Á 809. fundi byggðarráðs var eftirfarandi tillögu vísað til umsagnar umhverfisráðs.
"Í 6. gr. Samþykktar um gatnagerðargjald í þéttbýli sveitarfélagsins Dalvíkurbyggðar segir um sérstaka lækkunarheimild eða niðurfellingu gatnagerðargjalda, sbr. 6. gr. laga nr. 153/2006,
að hana megi viðhafa við: ,,Sérstakar ástæður, t.d. þétting byggðar, atvinnuuppbygging, lítil ásókn í lóðir eða eftirspurn eftir leiguhúsnæði.?
Í samræmi við þetta samþykkir byggðaráð að beita tímabundið ákvæði 6. gr. 1. mgr. að fella niður gatnagerðargjöld af byggingum einstaklinga og fyrirtækja á lóðum við þegar tilbúnar götur.
Þetta ákvæði gildir frá samþykkt þess í sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar og út árið 2020 og miðast þá við að framkvæmdir hefjist innan þessara tímamarka."
afsláttur af gatnagerðargjöldum við þegar byggðar/frágengnar götur tímabundið frá 1. mars 2017 til og með 1. mars 2020.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.