Sveitarstjórn

330. fundur 15. desember 2020 kl. 16:15 - 18:05 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson forseti
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
  • Katrín Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Jón Ingi Sveinsson aðalmaður
  • Þórhalla Karlsdóttir aðalmaður
  • Þórunn Andrésdóttir aðalmaður
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Fundurinn var sendur út í fjarfundi í gegnum TEAMS en var opinn almenningi og sendur út í fundarsal á 3. hæð Ráðhússins fyrir áhugasama.

Engar athugasemdir voru gerðar við fundarboðun.

Um kl. 16:25 varð bilun í búnaði hjá Dalvíkurbyggð þannig að netsamband rofnaði og var gert hlé á fundinum í um 30 mínútur. Ekki var hægt að hafa lengur opna útsendingu í fundarsal á 3. hæð en engir áheyrendur mættu á fundinn.

1.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 967, frá 26.11.2020

Málsnúmer 2011023FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 9 liðum.
Til afgreiðslu:
3. liður c).

Liðir 4 og 5 eru sér liðir á dagskrá.

Enginn tók til mál um fundargerðina.
  • Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti a) stöðumat stjórnenda fyrir tímabilið janúar - september 2020 og b) launayfirlit fyrir tímabilið janúar - október 2020.

    c) Einnig var tekið fyrir minnisblað sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, dagsett þann 26. nóvember 2020, þar sem óskað er eftir heimild til að gera tilfærslur á kaupum og uppfærslum á tölvu- og hugbúnaðarkerfum innan fjárhagsáætlunar deildar 21400.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 967 a) Lagt fram til kynningar.
    b) Lagt fram til kynningar.
    c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að heimila umbeðnar tilfærslur.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs hvað varðar lið 3. c.

2.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 968, frá 03.12.2020

Málsnúmer 2012001FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 9 liðum.
Til afgreiðslu:
1. liður a.2.
1. liður a.3.
Liðir 3 og 4 eru sér liðir á dagskrá.

Enginn tók til máls um fundargerðina.
  • a) Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðstjóri umhverfis- og tæknisviðs, og Steinþór Björnsson, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdardeildar, í gegnum fjarfund TEAMS kl. 13:00.

    a.1 Börkur Þór og Steinþór kynntu tillögur sínar að niðurskurði í fjárhagsáætlun 2021 og þriggja ára áætlun 2022-2024 fyrir umhverfis- og tæknisvið og Eignasjóð.
    a.2. Börkur Þór og Steinþór lögðu fram beiðni um tilfærslur á milli deilda í málaflokki 31 vegna viðhalds Eignasjóðs samkvæmt fjárhags- og viðhaldsáætlunum 2020.
    a.3. Sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs gerði grein fyrir kostnaðaráætlun vegna áfanga 2 hvað varðar götulýsingu og óskar eftir heimild til að ráðstafa svigrúmi í áætlun ársins 2020 vegna endurnýjunar á lýsingu á skólalóðar Dalvíkurskóla og við Íþróttamiðstöð samkvæmt fyrirliggjandi kostnaðaráætlun frá Raftákni, samanber málsnúmer 201909134 frá 327. fundi sveitarstjórnar þann 15. september sl.

    Börkur Þór og Steinþór viku af fundi kl. 14:02.

    b) Tillögur sviðsstjóra vegna breytinga á fjárhagsáætlun á milli umræðna í sveitarstjórn.

    Til umræðu tillögur sviðsstjóra að hagræðingu og niðurskurði í rekstri og fjárfestingum vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2021 og þriggja ára áætlun 2022-2023 að beiðni byggðaráðs.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 968 a.1. Afgreiðslu frestað til næsta fundar byggðaráðs.
    a.2. Byggðráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um tilfærslur á milli deilda í viðhaldsáætlun Eignasjóðs.
    a.3. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um nýtingu fjárheimildar vegna götulýsingar 2020 í endurnýjun á lýsingu á skólalóð Dalvíkurskóla og við Íþróttamiðstöð. Á 327. fundi sveitarstjórnar þann 15. september var eftirfarandi bókað:
    "201909134 - Sveitarstjórn - 327 (15.9.2020) - Framkvæmdir umhverfis- og tæknisviðs 2020
    Til umræðu staða framkvæmda ársins 2020, undir þessum lið kom inn á fundinn Steinþór Björnsson, deildarstjóri eigna- og framkvæmdadeildar kl. 08:15
    Til máls tók:
    Katrín Sigurjónsdóttir, sem leggur fram eftirfarandi tillögu.
    "Sveitarstjórn samþykk tillögu umhverfisráðs, að verði svigrúm innan fjárhagsáætlunar að loknum áfanga eitt á endurnýjun götulýsingar, verði farið í endurnýjun á lýsingu skólalóðar Dalvíkurskóla og lóðar við Íþróttamiðstöðina að því marki sem fjármagn dugar til.
    Sveitarstjórn felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að koma með viðauka við framkvæmdaáætlun með kostnaðarútreikningi þegar ofangreint liggur fyrir."
    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Katrínar."
    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að ofangreindu máli er því lokið án viðauka við framkvæmdaáætlun.
    b) Byggðaráð frestar frekari umfjöllun og afgreiðslu á tillögum til næsta fundar sem er aukafundur mánudaginn 7. desember nk. kl. 16:15.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum lið a.2.; tilfærslur á milli deilda í viðhaldsáætlun Eignasjóðs.
    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum lið a.3.; beiðni um nýtingu fjárheimildar vegna götulýsingar 2020 í endurnýjun á lýsingu á skólalóð Dalvíkurskóla og við Íþróttamiðstöð.

