaleyfi vegna breytinga á Karlsrauðatorgi 11, Dalvík

Málsnúmer 201806022Vakta málsnúmer

Á 6. fundi skipulagsráðs þann 11. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Í erindi, dagsettu 20. desember, er óskað eftir endurnýjun á byggingarleyfi og afstöðu til breytinga á teikningum frá áður samþykktu byggingarleyfi.Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að grenndarkynna byggingarleyfið fyrir hagsmunaaðilum í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynning skal ná til lóðarhafa á Dalbæ, Kambhóli, Karlsrauðatorgi 9-24, Kirkjuvegi 7-12 og Melum. Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og tillögu ráðsins um að byggingarleyfið verði grenndarkynnt fyrir hagsmunaaðilum í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynningin skuli ná til lóðarhafa á Dalbæ, Kambhóli, Karlsrauðatorgi 9-24, Kirkjuvegi 7-12 og Melum.

31.Frá 6. fundi skipulagsráðs þann 11.01.2023; Umsókn um að sameina tvær íbúðir í eina

Málsnúmer 202212138Vakta málsnúmer

Á 6. fundi skipulagsráðs þann 11. janúar 2023 var eftirfarandi bókað:
"Í tölvupósti, dagsettum 29. desember 2023 óska Valgerður M. Jóhannsdóttir og Guðmundur Freyr Hansson, eftir því að Bjarkarbraut 6 sem hefur tvö fasteignanúmer verði sameinuð undir einu fasteignanúmeri. Niðurstaða:Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við sameiningu fasteignanúmera að Bjarkarbraut 6 og vísar málinu til afgreiðslu byggingarfulltrúa með tilskildum gögnum skv. lögum um mannvirki nr.160/2010. samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og gerir ekki athugasemdir við að Bjarkarbraut 6 sem hefur tvö fasteignanúmer verði sameinuð undir einu fasteignanúmeri. Jafnframt er málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa með tilskildum gögnum skv. lögum um mannvirki nr. 160/2010.

32.Frá 6. fundi skipulagsráðs þann 11.01.2023; Ósk um breytingu á deiliskipulagi Fólkvangsins í Böggvisstaðafjalli

Málsnúmer 202208015Vakta málsnúmer

Á 6. fundi skipulagsráðs þann 11. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Teikna Teiknistofu arkitekta fyrir hönd Skíðafélags Dalvíkur, dagsett þann 12. desember 2022, þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi fólkvangsing í Böggvisstaðafjalli. Málið áður tekið fyrir á 1034. fundi byggðaráðs Dalvíkurbyggðar þann 18. ágúst 2022, var samþykkt að grenndarkynna óverulega breytingu á Deiliskipulagi fólkvangsins í Böggvisstaðafjalli. Erindið hafði hlotið umræðu og afgreiðslu á 374. fundi umhverfisráðs þann 8. ágúst 2022.Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fólkvangsins í Böggvisstaðafjalli verði sett í grenndarkynningu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynning skal fara fram á heimasíðu Dalvíkurbyggðar. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Til máls tóku:
Felix Rafn Felixson, sem leggur til að þessu máli verði frestað svo hægt sé að skoða málið frá öllum hliðum.
Helgi Einarsson.
Lilja Guðnadóttir, sem leggur til að málinu verði frestað.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og þá tillögu að óveruleg breyting á deiliskipulagi fólkvangsins í Böggvisstaðafjalli verði sett í grenndarkynningu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt að grenndarkynningin skuli fara fram á heimasíðu Dalvíkurbyggðar. Felix Rafn Felixson og Lilja Guðnadóttir sitja hjá.

33.Frá 1054. fundi byggðaráðs þann 12.01.2023; Dalvíkurlína 2 - lega jarðstrengs; hönnun stígs

