Málsnúmer 202212140Vakta málsnúmer
Á 1054. fundi byggðaráðs þann 12. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður safna, Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Helga Íris Ingólfsdóttir, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar, og Bjarni Daníel Daníelsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs, kl. 13:15. Á 1053. fundi byggðaráðs þann 5. janúar sl. var eftirfarandi bókað: "Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur dagsettur þann 30. desember sl. frá EFLU ásamt umbeðinni ástandsskýrslu á húseigninni við Karlsrauðatorg 7 sem hýsir Byggðasafnið Hvol. Tekin til umræðu fundargerð dagsett 5. janúar um ofangreinda skýrslu en fundinn sátu sviðsstjóri framkvæmdasviðs, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar, forstöðumaður safna og sviðsstjóri fræðslu-og menningarsviðs. Bjarni Daníel vék af fundi kl. 16:12.Niðurstaða:Lagt fram til kynningar." Til umræðu ofangreint. Björk Hólm, Gísli og Helga Íris viku af fundi kl. 13:59. Niðurstaða:a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að unnið sé í samræmi við ofangreinda fundargerð frá 5. janúar sl. hvað varðar eftirfarandi atriði: - Rýma fyrstu hæðina og koma munum safnsins í tímabundna varðveislu. - Taka gólfefni af fyrstu hæð. - Opna þakið og frá sérfræðing til að meta ástandið. b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að koma með tillögu að vinnuhóp varðandi húsnæðismál stofnana sveitarfélagsins."
Ekki komu fram athugasemdir um fundarboðun eða fundarboð.
Fundurinn er sendur út í beinu streymi á YouTube rás sveitarfélagsins
https://www.youtube.com/@sveitarfelagidalvikurbygg9497.