3.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 969, frá 07.12.2020

Málsnúmer 2012003FVakta málsnúmer

Fundargerðin er 1 liður og ekkert þarfnast afgreiðslu.

Enginn tók til máls um fundargerðina.

Fundarhlé var gert kl. 16:25 vegna bilunar í búnaði þannig að netsamband rofnaði.

Lagt fram til kynningar.

4.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 970, frá 10.12.2020

Málsnúmer 2012006FVakta málsnúmer

Fundi haldið áfram kl. 16:55.

Fundargerðin er í 21 lið.
Liðir 4, 5, 6, 7, 9,10, 11, 12, 13 og 14 eru sérliðir á dagskrá.
Annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu.

Til máls tókuum lið 15 á dagskrá um boðun á Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga; Katrín Sigurjónsdóttir, Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, Jón Ingi Sveinsson, Guðmundur St. Jónsson, Þórhalla Karlsdóttir og Dagbjört Sigurpálsdóttir.
Lagt fram til kynningar.

5.Atvinnumála- og kynningarráð - 59, frá 02.12.2020.

Málsnúmer 2011025FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 7 liðum og ekkert þarfnast afgreiðslu.

Enginn tók til mál sum fundargerðina.
Lagt fram til kynningar.

6.Félagsmálaráð - 245, frá 08.12.2020

Málsnúmer 2012004FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 10 liðum.
Liður 4 er sér liður á dagskrá.
Annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu.

Enginn tók til máls um fundargerðina.
Lagt fram til kynningar.

7.Fræðsluráð - 254, frá 09.12.2020

Málsnúmer 2012002FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 9 liðum.
Ekkert þarfnast afgreiðslu.

Enginn tók til máls um fundargerðina.
Lagt fram til kynningar.

8.Íþrótta- og æskulýðsráð - 125, frá 01.12.2020

Málsnúmer 2011024FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 4 liðum.
Til afgreiðslu:
1. liður.
Annað þarfnast ekki afgreiðslu.

Enginn tók til máls um fundargerðina.
  • Lögð fram tillaga til þingsályktunar um mótun heildstæðrar stefnu um afreksfólk í íþróttum.
    Alþingi ályktar að fela mennta- og menningarmálaráðherra að móta heildstæða stefnu um afreksfólk í íþróttum í samvinnu við Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og sveitarfélögin. Stefnan verði tímasett samhliða því að tryggður verði fjárhagslegur stuðningur við afreksfólk. Ráðherra leggi fram á Alþingi tímasetta stefnu um afreksfólk í íþróttum fyrir 1. júní 2021
    Íþrótta- og æskulýðsráð - 125 Íþrótta- og æskulýðsráð gerir ekki athugsemdir við þingsályktunina og fagnar því að stefnt skuli að því að gera heildstæða stefnu um afreksfólk í íþróttum. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn tekur undir ofangreinda bókun íþrótta- og æskulýðsráðs.

9.Umhverfisráð - 345, frá 04.12.2020

Málsnúmer 2011026FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 11 liðum.
Liðir 8 og 11 eru sér liður á dagskrá.
Annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu.

Enginn tók til máls um fundargerðina.
Lagt fram til kynningar.

10.Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 100, frá 02.12.2020

Málsnúmer 2011019FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 8 liðum.
Til afgreiðslu:
2. liður.
5. liður.
Annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu.

Enginn tók til máls um fundargerðina.
  • Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið kynnir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á hafnalögum, nr. 61/2003. Frumvarpið hefur að geyma ákvæði um eldisgjald og rafræna vöktun í höfnum. Þá er það jafnframt til innleiðingar á ákvæðum EES-gerðar um þjónustu í höfnum og gagnsæi í fjármálum hafna.
    Umsagnarfrestur er liðinn (10.11.2020-23.11.2020).

    Fyrir fundinum liggur umsögn Hafnasambands Íslands um drög að frumvarpi til breytinga á hafnalögum 2020. Sviðsstjóri hefur merkt sérstaklega í framangreindri umsögn það sem gæti snert starfsemi Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar.
    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 100 Veitu- og hafnaráð samþykkir með samhljóða fimm atkvæðum að gera fyrirliggjandi umsögn Hafnasambands Íslands að sinni umsögn því mörg atriði sem upp eru talin þar skipta verulegu máli í starfsemi Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn tekur undir ofangreinda umsögn veitu- og hafnaráðs.
  • Fyrir fundinum liggur útreikningur á jöfnun húshitunarkostnaðar fyrir árið 2020. Í honum er tekið tillit til breytinga á gjaldskrám veitufyrirtækja og er gjaldið nú 241,20 kr/m3 húss.
    Heildarkostnaður Hitaveitu Dalvíkur er því um kr. 2.602.933,-.

    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 100 Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum framlagðan útreikning á jöfnun húshitunarkostnaðar og lista yfir þá sem fá greiðslu vegna hans.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu veitu- og hafnaráðs hvað varðar styrki á móti jöfnun húshitunarkostnaðar.

11.Frá 967. fundi byggðaráðs þann 26.11.2020; Frá umhverfis- og tæknisviði; Beiðni um viðauka vegna launa vinnuskóla

Málsnúmer 202011101Vakta málsnúmer

Á 967. fundi byggðaráðs þann 26.11.2020 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs, dagsett þann 18. nóvember 2020, þar sem óskað er eftir launaviðauka vegna tilflutnings á áætlun á milli deilda 11410 og 06270 samkvæmt meðfylgjandi skjali með útreikningum þar sem áætlun fór á aðra deild en launin bókast á. Um er að ræða launaviðauka sem samþykktur var fyrr á árinu vegna átaksstarfa.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 38 við fjárhagsáætlun 2020 að upphæð kr. 8.636.114 af deild 11410 og yfir á deild 06270. Þar sem um sömu fjárhæð er að ræða á milli deilda þá þarf ekki að bregðast sérstaklega við þessum viðauka."
Engin tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 38 við fjárhagsáætlun 2020 að upphæð kr. 8.636.114 sem er flutt af deild 11410 vegna launa og yfir á deild 06270. Ekki þarf að bregðast sérstaklega við þessum viðauka þar sem um flutning á milli málaflokka og deilda er um að ræða. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða að vísa viðaukanum til heildarviðauka IV við fjárhagsáætlun 2020.

12.Frá 968. fundi byggðaráðs þann 03.12.2020; Frá fjármála- og stjórnsýslusviði; Viðauki vegna framlaga frá Jöfnunarsjóði 2020 - hækkun

Málsnúmer 202012006Vakta málsnúmer

Á 968. fundi byggðaráðs þann 3. desember 2020 var eftirfarandi bókað:
"Formaður byggðaráðs datt tímabundið út af fjarfundi 15:37 og tók því ekki þátt í umfjöllun og afgreiðslu. Varaformaður tók við fundarstjórn. Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2020 vegna deildar 00100 að upphæð kr. -48.195.305 vegna hækkana á framlögum úr Jöfnunarsjóði samkvæmt áætlun sjóðsins.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka, nr. 39 við fjárhagsáætlun 2020, við deild 00100 að upphæð kr. -48.195.305. Áætluð framlög verða því samtals kr. -568.773.487 í stað kr. -520.578.182. Byggðaráð samþykkir jafnframt að viðaukanum verði mætt með hækkun á handbæru fé."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 39 við fjárhagsáætlun 2020 við deild 00100, tekjur að upphæð kr. -48.195.305 vegna aukinna framlaga úr Jöfnunarsjóði. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða að viðaukanum verði mætt með hækkun á handbæru fé og vísar honum til heildarviðauka IV við fjárhagsáætlun 2020.

13.Frá 970. fundi byggðaráðs þann 10.12.2020; Frá veitu- og hafnasviði; Beiðni um viðauka vegna tengigjalda Vatnsveitu og Hitaveitu

Málsnúmer 202012036Vakta málsnúmer

Á 970. fundi byggðaráðs þann 10. desember 2020 var eftirfarandi bókað:
"Tekin fyrir beiðni um viðauka frá sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs. Óskað eftir viðauka til hækkunar á tekjum Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar að fjárhæð kr. 26.401.227,- og til hækkunar á tekjum Hitaveitu Dalvíkur um kr. 9.316.883.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um hækkum á tekjum að upphæð kr. 35.718.110 vegna tengigjalda sem tekjur til lækkunar á framkvæmdum á deildum 44200 og 48200 , viðauki nr. 40 við fjárhagsáætlun 2020, og er honum mætt með hækkun á handbæru fé. Byggðaráð samþykkir jafnframt að vísa viðaukanum til heildarviðauka IV við fjárhagsáætlun 2020 og til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 40 við fjárhagsáætlun 2020 , tekjur að upphæð kr. -35.718.110 vegna tengigjalda þannig að annars vegar færist kr. -26.401.227 til tekna á framkvæmdir Vatnsveitu og hins vegar til tekna kr. -9.316.883 á framkvæmdir Hitaveitu Dalvíkur. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða að viðaukanum verði mætt með hækkun á handbæru fé og vísar honum til heildarviðauka IV við fjárhagsáætlun 2020.

14.Frá 970. fundi byggðaráðs þann 10.12.2020; Frá fjármála- og stjórnsýslusviði; Fjárhagsáætlun 2020; heildarlaunaviðauki v. kjarasamninga

Málsnúmer 202012034Vakta málsnúmer

Á 970. fundi byggðaráðs þann 10. desember 2020 var eftirfarandi bókað:
"Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir heildarviðauka vegna launa 2020 vegna nýrra kjarasamninga á árinu. Breyting á launaáætlun ársins 2020 er kr. 104.550.067 þar af var áætlað upp í hækkanir launaskrið kr. 61.140.437. Breytingin er því kr. 43.409.630 sem vantar upp á til að bregðast við breytingum og hækkunum á launum samkvæmt kjarasamningum. 51,54% af upphæðinni er vegna fræðslumála- og uppeldismála.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindan launaviðauka við fjárhagsáætlun 2020 að upphæð kr. 43.409.630, viðauki nr. 41, og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa launaviðaukanum til heildarviðauka IV við fjárhagsáætlun 2020 og til sveitarstjórnar til umfjöllunar og afgreiðslu."
Til máls tóku:
Katrín Sigurjónsdóttir
Þórhalla Karlsdóttir
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson


Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 41 við fjárhagsáætlun 2020, launaviðauka að upphæð kr. 43.409.630. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða að viðaukanum sé mætt með lækkun á handbæru fé og vísar honum til heildarviðauka IV við fjárhagsáætlun 2020.

15.Frá Skíðafélagi Dalvíkur; Ósk uk viðbótarstyrk vegna bilunar á skíðalyftu

Málsnúmer 202012042Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Skíðafélagi Dalvíkur, rafpóstur dagsettur þann 10. desember 2020 þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 1.200.000 vegna bilunar á skíðalyftu félagsins. Upphæðin yrði notuð til að kaupa varahluti í lyftuna. Um er að ræða neðri lyftuna og er hún ónothæf þar til verðgerð hefur farið fram á drifmótor. Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi einnig minnisblað frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs og íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, dagsett þann 11. desember 2020, þar sem þeir leggja til svið sveitarstjórn að sveitarfélagið verði við ósk Skíðafélags Dalvíkur. Vinna við verkið verði unnin í sjálfboðavinnu samkvæmt bréfi frá félaginu.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum styrk til Skíðafélags Dalvíkur að upphæð allt að kr. 1.200.000 vegna bilunar í skíðalyftu á móti reikningum til kaupa á varahlutum. Styrkurinn bókist á deild 06800.

16.Frá 970. fundi byggðaráðs þann 10.12.2020; Fjárhagsáætlun 2020; heildarviðauki IV.

Málsnúmer 202012032Vakta málsnúmer

Á 970. fundi byggðaráðs þann 10. desember 2020 var eftirfarandi bókað:
"Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti helstu niðurstöður samkvæmt heildarviðauka IV við fjárhagsáætlun 2020. Í búið er að bæta við inn í heildarviðaukann þeim einstaka viðaukum sem samþykktir hafa verið frá því að heildarviðauki III var gerður: Mál 202011101, viðauki vegna millifærslu á launaáætlun af deild 11410 og yfir á deild 06270. Mál 202012006, viðauki vegna hækkunar á framlögum úr Jöfnunarsjóði. Mál 202012036; viðauki vegna heimtaugargjalda. Mál 202012034; Viðauki vegna heildarlaunaviðauka skv. kjarasamningum. Breyting á lífeyrisskuldbindingu vegna greiðslu til Brúar að upphæð kr. 8.051.000. Einnig eru ýmsar afleiddar breytingar í fjárhagsáætlunarlíkani, s.s. vegna fjármunatekna - og fjármagnsgjalda, afskrifta.
Byggðaráð samþykkir heildarviðauka IV við fjárhagsáætlun 2020 með 3 atkvæðum eins og hann liggur fyrir með ofangreindum áorðnum breytingum og vísar honum til sveitarstjórnar til umfjöllunar og afgreiðslu."

Til máls tóku:
Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri, sem gerði grein fyrir helstu niðurstöðum.
Rekstrarniðurstaða A-hluta; kr. -50.650.000 neikvæð.
Rekstrarniðurstaða Samstæðu A- og B- hluta, kr. -17.639.000 neikvæð.
Fjárfestingar Samstæðu A- og B- hluta kr. 312.123.000 og sala eigna kr. 53.209.000.
Lántaka Samstæðu A- og B-hluta kr. 205.000.000.
Afborganir langtímalána Samstæðu A- og B- hluta kr. 115.224.000.
Veltufé frá rekstri Samstæðu A- og B- hluta kr. 175.872.000.


Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda heildarviðauka IV við fjárhagsáætlun 2020 eins og hann liggur fyrir með áorðnum og öllum afleiddum breytingum, s.s. lífeyrisskuldbindingum, vöxtum og afskriftum.

17.Frá 967. fundi byggðaráðs þann 26.11.2020; Frá fræðslu- og menningarsviði; Niðurfelling á gjöldum á fræðslusviði vegna COVID - 19

Málsnúmer 202011124Vakta málsnúmer

Á 967. fundi byggðaráðs þann 26. nóvember 2020 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir minnisblað frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 23. nóvember 2020, er varðar niðurfellingu á gjöldum vegna lokunar á stofnunum sem heyra undir sviðið á Covid19 tímum og er eftirfarandi lagt til: a) Vegna lokunar á Krílakoti í sex daga vegna sóttkvíar verði gjöld felld niður, alls kr. 850.000 vegna leikskólagjalda og fæðis. b) Vegna lokunar í sundlaug og heilsurækt þá verði lengt í tímabilskortum sem lokun varir í sundlaug og heilsurækt eins og gert var í vor.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu. b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og a) vegna lokunar á Krílakoti í 6 daga vegna sóttkvíar verði gjöld felld niður alls áætlað kr. 850.000 vegna leikskólagjalda og fæðis og b) vegna lokunar í Sundlaug og heilsurækt þá verði lengt í timabilskortum sem lokun varir í Sundlaug og heilsurækt eins og gert var í vor.

18.Nýtt hlutverk fyrir Gamla skóla; styrkur frá Samgöngu - og sveitarstjórnarráðuneytinu til SSNE v. Friðlandsstofu.

Málsnúmer 202011083Vakta málsnúmer

Á 966. fundi byggðaráðs þann 19. nóvember 2020 var eftirfarandi bókað:
"Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið auglýsti nú í nóvember eftir umsóknum um framlög til sértækra verkefna sóknaráætlanasvæða, flokkur C.01 í stefnumótandi byggðaáætlun 2018-2024. Stjórn SSNE velur þau verkefni sem sótt er um fyrir Norðurland eystra og á fundi sínum þann 11. nóvember sl. valdi stjórnin verkefni Dalvíkurbyggðar, Friðlandsstofa - Anddyri Friðlands Svarfdæla í Dalvíkurbyggð, sem eitt af umsóknum frá landshlutanum. Friðlandsstofa er verkefni sem sveitarstjórn hefur unnið að í nokkurn tíma og er sprottið af því að finna nýtt hlutverk fyrir Gamla skóla. Með fundarboði byggðaráðs fylgdu lokagögn sem fylgdu umsókninni til Ráðuneytisins þann 16. nóvember sl. á lokadegi umsóknarfrests.
Lagt fram til kynningar."

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi afrit af bréfi Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins til umsækjenda um styrk á grundvelli aðgerðar C.1. í stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2018-2020, dagsett þann 9. desember 2020. Fram kemur að verkefnið Friðlandssstofa - anddyri Friðlands Svarfdæla í Dalvíkurbyggð fá alls 35 m.kr. styrk sem skiptist niður á árin 2021-2023.

Til máls tók Katrín Sigurjónsdóttir sem leggur til að stofnaður verði 3ja mannaða vinnuhópur og að eftirtaldir skipi vinnuhópinn. Hlutverk og verkefni vinnuhópsins verði samkvæmt erindisbréfi:
Katrín Sigurjónsdóttir frá B
Rúna Kristín Sigurðardóttir frá D
Kristján E Hjartarson frá J
Ekki komu fram aðrar tillögur og eru því ofangreind réttkjörin í vinnuhópinn.

19.Starfs- og fjárhagsáætlun 2021 og 3ja ára áætlun 2022-2024. Síðari umræða.

Málsnúmer 202005082Vakta málsnúmer

Á 329. fundi sveitarstjórnar þann 24. nóvember 2020 var frumvarp að fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2021 og þriggja ára áætlun 2022-2024 tekin til fyrri umræðu og samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum að vísa áætluninni til byggðaráðs á milli umræðna.

Til máls tóku:
Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri, sem gerði grein fyrir breytingum á milli umræðna og helstu niðurstöðum.

Helstu niðurstöður 2021:
Rekstrarniðurstaða A-hluta, kr. - 56.424.000 neikvæð.
Rektsrarniðurstaða Samstæðu A- og B- hluta, kr. - 50.881.000 neikvæð.
Fjárfestingar Samstæðu A- og B- hluta, kr. 142.959.500
Lántaka Samstæðu A- og B- hluta, kr. 60.000.000.
Veltufé frá rekstri Samstæðu A- og B- hluta, kr. 195.126.000.

