Þann 15. janúar 2019 samþykkti sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar að hafin yrði vinna við deiliskipulag Hauganess.
Tekin var saman lýsing á skipulagsverkefninu þar sem fram kom hvaða áherslur sveitarstjórn hefði við deiliskipulagsgerðina auk upplýsinga um forsendur og fyrirliggjandi stefnu og fyrirhugað skipulagsferli, svo sem um kynningu og samráð við skipulagsgerðina gagnvart íbúum og öðrum hagsmunaaðilum.
Kynningarfundur á lýsingunni var haldinn í félagsheimilinu Árskógi 25. febrúar 2019
Lögð var fram af Ágústi Hafsteinssyni arkitekt, tillaga að deiliskipulagi á Hauganesi.
Ágúst vék af fundi kl. 10:30
Umhverfisráð leggur til að hafin verði vinna við deiliskipulagstillögu Hauganess samkvæmt eftirfarandi.
Reitur 752-Ib verði mörk deiliskipulagsins að norðan, reitur 753-Ib deiliskipulagsmörk að sunnan. Austurmörk svæðisins til sjávar og vesturmörk samkvæmt gildandi þéttbýlismörkum aðalskipulags.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.