Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 100, frá 02.12.2020

Málsnúmer 2011019F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 330. fundur - 15.12.2020

Fundargerðin er í 8 liðum.
Til afgreiðslu:
2. liður.
5. liður.
Annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu.

Enginn tók til máls um fundargerðina.
  • Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið kynnir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á hafnalögum, nr. 61/2003. Frumvarpið hefur að geyma ákvæði um eldisgjald og rafræna vöktun í höfnum. Þá er það jafnframt til innleiðingar á ákvæðum EES-gerðar um þjónustu í höfnum og gagnsæi í fjármálum hafna.
    Umsagnarfrestur er liðinn (10.11.2020-23.11.2020).

    Fyrir fundinum liggur umsögn Hafnasambands Íslands um drög að frumvarpi til breytinga á hafnalögum 2020. Sviðsstjóri hefur merkt sérstaklega í framangreindri umsögn það sem gæti snert starfsemi Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar.
    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 100 Veitu- og hafnaráð samþykkir með samhljóða fimm atkvæðum að gera fyrirliggjandi umsögn Hafnasambands Íslands að sinni umsögn því mörg atriði sem upp eru talin þar skipta verulegu máli í starfsemi Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn tekur undir ofangreinda umsögn veitu- og hafnaráðs.
  • Fyrir fundinum liggur útreikningur á jöfnun húshitunarkostnaðar fyrir árið 2020. Í honum er tekið tillit til breytinga á gjaldskrám veitufyrirtækja og er gjaldið nú 241,20 kr/m3 húss.
    Heildarkostnaður Hitaveitu Dalvíkur er því um kr. 2.602.933,-.

    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 100 Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum framlagðan útreikning á jöfnun húshitunarkostnaðar og lista yfir þá sem fá greiðslu vegna hans.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu veitu- og hafnaráðs hvað varðar styrki á móti jöfnun húshitunarkostnaðar.