Byggðaráð

989. fundur 24. júní 2021 kl. 13:00 - 17:30 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson varaformaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson formaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs; Beiðni um viðauka vegna niðurgreiðslu á kennslukostnaði fyrir nemenda utan lögheimilis sveitarfélags.

Málsnúmer 202106055Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 15. júní 2021, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2021 vegna umsóknar um niðurgreiðslu á kennslukostnaði fyrir nemanda utan lögheimilis sveitarfélags fyrir skólaárið 2021/2022. Kostnaður vegna haustannar 2021 kr. 572.681 og vegna vorannar 2022 kr. 572.681. Óskað er eftir viðauka við lið 04530-4380 þannig að hann hækki úr kr. 550.349 í kr. 1.123.030 eða um kr. 572.681.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka, viðauki nr. 15 við fjárhagsáætlun 2021, að upphæð kr. 572.681 á lið 044530-4380 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

2.Mánaðarlegar skýrslur bókhalds 2021 vs. áætlun fyrir fagráð; janúar - maí.

Málsnúmer 202102005Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti stöðu bókhalds fyrir janúar - maí í samanburði við fjárhagsáætlun 2021.

Rekstraryfirlit janúar - maí 2021.
Rekstraryfirlit janúar - maí 2021, sundurliðað á deildir.
Sundurliðunarbók janúar - maí 2021 á lykla.
Stöðugildi janúar - maí, samanburður við heimildir í fjárhagsáætlun.
Launakostnaður janúar - maí í samanburði við heimildir í launa- og fjárhagsáætlun.
Lagt fram til kynningar.

3.Fjárhagsáætlun 2022; Frá Agnesi Önnu Sigurðardóttur; Flotbryggja við höfnina á Árskógssandi

Málsnúmer 202106005Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Agnesi Önnu Sigurðardóttur, dagsett þann 1. júní 2021, þar sem sótt er um að fá flotbryggju við höfnina á Árskógssandi.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til veitu- og hafnaráðs til skoðunar vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2022-2025.

4.Fjárhagsáætlun 2022; Frá Hestamannafélaginu Hringi; styrkur vegna reiðskemmu/reiðhallar.

Málsnúmer 202106114Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Hestamannafélaginu Hring, dagsett þann 21. júní 2021, þar sem óskað er eftir styrk frá Dalvíkurbyggð vegna endurnýjunar á reiðskemmu/reiðhöll félagsins. Horft hefur verið á uppfærslu á núverandi aðstöðu en nú eru hugmyndir um byggingu á nýju húsi.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til íþrótta- og æskulýðsráðs til skoðunar í tengslum við vinnu við fjárhagsáætlun 2022-2025.

5.Fjárhagsáætlun 2022; Frá Golfklúbbnum Hamar; beiðni um fjárfestingastyrki

Málsnúmer 202106117Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Golfklúbbnum Hamar, dagsett þann 19. júní 2021 þar sem fram kemur að Golfklúbburinn Hamar hyggst halda áfram uppbyggingu á svæði sínu inn á Arnarholtsvelli næstu árin og óskar félagið eftir viðbótarstyrkjum frá Dalvíkurbyggð til þeirra verkefna; bygging vélageymslu, framkvæmdir á velli og kaup á slátturróbótum.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til skoðunar í íþrótta- og æskulýðsráði vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2022-2025.

6.Fjárhagsáætlun 2022; Frá Berglindi Björk Stefánsdóttur; Girðing HafnsstaðakotYtra-Holt-endurnýjun

Málsnúmer 202106116Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Berglindi Björk Stefánsdóttur, dagsett þann 21. júní 2021, þar sem óskað er eftir að farið verði í endurnýjun á girðingunni Hrafnsstaðakoti/Ytra-Holt á næsta ári.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til skoðunar í landbúnaðarráði vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2022-2025.

7.Fjárhagsáætlun 2022; Frá Önnu Maríu Bergsdóttur; Lynghólar 14 - snjósöfnun

Málsnúmer 202106101Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Önnu Maríu Bergsdóttur, dagsett þann 18. júní 2021, þar sem óskað er eftir að brugðist verði við snjósöfnun í Lynghólum.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umhverfisráðs til skoðunar vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2022-2025.

8.Starfs- og fjárhagsáætlun 2022 - 2025; frumdrög að fjárhagsramma

Málsnúmer 202105027Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti frumdrög að fjárhagsramma vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2022-2025 og helstu forsendur þar að baki.
Lagt fram til kynningar og áfram verður unnið að fjárhagsramma í samræmi við tímaramma fjárhagsáætlunar.

9.Fundargerðir starfs- og kjaranefndar - 2021 frá 21.05 og 15.06.2021

Málsnúmer 202101031Vakta málsnúmer

Á fundinum voru lagðar fram til kynningar tvær fundargerðir starfs- og kjaranefndar frá maí og júní.
Lagt fram til kynningar.

10.Frá starfsfólki Dalvíkurskóla, skólahald án húsvarðar

Málsnúmer 202106056Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sátu fundinn Dagbjört Sigurpálsdóttir, Þórunn Andrésdóttir, Felix Rafn Felixsson, Sigríður Jódís Gunnarsdóttir sem kjörnir fulltrúar úr sveitarstjórn og fræðsluráði kl. 15:05.

