Málsnúmer 202106056Vakta málsnúmer
Undir þessum lið sátu fundinn Dagbjört Sigurpálsdóttir, Þórunn Andrésdóttir, Felix Rafn Felixsson, Sigríður Jódís Gunnarsdóttir sem kjörnir fulltrúar úr sveitarstjórn og fræðsluráði kl. 15:05.
Tekið fyrir erindi frá Kötlu Ketilsdóttur, kennara við Dalvíkurskóla, bréf dagsett þann 11. júní 2021 fyrir hönd 35 annarra starfsmanna, þar sem spurt er út í þarfagreiningu verkefna vegna niðurlagningar á starfi húsvarðar við Dalvikurskóla. Fram kemur að starfsfólk skólans hefur ekki orðið þess vart að sú þarfagreining hafi farið fram. Fram kemur að byggingin hefur drabbast hratt niður og að starfsmenn sjái afleiðingar þess á hverjum degi. Vísað er einnig í erindi starfsmanna skólans frá 7. júní sl. um versnandi skólabrag í Dalvíkurskóla. Fram kemur að starfsfólk Dalvíkurskóla hvetur sveitarstjórn að endurskoða sína fyrri ákvörðun og að ráðið verði í stöðu húsvarðar fyrir skólaárið 2021-2022; því fullreynt sé að hafa skólann án húsvarðar.