Umhverfisráð

344. fundur 20. nóvember 2020 kl. 08:15 - 10:45 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Haukur Gunnarsson formaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
  • Eva Björg Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Lilja Bjarnadóttir aðalmaður
  • Helga Íris Ingólfsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá

1.Tillaga að tímabundinni niðurfellingu eða afslætti á gatnagerðargjöldum í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 201701040Vakta málsnúmer

Til umræðu tillaga að framlengingu á heimild í samþykkt um gatnagerðargjöld, ákvæði 1. mgr. 6. gr., að fella niður gatnagerðargjöld af byggingum einstaklinga og fyrirtækja á lóðum við þegar tilbúnar götur.
Umhverfisráð leggur til að framlengja niðurfellingu á gatnagerðargjöldum samkvæmt ákvæði 1. mgr. 6. gr. til einstaklinga og fyrirtækja á lóðum við þegar tilbúnar götur til ársloka 2022.
Ráðið leggur til að farið verði í kynningarátak á þeim lóðum sem eru til úthlutunar á þessum forsendum.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum

2.Fjarskiptamastur við Gunnarsbraut 4, Dalvík

Málsnúmer 202011061Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 30. október 2020 óskar Neyðarlínan eftir leyfi til uppsetningar á 30 metra fjarskiptamastri ásamt tækjahúsi og varaaflsstöðvarhúsi við Gunnarsbraut 4 á Dalvík samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og leggur til að sviðsstjóra sé falið að grenndarkynna verkefnið fyrir eftirfarandi nágrönnum.
Samþykki eigenda Gunnarsbrautar 4
Grenndarkynnt fyrir eftirtöldum aðilum:
Gunnarsbraut 6 og 10
Karlsbraut 2 til 20
Karlsrauðatorg 4 og 6
Ránarbraut 1,2,4A,4B,5,7,9 og 10

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

3.Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 breyting vegna deiliskipulags Birkiflatar í Skíðadal

Málsnúmer 202011089Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi dags. 8.9.2020 frá Eflu verkfræðistofu f.h. landeiganda Birkiflatar í landi Kóngsstaða þar sem sótt er um breytingu á aðalskipulagi þannig að svæði 629-F fyrir frístundabyggð verði stækkað til suðurs og að þar verði heimilt að byggja 8 frístundahús. Lagt er fram breytingablað aðalskipulags dags. 17.11.2020.
Í breytingunni felst einnig leiðrétting á ákvæðum um svæðið til samræmis við önnur svæði fyrir frístundabyggð.

Þar sem breytingin er óveruleg leggur umhverfisráð til að farið verði með hana skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Umhverfisráð leggur til að breytingin verði samþykkt og send Skipulagsstofnun til yfirferðar og staðfestingar. Niðurstaða sveitarstjórnar verði auglýst.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum

4.Deiliskipulag í landi Kóngsstaða, Birkiflöt

Málsnúmer 202007004Vakta málsnúmer

Umhverfisráð heimilaði þann 3. júlí sl. að lögð yrði fram tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðarinnar Birkiflatar í Skíðadal. Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi sem er dagsett 4. nóvember og unnin af EFLU verkfræðistofu.
Umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum

5.Breytingar á gildandi deiliskipulagi Skáldalækjar-Ytri

Málsnúmer 202011086Vakta málsnúmer

Lóðarhafar og landeigandi Skáldalæks sækja um leyfi til þess að fá að leggja fram tillögu að breytingum á núgildandi deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Skáldalæks, svæði 660-F. Meðfylgjandi er tillaga að deiliskipulagsbreytingu í formi deiliskipulagsuppdráttar dags. 14.11.2020 sem unnin er af Ágústi Hafsteinssyni arkitekt og Guðmundi Gunnarssyni ráðgjafa. Auk þess er lagt fram undirritað samþykki allra fjögurra lóðarhafa ásamt landeiganda fyrir breytingunum.

Í deiliskipulagstillögunni er lagt til að eftirfarandi breytingar verði gerðar á núgildandi deiliskipulagi:

1. Hámarks byggingarheimild innan hverrar og einnar lóðanna fjögurra verði aukin úr 60 m² í 110 m².
2. Byggingarreitir allra lóðanna verði stækkaðir.
3. Suðaustur lóðarmörk lóða nr. 1 - 4 verði færð að aðkomuvegi sem lagður var austar en gert var ráð fyrir í gildandi skipulagi og breytir stærð á lóð nr. 4 úr 1883 m² í 2030 m² að teknu tilliti til breytingar á suðvestur mörkum.
4. Norðaustur lóðarmörkum lóðar nr. 3 verði hnikað um 2.2 m til norðausturs og breytist stærð lóðarinnar úr 1226 m² í 1354 m².
Umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði auglýst í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum

6.Deiliskipulag Fólkvangs

Málsnúmer 201402123Vakta málsnúmer

Til umræðu vinnslutillögur deiliskipulags fólkvangsins í Böggvisstaðafjalli. Undir þessum lið kom Lilja Filippusdóttir skipulagsráðgjafi inn á fundinn kl. 09:04 og fór yfir breytingar frá fyrri drögum.
Lilja vék af fundi kl. 09:44
Umhverfisráð felur skipulagsráðgjafa að uppfæra vinnslutillögu í samræmi við umræður á fundinum og leggja fram skipulagstillögu til auglýsingar skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum

7.Deiliskipulag Hauganesi

Málsnúmer 201901044Vakta málsnúmer

Til umræðu áframhaldandi vinna við deiliskipulag á Hauganesi. Undir þessum lið kom inn á fundinn Ágúst Hafsteinsson skipulagsráðgjafi kl. 09:54

Ágúst vék af fundi kl. 10:36
Samþykkt var að fela skipulagshöfundi að halda áfram skipulagsvinnu sem teknar verða fyrir á næsta fundi ráðsins.

Fundi slitið - kl. 10:45.

Nefndarmenn
  • Haukur Gunnarsson formaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
  • Eva Björg Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Lilja Bjarnadóttir aðalmaður
  • Helga Íris Ingólfsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs