Umhverfis- og dreifbýlisráð

4. fundur 09. desember 2022 kl. 08:15 - 11:50 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnar Kristinn Guðmundsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson varaformaður
  • Þorvaldur Eyfjörð Kristjánsson aðalmaður
  • Júlía Ósk Júlíusdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Freyr Antonsson varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Eiður Smári Árnason, aðalmaður boðaði forföll og Monika Margrét Stefánsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
Starfsmenn
  • Bjarni Daníel Daníelsson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Bjarni D. Daníelsson Sviðsstjóri framkvæmdasviðs
Dagskrá
Eiður Smári Árnason boðar forföll og kemur Monika Margrét Stefánsdóttir í hans stað.
Júlía Ósk Júlíusdóttir boðar forföll og kemur Freyr Antonsson í hennar stað.

1.Erindisbréf umhverfisráðs og fundartími ráðsins

Málsnúmer 202206096Vakta málsnúmer

Til afgreiðslu erindisbréf Umhverfis- og dreifbýlisráðs.
Umhverfis- og dreifbýlisráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum framlagðar breytingar á erindisbréfi umhverfis- og dreifbýlisráðs.

2.Fjárhagsáætlun 2023; Stekkjarhús - viðhald

Málsnúmer 202206087Vakta málsnúmer

Á 1030. fundi Byggðaráðs var tekið fyrir erindi frá Gangnamannafélagi Sveinsstaðaafréttar, bréf dagsett þann 12. júní 2022 þar sem fram kemur
sú ósk að sveitarfélagið komi áfram að kostnaði við framkvæmdir vegna Stekkjarhúss þar sem gamla húsið þurfi orðið upplyftingu. Kostnaðaráætlun við verkið er kr. 1.037.022.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umhverfisráðs vegna vinnu við
fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun 2024-2026.
Umhverfis- og dreifbýlisráð frestar afgreiðslu erindissins og óskar jafnramt eftir því að forsvarsmenn Gangnamannafélags Sveinsstaðaafréttar komi á fund umhverfis- og dreifbýlisráðs til að gera nánari grein fyrir erindinu.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

3.Refa- og minkaveiðar sveitarfélagsins - Áætlun 2023-2025

Málsnúmer 202209024Vakta málsnúmer

Í erindi frá Umhverfisstofnun er óskað eftir afstöðu sveitarfélagsins til refaveiða.
Umverfis- og dreifbýlisráð felur sviðsstjóra framkvæmdasviðs að svara erindinu.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

4.Haustfundur ALNEY, fundargerð, samstarfssamningur

Málsnúmer 202209104Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Páleyju Borgþórsdóttur, Lögreglustjóra á Norðurlandi eystra, um samstarfssamning um almannavarnir.
Umhverfis- og dreifbýlisráð gerir ekki athugasemdir við framlagðan samstarfssamning um almannavarnir.
samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

5.Fundargerðir HNE 2022

Málsnúmer 202203051Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar fundargerð 226. fundar Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra.
Lagt fram til kynningar.
Gunnar kristinn Guðmundsson vék að fundi undir þessum lið vegna vanhæfis.

6.Tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu Göngustaðavegar nr. 8060-01 af vegaskrá

Málsnúmer 202211149Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Gunnar kristinn Guðmundsson kom aftur inn á fund.

7.Ný gjaldskrá Moltu

Málsnúmer 202212006Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

8.Leigusamningur um land til beitar og slægna

Málsnúmer 202212021Vakta málsnúmer

Tekin fyrir leigusamningur við Arnar Gústafsson um land Selás til beitar og slægna.
Umhverfis- og dreifbýlisráð leggur til við sveitarstjórn að leigusamningur við Arnar Gústafsson verði sagt upp og þar með ekki endurnýjaður um næstu áramót skv. 2. gr. leigusamningsins.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

