Á 354. fundi sveitarstjórnar þann 17. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1054. fundi byggðaráðs þann 12. janúar sl. var eftirfarandi bókað: "Á 1053. fundi byggðaráðs þann 5. janúar sl. var eftirfarandi bókað: "Á 353. fundi sveitarstjórnar þann 20. desember sl. var samþykkt að fela sveitarstjóra að vinna áfram að viljayfirlýsingu á milli Ektabaða ehf. og Dalvíkurbyggðar og halda áfram viðræðum við Ektaböð ehf. Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu málsins, samskiptum við Ektaböð varðandi ofangreint og breytingatillögum frá Ektaböðum á viljayfirlýsingunni.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að vinna áfram að málinu og tekið verði þá tillit til þeirra tillagna sem fram komu á fundi byggðaráðs um viljayfirlýsinguna." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi uppfærð drög að viljayfirlýsingu.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi drög að viljayfirlýsingu og felur sveitarstjóra að undirrita með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar."Niðurstaða:Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi viljayfirlýsingu við Ektaböð ehf."
Á grundvelli ofangreindrar viljayfirlýsingar er búið að ganga frá og undirrita lóðarleigusamninga um tjaldsvæðis-, atvinnu- og ferðaþjónustulóð, landnúmer L235493, og um byggingalóð, landnúmer L235494.
Til umræðu næstu skref.