Tekið fyrir minnisblað vegna skipulags- og byggingamála, dagsett þann 11. október sl., frá Snæbirni Sigurðarsyni, verkefnastjóra á framkvæmdasviði, og Bjarna Daníel Daníelssyni, sviðsstjóra framkvæmdasviðs.
Í minnisblaðinu er komið inn á 4 sviðsmyndir er snúa að skipulags- og byggingarmálum.
1. Ráða byggingar- og skipulagsfulltrúa til starfa.
2. Samstarf við Fjallabyggð um skipulags- og byggingarmál.
3. Útvista skipulags- og byggingarmálum til verkfræðistofu.
4. Samstarf við eða innganga í byggðasamlagið Skipulags- og byggingarfulltrúi Eyjafjarðar (SBE).
Framkvæmdasvið leggur til að leitað verði samstarfs við SBE um skipulags- og byggingarmál. Hafnar verði viðræður um kaup á þessari þjónustu til skemmri tíma með það að markmiði að ganga inn í byggðasamlagið í framhaldinu. Í dag eru verkefni byggingafulltrúa útvistuð til Verkís auk þess hluti skipulagsverkefna er í höndum Form ráðgjafar. Móttaka og meðhöndlun gagna auk samskipta við viðskiptavini er nú sinnt af verkefnastjóra. Þessi verkefni færu þá öll til SBE. Fram koma einnig hugmyndir um hvernig færi með þau verkefni sem eftir standa innan stöðugildis verkefnastjóra á tæknideild /skipulags- og tæknifulltrúa / skipulags- og byggingafulltrúa.