Byggðaráð

1054. fundur 12. janúar 2023 kl. 13:15 - 16:31 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Felix Rafn Felixson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Ástandsskoðun á Byggðasafninu Hvoli

Málsnúmer 202212140Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður safna, Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Helga Íris Ingólfsdóttir, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar, og Bjarni Daníel Daníelsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs, kl. 13:15.

Á 1053. fundi byggðaráðs þann 5. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur dagsettur þann 30. desember sl. frá EFLU ásamt umbeðinni ástandsskýrslu á húseigninni við Karlsrauðatorg 7 sem hýsir Byggðasafnið Hvol. Tekin til umræðu fundargerð dagsett 5. janúar um ofangreinda skýrslu en fundinn sátu sviðsstjóri framkvæmdasviðs, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar, forstöðumaður safna og sviðsstjóri fræðslu-og menningarsviðs. Bjarni Daníel vék af fundi kl. 16:12.Niðurstaða:Lagt fram til kynningar."

Til umræðu ofangreint.

Björk Hólm, Gísli og Helga Íris viku af fundi kl. 13:59.

a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að unnið sé í samræmi við ofangreinda fundargerð frá 5. janúar sl. hvað varðar eftirfarandi atriði:
-
Rýma fyrstu hæðina og koma munum safnsins í tímabundna varðveislu.
-
Taka gólfefni af fyrstu hæð.
-
Opna þakið og frá sérfræðing til að meta ástandið.

b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að koma með tillögu að vinnuhóp varðandi húsnæðismál stofnana sveitarfélagsins.

2.Meðhöndlun úrgangs frá 1.1.2023

Málsnúmer 202111041Vakta málsnúmer

Á 1051. fundi byggðaráðs þann 8. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Bjarni Daníel Daníelsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs, og Helgi Pálsson, rekstrarstjóri Terru á Norðurlandi, kl. 13:17. Á 1050. fundi byggðaráðs þann 1. nóvember sl. var eftirfarandi bókað: Undir þessum lið kom á fund Bjarni Daníel Daníelsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs, kl. 14:18. Á 352. fundi sveitarstjórnar þann 29. nóvember sl. var samþykkt sú tillaga byggðaráðs að byggðaráð verði stýrihópur sveitarfélagsins hvað varðar meðhöndlun úrgagns ásamt fulltrúum Dalvíkurbyggðar í vinnuhópi með SSNE. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur sviðsstjóra framkvæmdasviðs, dagsettur þann 28. nóvember nk. er varðar fund með Terru og þau atriði sem þarf að ræða: Staða á samstarfi sveitarfélaga á Eyjafjarðasvæðinu í úrgangsmálum.
Hvaða leiðir getum við farið til að uppfylla ákvæði laganna um áramótin?
Samningur þangað til að farið verður í nýtt útboð.?
Hvernig sjáum við verkefnið leyst fram að útboði?
Rúmmálsmæling eða vigt?
Greiðslukerfi?
Kynningamál?
Til umræðu ofangreint. Bjarni Daníel vék af fundi kl. 14:59.Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir fá fulltrúa frá Terru á næsta fund byggðaráðs til að fara yfir ofangreint. Lagt fram til kynningar. Bjarni Daníel og Helgi viku af fundi kl. 14:13.Niðurstaða:Lagt fram til kynningar. Byggðaráð þakkar Helga og Bjarna Daníel fyrir góða yfirferð."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi einnig rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur þann 29. desember sl., varðandi innleiðingu í byrjun árs 2023 á "Borgað þegar hent er", þ.e. rýmisleiðina með álagningakerfi HMS.

Sviðsstjóri framkvæmdasviðs gerði grein fyrir stöðu mála í þessum málaflokki.
Lagt fram til kynningar.

3.Skipulags- og byggingafulltrúamál Sviðsmyndir 2022

Málsnúmer 202210045Vakta málsnúmer

a) Á 1053. fundi byggðaráðs þann 5. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 353. fundi sveitarstjórnar þann 20. desember sl. var samþykkt sú tillaga að byggðaráð taki til umfjöllunar á fyrsta fundi sínum á nýju ári málefni skipulagsfulltrúa og starfi tengt því. Til umræðu ofangreint. Niðurstaða:Byggðaráð felur sviðsstjóra framkvæmdasviðs, í samráði við sveitarstjóra, að vinna áfram að þarfagreiningu verkefna vegna starfs á framkvæmdasviði."