Helstu niðurstöður 2022:
Rekstrarniðurstaða A-hluta, kr. -48.492.000 neikvæð.
Rektsrarniðurstaða Samstæðu A- og B- hluta, kr. -38.308.000 neikvæð.
Fjárfestingar Samstæðu A- og B- hluta, kr. 189.040.000.
Lántaka Samstæðu A- og B- hluta, kr. 110.000.000.
Veltufé frá rekstri Samstæðu A- og B- hluta, kr. 195.126.000.


Helstu niðurstöður 2023:
Rekstrarniðurstaða A-hluta, kr. -59.618.000 neikvæð.
Rektsrarniðurstaða Samstæðu A- og B- hluta, kr. -44.802.000 neikvæð.
Fjárfestingar Samstæðu A- og B- hluta, kr. 372.000.000.
Lántaka Samstæðu A- og B- hluta, kr. 280.000.000.
Veltufé frá rekstri Samstæðu A- og B- hluta, kr. 213.963.000.

Helstu niðurstöður 2024:
Rekstrarniðurstaða A-hluta, kr. -69.707.000 neikvæð.
Rektsrarniðurstaða Samstæðu A- og B- hluta, kr. -57.403.000 neikvæð.
Fjárfestingar Samstæðu A- og B- hluta, kr. 346.950.000.
Lántaka Samstæðu A- og B- hluta, kr. 255.000.000.
Veltufé frá rekstri Samstæðu A- og B- hluta, kr. 217.303.000.

Einnig tók til máls: Guðmundur St. Jónsson.


Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2021 og þriggja ára áætlun 2022-2024.

Sveitarstjórn tekur undir þakkir sveitarstjóra til sviðsstjóra, stjórnenda og starfsmanna.

20.Frá 970. fundi byggðaráðs þann 10.12.20
2020; Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga; beiðni um útkomuspá 2020

Málsnúmer 202010043Vakta málsnúmer

Á 970. fundi byggðaráðs þann 10. desember 2020 þá var eftirfarandi bókað:
"Með rafpósti þann 9. október sl. óskaði Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið eftir upplýsingum um til hvaða fjárhagslega aðgerða sveitarstjórn hyggst grípa eða hefur gripið til vegna Covid-19 ástandsins. Á 960. fundi byggðaráðs fól ráðið sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að taka saman minnisblað um ofangreint og leggja fyrir byggðaráð. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að svarbréfi til ráðuneytisins.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að svarbréfi og vísar því til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn."

Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu og meðfylgjandi tillögu að svarbréfi.

21.Frá 970. fundi byggðaráðs þann 10.12.2020; Afsláttur fasteignaskatts 2021 til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega

Málsnúmer 202012039Vakta málsnúmer

"Á 970. fundi byggðaráðs Dalvíkurbyggðar þann 10. desember 2020 var eftirfarandi bókað:
Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að reglum um afslátt fasteignaskatts til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega fyrir árið 2021. Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fram lagðar reglur um afslátt fasteignaskatts til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega fyrir árið 2021 og vísar þeim til afgreiðslu í sveitarstjórn."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og meðfylgjandi tillögur að reglum um afslátt fasteignaskatts til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega fyrir árið 2021.

22.Frá 970. fundi byggðaráðs þann 10.12.2020; Reglur um styrk á móti fasteignaskatti til félaga og félagasamtaka

Málsnúmer 202012035Vakta málsnúmer

Á 970. fundi byggðaráðs þann 10. desember 2020 var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að reglum um styrk á móti fasteignaskatti til félaga og félagasamtaka fyrir árið 2021. Um er að ræða óbreyttar reglur frá fyrra ári. Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir reglurnar samhljóða með 3 atkvæðum og vísar þeim til afgreiðslu í sveitarstjórn."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og meðfylgjandi tillögu að reglum um styrk á móti fasteignaskatti til félaga og félagasamtaka fyrir árið 2021.

23.Frá 970. fundi byggðaráðs þann 10.12.2020; Tillaga að tímabundinni niðurfellingu eða afslætti á gatnagerðargjöldum í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 201701040Vakta málsnúmer

Á 970. fundi byggðaráðs þann 10. desember 2020 var eftirfarandi bókað:
T"il umfjöllunar reglur Dalvíkurbyggðar um tímabundna niðurfellingu gatnagerðargjalda en málinu var vísað til byggðaráðs frá sveitarstjórn til nánari útfærslu. Með fundarboði fylgdu uppfærð drög að reglum frá sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs. Upplýst var á fundinum að sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs er búinn að rýna drögin á milli funda.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum reglur um tímabundna niðurfellingu gatnagerðargjalda með áorðnum breytingum sem gerðar voru á fundinum og vísar þeim til afgreiðslu í sveitarstjórn."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og meðfylgjandi tillögu að reglum um tímabundna niðurfellingu gatnagerðargjalda.

