Skipulags- og byggingafulltrúamál Sviðsmyndir 2022

Málsnúmer 202210045

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1048. fundur - 17.11.2022

Tekið fyrir minnisblað vegna skipulags- og byggingamála, dagsett þann 11. október sl., frá Snæbirni Sigurðarsyni, verkefnastjóra á framkvæmdasviði, og Bjarna Daníel Daníelssyni, sviðsstjóra framkvæmdasviðs.

Í minnisblaðinu er komið inn á 4 sviðsmyndir er snúa að skipulags- og byggingarmálum.

1. Ráða byggingar- og skipulagsfulltrúa til starfa.
2. Samstarf við Fjallabyggð um skipulags- og byggingarmál.
3. Útvista skipulags- og byggingarmálum til verkfræðistofu.
4. Samstarf við eða innganga í byggðasamlagið Skipulags- og byggingarfulltrúi Eyjafjarðar (SBE).

Framkvæmdasvið leggur til að leitað verði samstarfs við SBE um skipulags- og byggingarmál. Hafnar verði viðræður um kaup á þessari þjónustu til skemmri tíma með það að markmiði að ganga inn í byggðasamlagið í framhaldinu. Í dag eru verkefni byggingafulltrúa útvistuð til Verkís auk þess hluti skipulagsverkefna er í höndum Form ráðgjafar. Móttaka og meðhöndlun gagna auk samskipta við viðskiptavini er nú sinnt af verkefnastjóra. Þessi verkefni færu þá öll til SBE. Fram koma einnig hugmyndir um hvernig færi með þau verkefni sem eftir standa innan stöðugildis verkefnastjóra á tæknideild /skipulags- og tæknifulltrúa / skipulags- og byggingafulltrúa.

Frestað.

Byggðaráð - 1049. fundur - 24.11.2022

Á 1048. fundi byggðaráðs þann 17. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir minnisblað vegna skipulags- og byggingamála, dagsett þann 11. október sl., frá Snæbirni Sigurðarsyni, verkefnastjóra á framkvæmdasviði, og Bjarna Daníel Daníelssyni, sviðsstjóra framkvæmdasviðs. Í minnisblaðinu er komið inn á 4 sviðsmyndir er snúa að skipulags- og byggingarmálum. 1. Ráða byggingar- og skipulagsfulltrúa til starfa. 2. Samstarf við Fjallabyggð um skipulags- og byggingarmál. 3. Útvista skipulags- og byggingarmálum til verkfræðistofu. 4. Samstarf við eða innganga í byggðasamlagið Skipulags- og byggingarfulltrúi Eyjafjarðar (SBE). Framkvæmdasvið leggur til að leitað verði samstarfs við SBE um skipulags- og byggingarmál. Hafnar verði viðræður um kaup á þessari þjónustu til skemmri tíma með það að markmiði að ganga inn í byggðasamlagið í framhaldinu. Í dag eru verkefni byggingafulltrúa útvistuð til Verkís auk þess hluti skipulagsverkefna er í höndum Form ráðgjafar. Móttaka og meðhöndlun gagna auk samskipta við viðskiptavini er nú sinnt af verkefnastjóra. Þessi verkefni færu þá öll til SBE. Fram koma einnig hugmyndir um hvernig færi með þau verkefni sem eftir standa innan stöðugildis verkefnastjóra á tæknideild /skipulags- og tæknifulltrúa / skipulags- og byggingafulltrúa. Frestað."
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra framkvæmdasviðs að vinna áfram tillögur 2 og 4 hér að ofan.