Sviðsstjóri framkvæmdasviðs og sveitarstjóri gerðu grein fyrir vinnu við ofangreint frá síðasta fundi.

Bjarni Daníel vék af fundi kl. 14:52.

b) Með fundarboði byggðaráðs fylgdi drög að samningi um embætti byggingarfulltrúa á milli Skipulags- og byggingarfulltrúi Eyjafjarðar bs. og Dalvíkurbyggðar.
a) Lagt fram til kynningar.
b) Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við framlögð drög að samningi og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

4.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202111033Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

5.Framtíð Gamla skóla

Málsnúmer 202011083Vakta málsnúmer

Á 1031. fundi byggðaráðs þann 6. júlí sl. voru málefni um framtíð Gamla skóla til umfjöllunar og samþykkt að halda íbúafund til að upplýsa um þá ákvörðun sveitarstjórnar að verkefninu um Friðlandsstofu og Gamla skóla verði ekki haldið áfram í núverandi mynd. Á íbúafundi þann 6. desember sl. var kynnti formaður byggðaráðs stöðu verkefnisins og hússins í kjölfar úttektar á ástandi þess og áætlana um framkvæmdakostnað.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn og ríkið sem meðeiganda að Gamli skóli verði seldur með ákveðnum kvöðum.

6.Frá 271. fundi fræðsluráðs Dalvíkurbyggðar þann 29.06.2022; Málstefna Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201802007Vakta málsnúmer

Á 271. fundi fræðsluráðs þann 29. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fór yfir helstu áherslur í Málstefnu Dalvíkurbyggðar.Niðurstaða:Lagt fram til kynningar. Fræðsluráð bendir á að komið er að endurskoðun og felur sviðsstjóra að koma málinu í rétt ferli."

Samkvæmt 130. gr. sveitarstjórnarlaga þá ber sveitarfélögum að setja sér málstefnu:
"Sveitarstjórn mótar sveitarfélaginu málstefnu í samráði við Íslenska málnefnd og eftir atvikum málnefnd um íslenskt táknmál. Þar skal koma fram að öll gögn liggi fyrir á íslensku svo sem kostur er og gerð grein fyrir heimilum undantekningum á þeirri reglu. Þar skulu settar reglur um notkun íslensks táknmáls og íslensks punktaleturs í gögnum og starfsemi sveitarfélagsins. Enn fremur skal koma fram hvaða gögn liggja að jafnaði fyrir í erlendum málbúningi og hvaða tungumál þar er um að ræða. Þá skal þar setja reglur um rétt íbúa af erlendum uppruna til samskipta við stofnanir sveitarfélagsins á annarri tungu en íslensku.
Mál það sem er notað í starfsemi sveitarfélags eða á vegum þess skal vera vandað, einfalt og skýrt."
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum gildandi Málstefnu Dalvíkurbyggðar óbreytta og vísar henni til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

7.Frístund - drög að erindisbréfi

Málsnúmer 202211126Vakta málsnúmer

Á 1051. fundi byggðaráðs þann 8. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, og Friðrik Arnarsson, skólastjóri Dalvíkurskóla, kl. 14:17. Á 1049. fundi byggðaráðs þann 24. nóvember sl. var eftirfarandi bókað: Úr málefna- og samstarfssamningi meirihluta;"Hafið verði samtal um frekari nýtingu félagsmiðstöðvar fyrir fleiri aldurshópa, þar á meðal frístund" . Til umræðu ofangreint.Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir minnisblaði frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og skólastjóra Dalvíkurskóla varðandi hugmyndir um flutning á Frístund úr Dalvíkurskóla yfir í Víkurröst. Byggðaráð óskar eftir að fá viðkomandi stjórnendur á fund byggðaráðs þann 8. desember nk. Með fundarboði fylgdi minnisblað íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og skólastjóra Dalvíkurskóla og Árskógarskóla, dagsett þann 7. desember sl. Lagt er til að stofnaður verði vinnuhópur um málið sem hefur það verkefni að ræða við alla sem koma að þessu verkefni. Gísli, Gísli Rúnar og Friðrik viku af fundi kl. 14:42.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að koma með tillögu að erindisbréfi fyrir vinnuhóp vegna Frístundar."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög sveitarstjóra að erindisbréfi fyrir vinnuhópinn.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að erindisbréfi og vísar því til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