24.Frá 245. fundi félagsmálaráðs þann 08.12.2020; íþrótta- og tómstundastyrkir til barna á lágtekjuheimilum - reglur.

Málsnúmer 202009035Vakta málsnúmer

Á 245. fundi félagsmálaráðs þann 8. desember 2020 var eftirfarandi bókað:
"Tekin fyrir drög að reglum Dalvíkurbyggðar um úthlutun á íþrótta- og tómstundastyrk vegna barna á tekjulágum heimilum skólaárið 2020-2021
Félagsmálaráð samþykkir reglur Dalvíkurbyggðar til úthlutunar á íþrótta- og tómstundastyrk vegna barna á tekjulágum heimilum fyrir skólaárið 2020-2021."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu félagsmálaráðs og tillögu að reglum Dalvíkurbyggðar til úthlutunar á íþrótta- og tómstundastyrk vegna barna á tekjulágum heimilum fyrir skólaárið 2020-2021.

25.Fundargerðir starfs -og kjaranefndar frá 2020; Stytting vinnuvikunnar.

Málsnúmer 202003008Vakta málsnúmer

Á 970. fundi byggðaráðs þann 10. desember 2020 var til umfjöllunar fundargerð starfs- og kjaranefndar frá 17. nóvember s.l. og hún lögð fram til kynningar.
Fram kemur í fundargerðinni undir 1. lið að farið var stuttlega yfir stöðumála hvað varðar styttingu vinnuvikunnar og á stjórnendafundi var rætt um að taka 13 mínútna styttingu á allar deildir í byrjun. Ítrekun var send frá launafulltrúa til stjórnenda með ósk um að fá til baka fyrir næsta fund starfs- og kjaranefndar ný samkomulög, eða fyrir 15. desember.
Til máls tók:
Katrín Sigurjónsdóttir, sem gerði grein fyrir fundi starfs- og kjaranefndar frá 15. desember, fyrirliggjandi samkomulögum, túlkun á sölu á kaffi- og matartímum og skilgreiningu á neysluhléum.

Lagt fram til kynningar.

26.Frá 970. fundi byggðaráðs þann 10.12.
2020; Framtíðarfyrirkomulag brunavarna - beiðni um viðræður

Málsnúmer 202009112Vakta málsnúmer

Á 970. fundi byggðaráðs þann 10. desember 2020 var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið kom á fundinn Vilhelm Hallgrímsson, slökkviliðsstjóri kl. 15:10. Lögð fram greining HLH ráðgjafar varðandi úttekt á hagkvæmni sameiningar brunamála í Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð. Skýrslan var kynnt sveitar-/bæjarstjórnum sveitarfélaganna fimmtudaginn 3. desember og forsvarsmönnum slökkviliðanna föstudaginn 4. desember sl. Vilhelm vék af fundi kl. 16:03.
Lagt fram til kynningar og vísað áfram til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.

Til máls tóku:
Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri, sem gerði grein fyrir meðfylgjandi minnisblaði til sveitarstjórnar varðandi ofangreint.
Einnig tóku til máls Þórhalla Karlsdóttir, Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, Guðmundur St. Jónsson, Jón Ingi Sveinsson.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að fela byggðaráði að óska eftir fundi með bæjarráði Fjallabyggðar þar sem farið verði yfir þær ábendingar og athugasemdir sem komið hafa fram eftir kynningarfundi á úttektarskýrslu HLH ráðgjafar um framtíð brunamála sveitarfélaganna.

27.Frá 968. fundi byggðaráðs þann 03.12.2020; Húsnæðisáætlun - vinnuhópur- erindisbréf

Málsnúmer 202012002Vakta málsnúmer

Á 968. fundi byggðaráðs þann 3. desember 2020 var eftirfarandi bókað:
"Formaður byggðaráðs kom aftur inn á fundinn undir þessum lið kl. 15:40 og tók við fundarstjórn að nýju. Tekin fyrir drög að erindisbréfi fyrir vinnuhóp vegna árlegrar endurskoðunar á Húsnæðisáætlun Dalvíkurbyggðar en sveitarstjóri leggur til að settur verði á laggirnar 3ja manna vinnuhópur vegna þessa verkefnis.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi drög að erindisbréfi og að vinnuhópinn skipi sveitarstjóri, sviðsstjóri félagsmálasviðs og sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og meðfylgjandi tillögu að erindisbréfi og tillögu að skipun í vinnuhópinn.

28.Frá 345. fundi umhverfisráðs frá 04.12.2020; Tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu Syðra-Hvarfsvegar nr. 8072 af vegaskrá

Málsnúmer 202011098Vakta málsnúmer

Á 345. fundi umhverfisráðs þann 4. desember 2020 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir bréf frá Vegagerðinni sem barst þann 18. nóvember sl., tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu Syðra-Hvarfsvegar nr. 8072-01 af vegaskrá.
Umhverfisráði mótmælir að Syðra-Hvarfsvegur nr. 8072-01 verði tekin af vegaskrá. Með því að taka veginn af skrá er hoggið að jaðarbyggðum í sveitarfélaginu sem er andstætt vilja sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum bókun umhverfisráðs og mótmælir að Syðra-Hvarfsvegur nr. 8072-01 verði tekin af vegaskrá. Með því að taka veginn af skrá er hoggið að jaðarbyggðum í sveitarfélaginu.

29.Frá 345. fundi umhverfisráðs þann 04.12.2020; Umsókn um svæði til aksturs vélsleða

Málsnúmer 202011187Vakta málsnúmer

Á 345. fundi umhverfisráðs þann 4. desember 2020 var eftirfarandi bókað:
"Á 329. fundi sveitarstjórnar var ákveðið að vísa umsókn um skautasvell og æfingarsvæði fyrir vélsleða aftur til umhverfisráðs þar sem margvíslegar breytingar hafa orðið á umsókninni frá fyrri afgreiðslu ráðsins
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og leggur til að umbeðið leyfi verði veitt til reynslu í eitt ár. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Til máls tóku:
Guðmundur St. Jónsson.
Katrín Sigurjónsdóttir.
Dagbjört Sigurpálsdóttir.
Jón Ingi Sveinsson.
Þórhalla Karlsdóttir.
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs um að umbeðið leyfi á grundvelli umsóknar um skautasvell og æfingarsvæði fyrir vélsleða verði veitt til reynslu í eitt ár. Umsækjandi er Akstursíþróttafélagið Miðgarður.

30.Frá Valdemar Þór Viðarssyni; Ósk um lausn starfa sem kjörinn fulltrúi

Málsnúmer 202012007Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Valdemar Þór Viðarssyni, rafpóstur dagsettur þann 24. nóvember 2020, þar sem Valdemar óskar lausnar allra starfa sem kjörinn fulltrúi í Dalvíkurbyggð frá og með 1. janúar n.k. vegna flutnings úr sveitarfélaginu.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að veita Valdemar Þór Viðarssyni lausn frá störfum sem kjörinn fulltrúi og þakkar honum fyrir störf í þágu sveitarfélagsins.

31.Frá Birtu Dís Jónsdóttur; Ósk um lausn frá störfum í nefndum

Málsnúmer 202012043Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Birtu Dís Jónsdóttur, rafpóstar dagsettir þann 10. desember 2020, þar sem hún óskar eftir lausn frá störfum sem varamaður í menningarráði og sem varamaður í umhverfisráðis vegna flutninga úr sveitarfélaginu.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að veita Birtu Dís Jónsdóttur lausn frá störfum sem varamaður úr menningarráði og umhverfisráði og þakkar henni fyrir störf í þágu sveitarfélagsins.

32.Kosning i nefndir og ráð skv. Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 202012044Vakta málsnúmer

Til máls tók:
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson sem leggur fram eftirfarandi tillögur um kjör í nefndir og ráð í stað Valdemars Þór Viðarssonar og Birtu Dísar Jónsdóttur:

1. varamaður í sveitarstjórn í stað Valdemars Þórs Viðarssonar; Sigríður Jódís Gunnarsdóttir og Haukur Gunnarsson sem 2. varamaður í sveitarstjórn.
Varaformaður menningarráðs í stað Valdemars Þórs Viðarssonar; Júlíus Magnússon.
Aðalmaður í stjórn Dalbæjar í stað Valdemars Þór Viðarssonar; Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson og Þórunn Andrésdóttir sem varamaður í stað Gunnþórs.
Varamaður í fulltrúaráði Eignahaldsfélagsins Brunabótafélags Íslands í stað Valdemars Þórs Viðarssonar; Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson
Varamaður á aðalfund SSNE í stað Valdemars Þórs Viðarssonar; Þórunn Andrésdóttir.
Varamaður í menningarráði í stað Birtu Dísar Jónsdóttur; Rúna Kristín Sigurðardóttir.
Varamaður í umhverfisráði í stað Birtu Dísar Jónsdóttur; Sigríður Jódís Gunnarsdóttir.


Ekki komu fram aðrar tillögur og eru því ofangreind réttkjörin.

33.Fundargerðir stjórnar Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses 2020; fundrgerð 57.

Málsnúmer 202007043Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses, fundargerð nr. 57 frá 8. desember s.l.
Lagt fram til kynningar.

34.Fundargerðir stjórnar Dalbæjar 2020; fundargerð frá 17.09.2020

Málsnúmer 202002049Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórn Dalbæjar frá 17. september 2020.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:05.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson forseti
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
  • Katrín Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Jón Ingi Sveinsson aðalmaður
  • Þórhalla Karlsdóttir aðalmaður
  • Þórunn Andrésdóttir aðalmaður
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs