Frá fræðslu- og menningarsviði; Niðurfelling á gjöldum á fræðslusviði vegna COVID - 19

Málsnúmer 202011124

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 967. fundur - 26.11.2020

Tekið fyrir minnisblað frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 23. nóvember 2020, er varðar niðurfellingu á gjöldum vegna lokunar á stofnunum sem heyra undir sviðið á Covid19 tímum og er eftirfarandi lagt til:
a) Vegna lokunar á Krílakoti í sex daga vegna sóttkvíar verði gjöld felld niður, alls kr. 850.000 vegna leikskólagjalda og fæðis.
b) Vegna lokunar í sundlaug og heilsurækt þá verði lengt í tímabilskortum sem lokun varir í sundlaug og heilsurækt eins og gert var í vor.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu.

Sveitarstjórn - 330. fundur - 15.12.2020

Á 967. fundi byggðaráðs þann 26. nóvember 2020 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir minnisblað frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 23. nóvember 2020, er varðar niðurfellingu á gjöldum vegna lokunar á stofnunum sem heyra undir sviðið á Covid19 tímum og er eftirfarandi lagt til: a) Vegna lokunar á Krílakoti í sex daga vegna sóttkvíar verði gjöld felld niður, alls kr. 850.000 vegna leikskólagjalda og fæðis. b) Vegna lokunar í sundlaug og heilsurækt þá verði lengt í tímabilskortum sem lokun varir í sundlaug og heilsurækt eins og gert var í vor.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu. b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og a) vegna lokunar á Krílakoti í 6 daga vegna sóttkvíar verði gjöld felld niður alls áætlað kr. 850.000 vegna leikskólagjalda og fæðis og b) vegna lokunar í Sundlaug og heilsurækt þá verði lengt í timabilskortum sem lokun varir í Sundlaug og heilsurækt eins og gert var í vor.