9.Samningur um tjaldsvæði og baðströnd í Sandvík, Hauganesi

Málsnúmer 202210077Vakta málsnúmer

Framlagt erindi frá Elvari Reykjalín, framkvæmdastjóra Ektabaða ehf. sem barst í tölvupósti þann 30. nóvember 2022 þar sem óskað er eftir að gerður verði samningur á milli Ektabaða ehf. og Dalvíkurbyggðar um fyrirhugaða uppbyggingu Ektabaða ehf. á Hauganesi.
Umhverfis- og dreifbýlisráð felur sviðsstjóra að halda áfram að vinna að mótun samnings við Ektaböð ehf.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

10.Fjárhagsáætlun 2023; snjómokstur og hálkuvarnir - ósk um stuðning

Málsnúmer 202206086Vakta málsnúmer

Á 1030. fundi byggðaráðs var samþykkt að vísa ofangreindu erindi frá stjórn Dalbæjar, sem barst í tölvupósti dags 20 júní 2022 til umhverfisráðs vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun 2024-2026.
Umhverfis- og dreifbýlisráð samþykkir að verða við beiðni Stjórnar Dalbæjar um stuðning Dalvíkurbyggðar í formi umsjónar með snjómokstri og hálkuvörnum án kostnaðarauka fyrir heimilið.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

11.Fjárhagsáætlun 2023; ýmis verkefni

Málsnúmer 202206060Vakta málsnúmer

Á 1030. fundi byggðaráðs var samþykkt að vísa ofangreindu erindi frá Dóróþeu Guðrúnu Reimarsdóttur, sem barst í tölvupósti dags 19 júní 2022 til umhverfisráðs vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun 2024-2026.
Umhverfis- og dreifbýlisráð vísar erindinu til frekari úrvinnslu.
samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

12.Fjárhagsáætlun 2023 - Böggvisbraut 20

Málsnúmer 202206070Vakta málsnúmer

Á 1030. fundi byggðaráðs var samþykkt að vísa ofangreindu erindi frá Guðmundi A. Sigurðssyni, sem var móttekið dags 20 júní 2022 til umhverfisráðs vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun 2024-2026.
Umrædd athugasemd um breytingar á legu vegar á gatnamótum Skógarhóla og Böggvisbrautar til að tryggja umferðaröryggi kallar á breytingar á núgildandi deiliskipulagi. Umhverfis- og dreifbýlisráð vísar erindinu til umfjöllunar í skipulagsráði.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

13.Fjárhagsáætlun 2023; endurnýjun girðingar

Málsnúmer 202206054Vakta málsnúmer

Á 1030. fundi byggðaráðs var samþykkt að vísa ofangreindu erindi frá Berglindi Björk Stefánsdóttur, sem barst í tölvupósti dags 14 júní 2022 til umhverfisráðs vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun 2024-2026.
Umhverfis- og dreifbýlisráð felur sviðsstjóra framkvæmdasviðs að ræða við Berglindi, kostnaðarmeta framkvæmdina, fara yfir leigusamninga að landamerkjum og leggja aftur fyrir fund ráðsins.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

14.Fjárhagsáætlun 2023; Yfirborðsvatn og göngustígur yfir að Brekkuselsvegi

Málsnúmer 202206031Vakta málsnúmer

Á 1030. fundi byggðaráðs var samþykkt að vísa ofangreindu erindi frá Ævari Bóasyni, sem barst í tölvupósti dags 8 júní 2022 til umhverfisráðs vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun 2024-2026.
Umhverfis- og dreibýlisráð leggur til við framkvæmdasvið að horft verði til umræddra erinda í framkvæmdum við gangstéttargerð 2023 og horft til göngustígagerð í fjárhagsáætlun 2024.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 11:50.

Nefndarmenn
  • Gunnar Kristinn Guðmundsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson varaformaður
  • Þorvaldur Eyfjörð Kristjánsson aðalmaður
  • Júlía Ósk Júlíusdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Freyr Antonsson varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Eiður Smári Árnason, aðalmaður boðaði forföll og Monika Margrét Stefánsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
Starfsmenn
  • Bjarni Daníel Daníelsson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Bjarni D. Daníelsson Sviðsstjóri framkvæmdasviðs