Á 1028. fundi byggðaráðs þann 16. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið kom á fundinn Bjarni Daníel Daníelsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs, kl. 13:15. Á 1026. fundi byggðaráðs þann 5. maí sl. var eftirfarandi bókað: "Undir þessum lið sat Bjarni Daníel Daníelsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs fundinn. Á 1024. fundi byggðaráðs þann 7. apríl 2022 var m.a. eftirfarandi bókað: "Til umræðu áform um úttekt á Gamla skóla með tilliti til myglu og úrræði sem þyrfti þá mögulega að grípa til, áður en lengra er haldið. Bjarni Daníel vék af fundi kl. 13:35. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra framkvæmdasviðs að vinna áfram að málinu og gera könnun á verði og verkefnatillögum hjá nokkrum aðilum." Bjarni Daníel gerði grein fyrir þeirri könnun sem hann hefur gert á verði og verkefnatillögum. Niðurstaðan var að fá verkfræðistofuna Eflu í úttekt með tilliti til myglu. Efla tók sýni þann 26. apríl sl. sem bíða greiningar og tekur að jafnaði tvær til þrjár vikur að fá niðurstöðu sem verður í formi minnisblaðs frá Eflu. Lagt fram til kynningar." Í skýrslu frá Eflu kemur fram að veruleg viðhaldsþörf er komin á allt mannvirkið. Gangast þarf í gagngerar endurbætur á þökum, gluggum og gólfefnum en einnig er brýnt að hlúa betur að rakaöryggi mannvirkisins með nýrri utanhúsklæðningu. Ástand fráveitu-, neysluvatns, hita- og raflagna var ekki kannað en gera má ráð fyrir að öll þessi kerfi þarfnist endurnýjunar. Engin vélræn loftræsting er í mannvirkinu en mikilvægt er að huga að uppsetningu slíkra kerfa við endurnýjun eldra húsnæðis. Með breyttri starfsemi uppfyllir húsið ekki nútíma kröfur eða reglugerðir til mannvirkja gagnvart heilsu, öryggi og aðgengi. Sterklega er mælt með að húsið verði mikið endurnýjað og þá gefast tækifæri til að endurhanna innra skipulag hússins. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi; Minnisblað/skýrsla frá Eflu, dagsett þann 20. maí 2022, með niðurstöðum úr ástandsskoðun, efnissýnagreiningu og rakamælingum. Kostnaðaráætlun frá AVH, dagsett þann 2. mars 2022 vegna endurbóta á Gamla skóla. Kostnaðaráætlun frá AVH, dagsett þann 8. júní vegna endurbóta á Gamla skóla og að teknu tilliti til skýrslu frá Eflu. Minnisblað frá sviðsstjóra framkvæmdasviðs, dagsett þann 16. júní 2022. Lagt fram til kynningar og vísað til frekari umfjöllunar hjá vinnuhóp um Gamla skóla og Friðlandsstofu -sjá lið 2. hér á eftir, með því markmiði að taka saman kynningarefni fyrir íbúa byggt á fyrirliggjandi gögnum og upplýsingum um verkefnið."
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi skýrsla vinnuhópsins frá fundi 22. júní sl. þar sem farið er yfir hvern þátt í erindisbréfi vinnuhópsins og gert grein fyrir hverju þætti fyrir sig. Vinnuhópurinn metur að upplýsingar í skýrslunni eigi erindi við íbúa með kynningu á stöðu verkefnisins þar sem það hefur verið í ibúasamráði frá byrjun. Vinnuhópurinn vísar ákvarðanatöku um áframhald verkefnisins til byggðaráðs og sveitarstjórnar.