8.Frá Ektaböðum ehf.; Samningur um tjaldsvæði og baðströnd í Sandvík, Hauganesi / drög að viljayfirlýsingu

Málsnúmer 202210077Vakta málsnúmer

Á 1053. fundi byggðaráðs þann 5. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 353. fundi sveitarstjórnar þann 20. desember sl. var samþykkt að fela sveitarstjóra að vinna áfram að viljayfirlýsingu á milli Ektabaða ehf. og Dalvíkurbyggðar og halda áfram viðræðum við Ektaböð ehf. Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu málsins, samskiptum við Ektaböð varðandi ofangreint og breytingatillögum frá Ektaböðum á viljayfirlýsingunni.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að vinna áfram að málinu og tekið verði þá tillit til þeirra tillagna sem fram komu á fundi byggðaráðs um viljayfirlýsinguna."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi uppfærð drög að viljayfirlýsingu.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi drög að viljayfirlýsingu og felur sveitarstjóra að undirrita með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar.

9.Barnaverndarþjónusta frá 1.1.2023; samningagerð

Málsnúmer 202212124Vakta málsnúmer

Á 1053. fundi byggðaráðs þann 5. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi svarbréf frá Mennta- og barnamálaráðuneytinu, dagsett þann 22. desember sl, þar sem fram kemur að umsókn Dalvíkurbyggðar um undanþágu frá skilyrðum um lágmarksíbúafjölda vegna barnaverndarþjónustu á grundvelli 3. mgr. 11. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2022 er samþykkt til eins mánðar þar sem í samningur við önnur sveitarfélög um starfrækslu barnaverndarþjónustu er í bígerð. Sækja þarf um undanþágu að nýju fyrir 20. janúar nk. ef ekki næst að klára fyrrgreindan samning. Sveitarstjóri upplýsti að áfram er unnið að samningsdrögum við Akureyrarbæ og markmiðið að hægt verði að taka þau til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórnar 17. janúar nk.Niðurstaða:Lagt fram til kynningar."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur dagsettur þann 11. janúar sl. frá Velferðarsviði Akureyrarbæjar sem inniheldur drög að samningi um barnaverndarþjónustu Akureyrjarbæjar og Dalvíkurbyggðar ásamt málsmeðferðarreglum og kostnaðarskiptingu sem barst 12. janúar.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að sækja um áframhaldandi undanþágu fyrir 20. janúar til og með 28. febrúar 2023.

10.Fiskidagurinn mikli; samningagerð

Málsnúmer 202104105Vakta málsnúmer

Á 344. fundi sveitarstjórnar þann 26. apríl 2022 var eftirfarandi bókað:
"Á 1023. fundi byggðaráðs þann 29. mars sl. var eftirfarandi bókað: Guðmundur St. Jónsson vék af fundi undir þessum lið kl. 13:16 vegna vanhæfis. Tekinn fyrir rafpóstur frá stjórn Fiskidagsins mikla, dagsettur þann 25. mars sl., þar sem fram kemur að Fiskideginum mikla er frestað í þriðja sinn en blásið til samkomunnar á ný sumarið 2023. Á 337. fundi sveitarstjórnar þann 15. júní 2021 var staðfestur styrktarsamningur við Fiskidaginn mikla fyrir árin 2021 og 2022. Fram kemur í samningnum að laugardaginn 6. ágúst 2022 ætlar Fiskidagsnefnd að halda 20 ára afmælishátíð og Dalvíkurbyggð muni styrkja Fiskidaginn um kr. 5.500.000 á fjárhagsáætlun 2022. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa ofangreindu til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar, Guðmundur St. Jónsson tekur ekki þátt í umfjöllun og afgreiðslu vegna vanhæfis.Niðurstaða:Til máls tóku: Katrín Sigurjónsdóttir, sem leggur til tillögu að afgreiðslu. Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson. Jón Ingi Sveinsson. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að fela sveitarstjóra að leggja fram á næsta fundi viðauka við fjárhagsáætlun vegna niðurfellingar kostnaðar við Fiskidaginn mikla 2022. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að tekið verði upp samtal við stjórn Fiskidagsins um nýjan samning vegna stuðnings við Fiskidaginn Mikla 12. ágúst 2023. "

Sveitarstjóri gerði grein fyrir drögum að nýjum samningi við stjórn Fiskidaginn Mikla.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreind samningsdrög við Fiskidaginn mikla og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

11.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Verkfallslistar 2023 - tillögur að breytingum.

Málsnúmer 202209123Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur þann 27. september sl, þar sem innt er á að samkvæmt 2. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna og 2. gr. í lögum nr. 129/2020 um skrá yfir störf hjá sveitarfélögum sem heimild til verkfalls nær ekki til, skulu sveitarfélög, fyrir 1. febrúar ár hvert, að undangengnu samráði við viðkomandi stéttarfélög opinberra starfsmanna, birta skrár (lista) yfir þá starfsmenn sem ekki hafa verkfalls­heimild.

Sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerðu grein fyrir umfjöllun og tillögum framkvæmastjórnar. Meðfylgjandi fundarboði er gildandi skrá með nokkrum tillögum að breytingum.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að skrá yfir störf hjá Dalvíkurbyggð sem heimild til verkfalls nær ekki til og vísar listanum til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

12.Gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur 2023

Málsnúmer 202208116Vakta málsnúmer

Á 1053. fundi byggðaráðs þann 5. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 353. fundi sveitarstjórnar þann 20. desember sl. var eftirfarandi afgreiðsla sveitarstjórnar við síðari umræðu á gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur:
a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur með breytingatillögu frá fundi byggðaráðs þann 15. desember sl. og óskar eftir staðfestingu ráðuneytisins og að gjaldskráin verði auglýst í Stjórnartíðindum fyrir 1. janúar nk.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Freys Antonssonar um að vísa gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur til gagngerðar endurskoðunar í byggðaráði og veitu- og hafnaráði á nýju ári.


Samkvæmt fyrirliggjandi rafpósti frá Umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytinu þá er óskað eftir nánari skýringum á rökstuðningi á þeim breytingum sem gerðar eru á gjaldskránni. Ekki verður hægt að staðfesta gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur 2023 fyrr en umbeðnar upplýsingar liggja fyrir.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi einnig minnisblað sveitarstjóra um gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vinna í samræmi við minnisblað sveitarstjóra. "

Á fundinum voru gerðar breytingar á gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur fyrir árið 2023.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi breytingatillögur á gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur 2023 og vísar gjaldskránni til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

13.Frá Landsneti ehf.; Dalvíkurlína 2 - lega jarðstrengs

Málsnúmer 202108059Vakta málsnúmer

Á 1053. fundi byggðaráðs Dalvíkurbyggðar þann 5. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 352. fundi sveitarstjórnar þann 29. nóvember sl. var samþykkt sú tillaga byggðaráðs að Dalvíkurbyggð fari í sameiginlegar samningaviðræður við landeigendur með Landsneti varðandi lagningu á Dalvíkurlínu 2.

Tekinn fyrir rafpóstur frá Landsneti, dagsettur þann 3. október sl. og sendur byggingafulltrúa, þar sem meðfylgjandi eru samningsdrög við landeigendur til skoðunar.

Með vísan í ofangreind gögn samþykkir byggðaráð með 3 atkvæðum þau samningsdrög við landeigendur sem liggja fyrir og leggur til þær forsendur sem liggja fyrir varðandi landbætur á hektara verði hafðar til hliðsjónar."

Til umræðu hönnun stígsins sem þarf að setja í ferli.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að fá sama aðila og Hörgárársveit er með hjá Verkís til að sjá um hönnun stígsins fyrir Dalvíkurbyggðar líka.

Fundi slitið - kl. 16:31.

Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Felix Rafn Felixson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs