Málsnúmer 202211120Vakta málsnúmer
Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Bjarni Daníel Daníelsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs, og Guðmundur Valur Stefánsson, frá Laxós, kl. 14:30. Guðmundur Valur tók þátt í fundinum í gegnum TEAMS fjarfund.
Á 353. fundi sveitarstjórnar þann 20. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 120. fundi veitu- og hafnaráðs þann 7. desember sl. var eftirfarandi bókað: Fyrir hönd Laxóss ehf óskar Guðmundur Valur Stefánsson eftir því að tekin verði fyrir beiðni sem barst í tölvupósti dags 5. des 2022 um afstöðu Veitu- og Hafnarráðs Dalvíkurbyggðar um mögulegt afhendingarmagn heits vatns til uppbyggingar seiða- og matfiskaeldis á landi á og í nágrenni Árskógssands. Samskonar beiðni var tekin fyrir á 77. fundi Veitu- og hafnaráðs og síðan á 305. fundi Sveitarstjórnar, undir málsnr. 201809022, þar sem Veitu- og hafnaráð lagði til við sveitarstjórn að hún feli Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar að hefja viðræður við Laxós um vatnssölu til fyrirtækisins vegna hugmynda fyrirtækisins um starfrækslu á seiðaeldisstöð á Árskógssandi. Veitu- og hafnaráð samþykkti samhljóða framlagða tillögu. Sveitarstjórn samþykkti síðan samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu veitu- og hafnaráðs.Í ljósi niðurstöðu á álagsprófunum ISOR á jarðhitasvæði Birnunesborga telur veitu- og hafnaráð að frekari langtíma rannsókna þurfi við til að ákvarða um getu jarðhitakerfisins til að afhenda umbeðið magn vatns umfram áfanga 1 og 2. Sviðsstjóra framkvæmdasviðs er falið að ræða niðurstöður rannsókna ISOR við Laxós. Veitu- og hafnaráð samþykkir með fjórum atkvæðum. Silja Pálsdóttir situr hjá.Niðurstaða:Til máls tóku: Helgi Einarsson. Felix Rafn Felixson. Freyr Antonsson, sem leggur fram þá tillögu að sveitarstjórn fresti afgreiðslu á málinu og feli byggðaráði að ræða við forsvarsmenn Laxóss sem fyrst eftir áramót. Fleiri tóku ekki til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu frá Frey Antonssyni."
Til umræðu ofangreint.
Guðmundur Valur vék af fundi kl. 14:59.