Tekið fyrir erindi frá Kötlu Ketilsdóttur, kennara við Dalvíkurskóla, bréf dagsett þann 11. júní 2021 fyrir hönd 35 annarra starfsmanna, þar sem spurt er út í þarfagreiningu verkefna vegna niðurlagningar á starfi húsvarðar við Dalvikurskóla. Fram kemur að starfsfólk skólans hefur ekki orðið þess vart að sú þarfagreining hafi farið fram. Fram kemur að byggingin hefur drabbast hratt niður og að starfsmenn sjái afleiðingar þess á hverjum degi. Vísað er einnig í erindi starfsmanna skólans frá 7. júní sl. um versnandi skólabrag í Dalvíkurskóla. Fram kemur að starfsfólk Dalvíkurskóla hvetur sveitarstjórn að endurskoða sína fyrri ákvörðun og að ráðið verði í stöðu húsvarðar fyrir skólaárið 2021-2022; því fullreynt sé að hafa skólann án húsvarðar.
Byggðaráð fór yfir fyrirliggjandi þarfagreiningu sem var unnin sl. sumar eftir bréf frá starfsfólki skólans. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að skólastjórnendur kynni þarfagreininguna fyrir öllu starfsfólki skólans strax við upphaf skólaárs í haust þannig að verkefnin fari í þann farveg sem ákveðið var með skipulagsbreytingu á vordögum 2019. Einnig samþykkir byggðaráð að starfslýsingar verði endurskoðaðar, eftir því sem við á, þannig að þær endurspegli niðurstöður þarfagreiningarvinnunnar.

Byggðaráð ítrekar enn að verði það mat skólastjórnenda eftir þessa vinnu að bæta þurfi við allt að 0,5 stöðugildi við stofnunina vegna út af standandi verkefna, þá verði litið til þess með jákvæðum hætti. Um væri þá að ræða verkefni sem falla utan viðhalds.

Byggðaráð samþykkir að fara í vettvangsskoðun um Dalvíkurskóla, ásamt skólastjórnendum og deildarstjóra EF-deildar, til að taka út ásýnd húsnæðisins og ástand búnaðar og undirbúa þannig mat á þörf til búnaðarkaupa á fjárhagsáætlun næstu ára.

11.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202106014Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

12.Frá sveitarstjóra; Ósk um samstarf um verkefni byggingarfulltrúa

Málsnúmer 202104016Vakta málsnúmer

Frestað.

13.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202106124Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

14.Frá sveitarstjóra; Samningur um lóðamál

Málsnúmer 202106066Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri gerði grein fyrir drögum að samningi og samskiptum við Samherja um lóðina sunnan við gamla frystihúsið.
Lagt fram til kynningar.

15.Frá 337. fundi sveitarstjórnar þann 15.06.2021; Karlsrauðatorg 6

Málsnúmer 202106003Vakta málsnúmer

Frestað til næsta fundar.

16.Frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra; Umsókn um tækifærisleyfi, Höfði Svarfaðardal

Málsnúmer 202106057Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, rafpóstur dagsettur þann 11. júní sl., þar sem óskað er umsagnar um tækifærisleyfi vegna viðburðar í Höfða samkomuhúsi 1. júlí nk. Fyrir liggur jákvæð umsögn frá slökkviliðsstjóra Dalvíkurbyggðar, dagsett þann 22. júní sl.
Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við ofangreinda umsókn.

17.Frá Landsneti; Kerfisáætlun 2021-2030 í opið umsagnarferli

Málsnúmer 202106050Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Landsneti ehf., rafpóstur dagsettur þann 10. júní sl., þar sem kynnt er að kerfisáætlun 2021-2030 er nú komin í opið umsagnarferli. Frestur til að skila inn skriflegum umsögnum er til 30. júlí nk.
Lagt fram til kynningar.

18.Frá Landskerfi bókasafna hf; Framhalds aðalfundur 2021 verður 19. maí í Þjóðarbókhlöðu

Málsnúmer 202105069Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Landskerfi bókasafna, dagsett þann 9. júní sl., þar sem boðað er til framhaldsaðalfundar 28. júní nk. kl. 15:00 í gegnum TEAMS. Litið er svo á að umboð sem veitt voru fyrir fundinn 19. maí sl. gildi áfram nema önnur fyrirmæli berist frá hluthafa.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að forstöðumaður safna sæki fundinn fyrir hönd Dalvíkurbyggðar, ef hún hefur tök á.

19.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Fundargerðir stjórnar 2021, nr. 899

Málsnúmer 202102014Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 899 frá 11. júní sl.
Lagt fram til kynningar.

20.Umhverfisráð - 356, frá 21.06.2021.

Málsnúmer 2106010FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 3 liðum.
Liðir 1 og 2 eru sér liðir á dagskrá.
Lögð fram til kynningar.

21.Frá 356. fundi umhverfisráðs þann 21.06.2021; Deiliskipulag Hauganesi

Málsnúmer 201901044Vakta málsnúmer

Á 356. fundi umhverfisráðs þann 21. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Fyrir fundinum lá tillaga að deiliskipulagi fyrir Hauganes sem unnið var af Ágústi Hafsteinssyni. Ráðið fór yfir deiliskipulagstillöguna og lagði til lítilsháttar breytingar. Umhverfisráð samþykkir framlögð drög að deiliskipulagi fyrir Hauganes og leggur til að deiliskipulagstillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Byggðaráð frestar afgreiðslu til næsta fundar.

22.Frá 356. fundi umhverfisráðs þann 21.06.2021; Umsókn um lóð - Gunnarsbraut 8

Málsnúmer 202106086Vakta málsnúmer

Á 356. fundi umhverfisráðs þann 21. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Með erindi dagsettu 18. júní 2021 óskar Gunnlaugur Svansson fyrir hönd GS frakt ehf. eftir lóðinni við Gunnarsbraut 8. Niðurstaða:Umhverfisráð samþykkir að úthluta GS frakt ehf. lóðinni að Gunnarsbraut 8. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. "
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og úthlutun á lóðinni við Gunnarsbraut 8.

Fundi slitið - kl. 17:30.

Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson varaformaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson formaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs