Á 334. fundi sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar þann 30. mars sl. var samþykkt að fela sveitarstjóra að kanna mögulegt samstarf við nágrannasveitarfélögin um verkefni byggingarfulltrúa til að uppfylla kröfur laga um mannvirki. Á sama fundi var staðfest ráðning Helgu Írisar Ingólfsdóttur í auglýst starf byggingar- og skipulagsfulltrúa. Fyrir liggur tillaga frá byggðaráði um að starfsheiti starfsmannsins verði skipulags- og tæknifulltrúi.
Sveitarstjóri óskaði eftir viðræðum við Fjallabyggð um möguleika á samstarfi á milli sveitarfélaganna um verkefni byggingarfulltrúa.
Á 691. fundi byggðaráðs Fjallabyggðar þann 13. apríl sl. var ofangreint erindi til umfjöllunar og samþykkti bæjarráð að fela bæjarstjóra að eiga fund með sveitarstjóra Dalvíkurbyggðar um möguleika á samstarfi sem um er rætt.