Málsnúmer 201707019Vakta málsnúmer
Á 954. fundi byggðaráðs var til umfjöllunar kaupsamningur / afsal um jörðina Selá frá Ríkiseignum og um þau atriði sem út af standa enn. Byggðaráð fól sveitarstjóra að svara fjármála- og efnahagsráðuneytinu í samræmi við minnisblað sveitarstjóra.
Sveitarsjóri gerði grein fyrir svarbréfi fjármála- og efnahagsráðuneytisins, dagsett þann 17. september 2020, við erindi Dalvíkurbyggðar frá 15. september s.l. þar sem sveitarfélagið fer fram á að ákvæði sem undanskilur auðlindir við sölu landsins verði fellt úr fyrirliggjandi samningsdrögum. Fram kemur í svarbréfi ráðuneytisins að ekki verði fallist á að undanskilja auðlindir, t.d. vatnsréttindi, jarhitaréttindi og jarðefni, sölu jarðarinnar né að gefið verði frekar eftir hvað varðar endanlegt kaupverð landsins.
Sveitarstjóri gerði grein fyrir samskiptum við ráðuneyti og ráðherra í framhaldi af ofangreindu svarbréfi ráðuneytisins.
Sveitarstjóri vék af fundi undir þessum lið til annarra starfa kl. 15:05.