Byggðaráð - 1052. fundur - 15.12.2022

Á 1049. fundi byggðaráðs þann 24. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1048. fundi byggðaráðs þann 17. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:Tekið fyrir minnisblað vegna skipulags- og byggingamála, dagsett þann 11. október sl., frá Snæbirni Sigurðarsyni, verkefnastjóra á framkvæmdasviði, og Bjarna Daníel Daníelssyni, sviðsstjóra framkvæmdasviðs. Í minnisblaðinu er komið inn á 4 sviðsmyndir er snúa að skipulags- og byggingarmálum. 1. Ráða byggingar- og skipulagsfulltrúa til starfa. 2. Samstarf við Fjallabyggð um skipulags- og byggingarmál. 3. Útvista skipulags- og byggingarmálum til verkfræðistofu. 4. Samstarf við eða innganga í byggðasamlagið Skipulags- og byggingarfulltrúi Eyjafjarðar (SBE). Framkvæmdasvið leggur til að leitað verði samstarfs við SBE um skipulags- og byggingarmál. Hafnar verði viðræður um kaup á þessari þjónustu til skemmri tíma með það að markmiði að ganga inn í byggðasamlagið í framhaldinu. Í dag eru verkefni byggingafulltrúa útvistuð til Verkís auk þess er hluti skipulagsverkefna í höndum Forms ráðgjafar. Móttaka og meðhöndlun gagna auk samskipta við viðskiptavini er nú sinnt af verkefnastjóra. Þessi verkefni færu þá öll til SBE. Fram koma einnig hugmyndir um hvernig færi með þau verkefni sem eftir standa innan stöðugildis verkefnastjóra á tæknideild /skipulags- og tæknifulltrúa / skipulags- og byggingafulltrúa. Frestað. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra framkvæmdasviðs að vinna áfram tillögur 2 og 4 hér að ofan."

Á fundinum var upplýst að sveitarstjóri og sviðsstjóri framkvæmdasviðs áttu fund með SBE þar sem fram kom að SBE getur tekið við málum byggingafulltrúa þann 1. janúar 2023.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að SBE taki við verkefnum byggingafulltrúa Dalvíkurbyggðar frá og með 1.1.2023 og felur sveitarstjóra og sviðsstjóra framkvæmdasviðs að leggja fyrir samningsdrög. Fyrirkomulagið verður endurskoðað fyrir lok næsta árs.

Sveitarstjórn - 353. fundur - 20.12.2022

Freyr Antonsson kom inn á fundinn að nýju kl. 17:14 og tók við fundarstjórn.

Á 1052. fundi byggðaráðs þann 15. desember sl.var eftirfarandi bókað:
"Á 1049. fundi byggðaráðs þann 24. nóvember sl. var eftirfarandi bókað: Á 1048. fundi byggðaráðs þann 17. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:Tekið fyrir minnisblað vegna skipulags- og byggingamála, dagsett þann 11. október sl., frá Snæbirni Sigurðarsyni, verkefnastjóra á framkvæmdasviði, og Bjarna Daníel Daníelssyni, sviðsstjóra framkvæmdasviðs. Í minnisblaðinu er komið inn á 4 sviðsmyndir er snúa að skipulags- og byggingarmálum. 1. Ráða byggingar- og skipulagsfulltrúa til starfa. 2. Samstarf við Fjallabyggð um skipulags- og byggingarmál. 3. Útvista skipulags- og byggingarmálum til verkfræðistofu. 4. Samstarf við eða innganga í byggðasamlagið Skipulags- og byggingarfulltrúi Eyjafjarðar (SBE). Framkvæmdasvið leggur til að leitað verði samstarfs við SBE um skipulags- og byggingarmál. Hafnar verði viðræður um kaup á þessari þjónustu til skemmri tíma með það að markmiði að ganga inn í byggðasamlagið í framhaldinu. Í dag eru verkefni byggingafulltrúa útvistuð til Verkís auk þess er hluti skipulagsverkefna í höndum Forms ráðgjafar. Móttaka og meðhöndlun gagna auk samskipta við viðskiptavini er nú sinnt af verkefnastjóra. Þessi verkefni færu þá öll til SBE. Fram koma einnig hugmyndir um hvernig færi með þau verkefni sem eftir standa innan stöðugildis verkefnastjóra á tæknideild /skipulags- og tæknifulltrúa / skipulags- og byggingafulltrúa. Frestað. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra framkvæmdasviðs að vinna áfram tillögur 2 og 4 hér að ofan.Á fundinum var upplýst að sveitarstjóri og sviðsstjóri framkvæmdasviðs áttu fund með SBE þar sem fram kom að SBE getur tekið við málum byggingafulltrúa þann 1. janúar 2023.Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að SBE taki við verkefnum byggingafulltrúa Dalvíkurbyggðar frá og með 1.1.2023 og felur sveitarstjóra og sviðsstjóra framkvæmdasviðs að leggja fyrir samningsdrög. Fyrirkomulagið verður endurskoðað fyrir lok næsta árs."
Til máls tóku:
Felix Rafn Felixson.
Freyr Antonsson, sem leggur til að byggðaráð taki til umfjöllunar á fyrsta fundi sínum á nýju ári málefni skipulagsfulltrúa og starfi tengt því.

Fleiri tóku ekki til máls.

a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og að embætti skipulags- og byggingafulltrúa Eyjafjarðar (SBE) taki við verkefnum byggingafulltrúa Dalvíkurbyggðar frá og með 1.1.2023. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra framkvæmdasviðs að legga fyrir samningsdrög við byggðasamlagið Skipulags- og byggingarfulltrúi Eyjafjarðar og að fyrirkomulagið verði endurskoðað fyrir lok næsta árs.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Freys Antonssonar að byggðaráð taki til umfjöllunar á fyrsta fundi sínum á nýju ári málefni skipulagsfulltrúa og starfi tengt því.

Byggðaráð - 1053. fundur - 05.01.2023

Á 353. fundi sveitarstjórnar þann 20. desember sl. var samþykkt sú tillaga að byggðaráð taki til umfjöllunar á fyrsta fundi sínum á nýju ári málefni skipulagsfulltrúa og starfi tengt því.

Til umræðu ofangreint.


Byggðaráð felur sviðsstjóra framkvæmdasviðs, í samráði við sveitarstjóra, að vinna áfram að þarfagreiningu verkefna vegna starfs á framkvæmdasviði.

Byggðaráð - 1054. fundur - 12.01.2023

a) Á 1053. fundi byggðaráðs þann 5. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 353. fundi sveitarstjórnar þann 20. desember sl. var samþykkt sú tillaga að byggðaráð taki til umfjöllunar á fyrsta fundi sínum á nýju ári málefni skipulagsfulltrúa og starfi tengt því. Til umræðu ofangreint. Niðurstaða:Byggðaráð felur sviðsstjóra framkvæmdasviðs, í samráði við sveitarstjóra, að vinna áfram að þarfagreiningu verkefna vegna starfs á framkvæmdasviði."

Sviðsstjóri framkvæmdasviðs og sveitarstjóri gerðu grein fyrir vinnu við ofangreint frá síðasta fundi.

Bjarni Daníel vék af fundi kl. 14:52.

b) Með fundarboði byggðaráðs fylgdi drög að samningi um embætti byggingarfulltrúa á milli Skipulags- og byggingarfulltrúi Eyjafjarðar bs. og Dalvíkurbyggðar.
a) Lagt fram til kynningar.
b) Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við framlögð drög að samningi og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 354. fundur - 17.01.2023

Á 1054. fundi byggðaráðs þann 12. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"a) Á 1053. fundi byggðaráðs þann 5. janúar sl. var eftirfarandi bókað: "Á 353. fundi sveitarstjórnar þann 20. desember sl. var samþykkt sú tillaga að byggðaráð taki til umfjöllunar á fyrsta fundi sínum á nýju ári málefni skipulagsfulltrúa og starfi tengt því. Til umræðu ofangreint. Niðurstaða:Byggðaráð felur sviðsstjóra framkvæmdasviðs, í samráði við sveitarstjóra, að vinna áfram að þarfagreiningu verkefna vegna starfs á framkvæmdasviði." Sviðsstjóri framkvæmdasviðs og sveitarstjóri gerðu grein fyrir vinnu við ofangreint frá síðasta fundi. Bjarni Daníel vék af fundi kl. 14:52. b) Með fundarboði byggðaráðs fylgdi drög að samningi um embætti byggingarfulltrúa á milli Skipulags- og byggingarfulltrúi Eyjafjarðar bs. og Dalvíkurbyggðar.Niðurstaða:a) Lagt fram til kynningar. b) Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við framlögð drög að samningi og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi samningsdrög um embætti byggingarfulltrúa við Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar bs.

Byggðaráð - 1055. fundur - 19.01.2023

Á 1054. fundi byggðaráðs þann 12. janúar sl. var áfram til umfjöllunar starfsmannamál á Framkvæmdasviði; starf skipulagsfulltrúa/verkefnistjóri

Á fundinum kynnti sviðsstjóri framkvæmdasviðs eftirfarandi gögn:
Minnisblað sviðsstjóra framkvæmdasviðs móttekið 19.01.2023
Starfslýsing deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar.
Starfslýsing verkefnastjóra / tæknifulltrúa



Bjarni Daníel vék af fundi kl. 14:06.
Byggðaráð vísar ofangreindu til umfjöllunar í starfs- og kjaranefnd.