Málsnúmer 202211120Vakta málsnúmer
Fyrir hönd Laxóss ehf óskar Guðmundur Valur Stefánsson eftir því að tekin verði fyrir beiðni sem barst í tölvupósti dags 5. des 2022 um afstöðu Veitu- og Hafnarráðs Dalvíkurbyggðar um mögulegt afhendingarmagn heits vatns til uppbyggingar seiða- og matfiskaeldis á landi á og í nágrenni Árskógssands.
Samskonar beiðni var tekin fyrir á 77. fundi Veitu- og hafnaráðs og síðan á 305. fundi Sveitarstjórnar, undir málsnr. 201809022, þar sem Veitu- og hafnaráð lagði til við sveitarstjórn að hún feli Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar að hefja viðræður við Laxós um vatnssölu til fyrirtækisins vegna hugmynda fyrirtækisins um starfrækslu á seiðaeldisstöð á Árskógssandi. Veitu- og hafnaráð samþykkti samhljóða framlagða tillögu. Sveitarstjórn samþykkti síðan samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu veitu- og hafnaráðs.