Málsnúmer 202108059Vakta málsnúmer

Á 1054. fundi byggðaráðs þann 12. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1053. fundi byggðaráðs Dalvíkurbyggðar þann 5. janúar sl. var eftirfarandi bókað: "Á 352. fundi sveitarstjórnar þann 29. nóvember sl. var samþykkt sú tillaga byggðaráðs að Dalvíkurbyggð fari í sameiginlegar samningaviðræður við landeigendur með Landsneti varðandi lagningu á Dalvíkurlínu 2. Tekinn fyrir rafpóstur frá Landsneti, dagsettur þann 3. október sl. og sendur byggingafulltrúa, þar sem meðfylgjandi eru samningsdrög við landeigendur til skoðunar. Með vísan í ofangreind gögn samþykkir byggðaráð með 3 atkvæðum þau samningsdrög við landeigendur sem liggja fyrir og leggur til þær forsendur sem liggja fyrir varðandi landbætur á hektara verði hafðar til hliðsjónar." Til umræðu hönnun stígsins sem þarf að setja í ferli.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að fá sama aðila og Hörgárársveit er með hjá Verkís til að sjá um hönnun stígsins fyrir Dalvíkurbyggðar líka."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og þá tillögu að fenginn verði sami aðili og Hörgársveit er með hjá Verkís til að sjá um hönnun stígsins fyrir Dalvíkurbyggð líka.

34.Frá Frey Antonssyni; forseta sveitarstjórnar; Tillaga varðandi skipulag; Skógarhólar 8 og 10.

Málsnúmer 202301077Vakta málsnúmer

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi eftirfarandi tillaga frá Frey Antonssyni, dagsett þann 13. janúar 2023, varðandi Skógarhóla 8 og Skógarhóla 10:
"Í fyrsta lagi að óúthlutaðar lóðir við Skógarhóla 8 og 10 verði teknar úr auglýsingu.
Í öðru lagi að beina því til skipulagsráðs að vinna nú þegar að breytingu á deiliskipulagi og aðalskipulagi á þann veg að til verði ný gata út frá Skógarhólum til norðurs. Fyrirmyndin verði göturnar Lynghólar og Reynihólar og þarna verði lóðir fyrir raðhús og eða parhús. Eftirspurnin síðustu ár hefur verið í lóðir af þessu tagi. Í stað tveggja lóða gætu komið á sama reit lóðir fyrir 10-12 íbúðir. "
Til máls tóku:

Lilja Guðnadóttir.
Freyr Antonsson.


Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Freys Antonssonar með þeirri breytingu að jarðvegur verði skoðaður áður en mikil vinna fer fram.

35.Frá 5. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 13.01.2023; Fjallgirðingamál 2022

Málsnúmer 202203007Vakta málsnúmer

Á 5. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 13. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Farið yfir stöðu fjallgirðingamála í sveitarfélaginu.Niðurstaða:Umhverfis- og dreifbýlisráð leggur til við sveitarstjórn að álagning vegna fjallgirðina á Árskógsströnd verði óbreytt á milli ára og að fá fjallskilanefnd Árskógsstrandar á fund á haustmánuðum 2023 til að ræða framtíðarfyrirkomulag á fjallgirðingum. Forgangsröðun á viðhaldi fjallgirðinga frestað til næstu funda. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum þá tillögu umhverfis- og dreifbýlisráðs að álagning vegna fjallgirðinga á Árskógsströnd 2023 verði óbreytt á milli ára.

36.Frá 121. fundi veitu- og hafnaráðs þann 04.01.2023; sk um viðræður til að sinna meindýravörnum í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202208084Vakta málsnúmer

Á 121. fundi veitu- og hafnaráðs þann 4. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Með erindi, dagsett 17. ágúst 2022, er tekið fyrir frá Ólafi Pálma Agnarssyni þar sem hann vill kanna áhuga á viðræðum um að sinna þeim verkefnum sem snúa að meindýravörnum í Dalvíkurbyggð.Niðurstaða:Veitu- og hafnaráð þakkar Ólafi Pálma Agnarssyni fyrir innsent erindi og felur sviðsstjóra að útbúa vinnuferla varðandi eyðingu vargfugls í sveitarfélaginu. Ráðið telur að ekki sé þörf á að breyta fyrirkomulagi á meindýraeyðingu hjá veitum Dalvíkurbyggðar. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu veitu- og hafnaráðs um að ekki sé metin þörf á að breyta fyrirkomulagi á meindýraeyðingu hjá veitum Dalvíkurbyggðar.

37.Frá 5. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 13.01.2023; Bæjarrými - ásýnd miðsvæða og skapandi sumarstörf

Málsnúmer 202301039Vakta málsnúmer

Á 5. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 13. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Til kynningar hugmyndir Önnu Kristínar Guðmundsdóttur um Bæjarrýmisverkefni fyrir Dalvíkurbyggð.Niðurstaða:Umhverfis- og dreifbýlisráð felur framkvæmdasviði að vinna að umsókn um styrk í Bæjarrýmisverkefni fyrir Dalvíkurbyggð með Önnu Kristínu Guðmundsdóttur. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfis- og dreifbýlisráðs varðandi styrkumsókn.

38.Frá 5. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 13.01.2023; Endurskoðun á snjómokstursreglum Dalvíkurbyggðar 2023

Málsnúmer 202301037Vakta málsnúmer

Á 5. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 13. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Eigna- og framkvæmdadeild með endurskoðun á snjómokstursreglum Dalvíkurbyggðar.Niðurstaða:Umhverfis- og dreifbýlisráð er almennt sátt með snjómokstur í sveitarfélaginu og leggur ekki til breytingar á snjómokstri í þéttbýli en vill þó bæta við forgangsmokstur á göngustígum á Dalvík. Ráðið hvetur sveitarstjórn að halda áfram að þrýsta á Vegagerðina um meiri vetrarþjónustu í dreifbýli. Einnig leggur ráðið til við sveitarstjórn að samþykkja breytingar á viðmiðunarreglum snjómoksturs í Dalvíkurbyggð sem fela í sér bætta þjónustu við heimreiðamokstur í dreifbýli skv. tillögum ráðsins. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Til máls tók forseti sveitarstjórnar sem leggur fram eftirfarandi tillögu:
Sveitarstjórn samþykkir að vísa breytingu á reglum um mokstur á heimreiðum til byggðaráðs og umhverfis- og dreifbýlisráðs til frekari skoðunar og kostnaðargreiningar.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar.


39.Frá Helga Einarssyni; Ósk um lausn frá störfum í stjórn SSNE

Málsnúmer 202301075Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Helga Einarssyni, rafpóstur dagsettur þann 13. janúar 2023 þar sem hann óskar eftir lausn frá störfum í stjórn SSNE af margþættum ástæðum.

Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreint erindi og veitir Helga Einarssyni lausn frá störfum úr stjórn SSNE.

40.Frá Kristínu Heiðu Garðarsdóttur; Ósk um lausn frá störfum sem varamaður í Fræðsluráði og Félagsmálaráði

Málsnúmer 202301088Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Kristínu Heiðu Garðardóttur, dagsettur þann 17. janúar 2023,þar sem Kristín Heiða óskar lausnar frá störfum sem varamaður í fræðsluráði og félagsmálaráði
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda beiðni um að veita Kristínu Heiðu lausn frá störfum.

41.Kosning í nefndir og ráð samkvæmt Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 202301076Vakta málsnúmer

a) Kosning í stjórn SSNE í stað Helga Einarssonar.

Til máls tók Helgi Einarsson sem leggur til að Katrín Sif Ingvarsdóttir taki sæti í stjórn SSNE og Helgi Einarsson sem aðalþingfulltrúi í stað Katrínar Sifjar.

b) Kosning varamanns í Fræðsluráð í stað Kristínar Heiðu Garðarsdóttur.

Til máls tók Freyr Antonsson sem leggur til að Jóhann Már Kristinsson taki sæti sem varamaður Fræðsluráði stað Kristínar Heiðu.

c) Kosning varamanns í Félagsmálaráð í stað Kristínar Heiðu Garðarsdóttur.

Til máls tók Freyr Antonsson sem leggur til að Benedikt Snær Magnússon taki sæti sem varamaður í Félagsmálaráði í stað Kristínar Heiðu.

Fleiri tóku ekki til máls.

a) Ekki komu fram aðrar tillögur og er því Katrín Sif Ingvarsdóttir og Helgi Einarsson réttkjörin.
b) Ekki komu fram aðrar tillögur og er því Jóhann Már Kristinsson réttkjörinn.
c) Ekki komu fram aðrar tillögur og er því Benedikt Snær Magnússon réttkjörinn.

Fundi slitið - kl. 17:14.

Nefndarmenn
  • Freyr Antonsson aðalmaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir aðalmaður
  • Helgi Einarsson aðalmaður
  • Gunnar Kristinn Guðmundsson aðalmaður
  • Felix Rafn Felixson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs