Á 330. fundi sveitarstjórnar þann 15. desember 2020 samþykkti sveitarstjórn samhljóða með 7 atkvæðum að fela byggðaráði að óska eftir fundi með bæjarráði Fjallabyggðar þar sem farið verði yfir þær ábendingar og athugasemdir sem komið hafa fram eftir kynningarfundi á úttektarskýrslu HLH ráðgjafar um framtíð brunamála sveitarfélaganna.
Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs í gegnum fjarfund TEAMS bæjarráð Fjallabyggðar; Nanna Árnadóttir, Helga Helgadóttir, Jón Valgeir Baldursson og bæjarstjóri Fjallabyggðar, Elías Pétursson kl. 15:00.
Á fundi bæjarstjórnar Fjallabyggðar þann 15. desember 2020 var eftirfarandi bókað:
Bæjarstjórn samþykkir að tilnefna bæjarstjóra og Tómas Atla Einarsson í formlegan viðræðuhóp sveitarfélaganna sem mun fara yfir málið og leggja tillögu um niðurstöðu fyrir bæjarstjórn. Lögð er á það rík áhersla að formlegar viðræður verði til þess að svara spurningum sem uppi eru og undirbyggja með faglegum hætti ákvörðun bæjarstjórnar um framtíðarfyrirkomulag brunavarna. Fundargerðir viðræðuhóps skulu lagðar fyrir bæjarstjórn.
Til umræðu ofangreint.
Nanna, Helga, Jón Valgeir og Elías viku af fundi kl. 15:39.