Byggðaráð

967. fundur 26. nóvember 2020 kl. 13:00 - 15:56 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Frá Umhverfis- og tæknisviði; Kynning á viðhaldkerfi Eignasjóðs

Málsnúmer 202011090Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs í gegnum fjarfund TEAMS Einar Ísfeld Steinarsson, starfsmaður tímabundið á umhverfis- og tæknisviði, Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs og Steinþór Björnsson, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdardeildar kl. 13:00.

Einar Ísfeld hefur unnið að innleiðingu og skráningu inn í viðhaldsforrit fyrir Eignasjóð Dalvíkurbyggðar og kynnti það á fundinum. Einnig var kortavefur sveitarfélagsins og viðbætur við hann kynntur.

Einar, Börkur Þór og Steinþór viku af fundi kl. 13:54.
Lagt fram til kynningar.
Byggðaráð lýsir yfir ánægju sinni með að verkefnið sé komið á þennan stað.

2.Starfs- og fjárhagsáætlun 2021 og 3ja ára áætlun 2022-2024; á milli umræðna í sveitarstjórn.

Málsnúmer 202005082Vakta málsnúmer

Á 329. fundi sveitarstjórnar þann 24. nóvember sl. var frumvarp að fjárhagsáætlun 2021 og þriggja ára áætlun 2022-2024 tekin til fyrri umræðu í sveitarstjórn og samþykkt samhljóða að vísa henni til byggðaráðs á milli umræðna.
Byggðaráð felur sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að fylgja eftir þeim hugmyndum sem ræddar voru á fundinum, til úrvinnslu á milli funda, með það að markmiði að minnka fjárfestingar, lántökur og útgjöld.

3.Stöðumat janúar - september 2020

Málsnúmer 202011082Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti a) stöðumat stjórnenda fyrir tímabilið janúar - september 2020 og b) launayfirlit fyrir tímabilið janúar - október 2020.

c) Einnig var tekið fyrir minnisblað sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, dagsett þann 26. nóvember 2020, þar sem óskað er eftir heimild til að gera tilfærslur á kaupum og uppfærslum á tölvu- og hugbúnaðarkerfum innan fjárhagsáætlunar deildar 21400.
a) Lagt fram til kynningar.
b) Lagt fram til kynningar.
c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að heimila umbeðnar tilfærslur.

4.Frá umhverfis- og tæknisviði; Beiðni um viðauka vegna launa vinnuskóla

Málsnúmer 202011101Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs, dagsett þann 18. nóvember 2020, þar sem óskað er eftir launaviðauka vegna tilflutnings á áætlun á milli deilda 11410 og 06270 samkvæmt meðfylgjandi skjali með útreikningum þar sem áætlun fór á aðra deild en launin bókast á. Um er að ræða launaviðauka sem samþykktur var fyrr á árinu vegna átaksstarfa.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 38 við fjárhagsáætlun 2020 að upphæð kr. 8.636.114 af deild 11410 og yfir á deild 06270. Þar sem um sömu fjárhæð er að ræða á milli deilda þá þarf ekki að bregðast sérstaklega við þessum viðauka.

5.Frá fræðslu- og menningarsviði; Niðurfelling á gjöldum á fræðslusviði vegna COVID - 19

Málsnúmer 202011124Vakta málsnúmer

Tekið fyrir minnisblað frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 23. nóvember 2020, er varðar niðurfellingu á gjöldum vegna lokunar á stofnunum sem heyra undir sviðið á Covid19 tímum og er eftirfarandi lagt til:
a) Vegna lokunar á Krílakoti í sex daga vegna sóttkvíar verði gjöld felld niður, alls kr. 850.000 vegna leikskólagjalda og fæðis.
b) Vegna lokunar í sundlaug og heilsurækt þá verði lengt í tímabilskortum sem lokun varir í sundlaug og heilsurækt eins og gert var í vor.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu.

6.Frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga; Ársskýrsla Jöfnunarsjóðsins 2019

Málsnúmer 202011105Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar ársskýrsla Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2019, samanber rafpóstur frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu dagsettur þann 18. nóvember 2020.
Lagt fram til kynningar.

7.Frá nefndasviði Alþingis; Til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um skráningu einstaklinga, nr. 140/2019 (sveitarfélag fyrsta lögheimilis), 82. mál.

Málsnúmer 202011114Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 19. nóvember 2020, þar sem Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um skráningu einstaklinga, nr. 140/2019 (sveitarfélag fyrsta lögheimilis), 82. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 3. desember nk.
Lagt fram til kynningar.

8.Fundargerðir Almannavarnarnefndar Nl. eystra 2018-2022

Málsnúmer 201811066Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð Haustfundar Almannavarnarnefndar Norðurlands eystra sem var haldinn í fjarfundi þann 12.nóvember 2020.
Lagt fram til kynningar.

9.Aukaþing SSNE 11. desember 2020

Málsnúmer 202011094Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar þingboðun frá SSNE vegna rafræns aukaþings samtakanna 11. desember 2020, sbr. 9. gr.
samþykkta SSNE og ákvörðun á ársþingi í október.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:56.

Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs