Málsnúmer 201901044Vakta málsnúmer
Helga Íris Ingólfsdóttir, skipulags- og tæknifulltrúi kom inn á fundinn kl. 14:14.
Til kynningar staða á vinnu við deiliskipulag á Hauganesi en umhverfisráð samþykkti á fundi sínum þann 21. júní samhljóða með fimm atkvæðum deiliskipulagið með lítils háttar breytingum og lagði til að deiliskipulagstillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Auglýstur hefur verið kynningar- og umræðufundur meðal íbúa vegna deiliskipulagsins og verður hann haldinn í Árskógi þriðjudaginn 6. júlí nk. kl. 17:00.
Rætt var um deiliskipulagið og minni háttar atriði sem koma þá til umræðu á kynningarfundinum, t.d. mikilvægi þess að gera ráð fyrir flóttaleið frá hafnarsvæðinu með ströndinni að gatnamótum við Nesveg.
Helga Íris vék af fundi kl. 14:54.
Þórunn Andrésdóttir D-lista, sat fundinn í hans stað.
Jón Ingi Sveinsson B-lista, varaformaður stýrði fundinum í forföllum formanns.