Byggðaráð

970. fundur 10. desember 2020 kl. 13:00 - 17:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202011103Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

2.Staða innheimtumála

Málsnúmer 202011104Vakta málsnúmer

Frestað.

3.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202012020Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

4.Beiðni um viðauka vegna tengigjalda Vatnsveitu og Hitaveitu

Málsnúmer 202012036Vakta málsnúmer

Tekin fyrir beiðni um viðauka frá sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs. Óskað eftir viðauka til hækkunar á tekjum Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar að fjárhæð kr. 26.401.227,- og til hækkunar á tekjum Hitaveitu Dalvíkur um kr. 9.316.883.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um hækkum á tekjum að upphæð kr. 35.718.110 vegna tengigjalda sem tekjur til lækkunar á framkvæmdum á deildum 44200 og 48200 , viðauki nr. 40 við fjárhagsáætlun 2020, og er honum mætt með hækkun á handbæru fé. Byggðaráð samþykkir jafnframt að vísa viðaukanum til heildarviðauka IV við fjárhagsáætlun 2020 og til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.

5.Fjárhagsáætlun 2020; heildarlaunaviðauki v. kjarasamninga

Málsnúmer 202012034Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir heildarviðauka vegna launa 2020 vegna nýrra kjarasamninga á árinu. Breyting á launaáætlun ársins 2020 er kr. 104.550.067 þar af var áætlað upp í hækkanir launaskrið kr. 61.140.437. Breytingin er því kr. 43.409.630 sem vantar upp á til að bregðast við breytingum og hækkunum á launum samkvæmt kjarasamningum. 51,54% af upphæðinni er vegna fræðslumála- og uppeldismála.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindan launaviðauka við fjárhagsáætlun 2020 að upphæð kr. 43.409.630, viðauki nr. 41, og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa launaviðaukanum til heildarviðauka IV við fjárhagsáætlun 2020 og til sveitarstjórnar til umfjöllunar og afgreiðslu.

6.Fjárhagsáætlun 2020; heildarviðauki IV

Málsnúmer 202012032Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti helstu niðurstöður samkvæmt heildarviðauka IV við fjárhagsáætlun 2020.

Í búið er að bæta við inn í heildarviðaukann þeim einstaka viðaukum sem samþykktir hafa verið frá því að heildarviðauki III var gerður:
Mál 202011101, viðauki vegna millifærslu á launaáætlun af deild 11410 og yfir á deild 06270.
Mál 202012006, viðauki vegna hækkunar á framlögum úr Jöfnunarsjóði.
Mál 202012036; viðauki vegna heimtaugargjalda.
Mál 202012034; Viðauki vegna heildarlaunaviðauka skv. kjarasamningum.

Breyting á lífeyrisskuldbindingu vegna greiðslu til Brúar að upphæð kr. 8.051.000.

Einnig eru ýmsar afleiddar breytingar í fjárhagsáætlunarlíkani, s.s. vegna fjármunatekna - og fjármagnsgjalda, afskrifta.
Byggðaráð samþykkir heildarviðauka IV við fjárhagsáætlun 2020 með 3 atkvæðum eins og hann liggur fyrir með ofangreindum áorðnum breytingum og vísar honum til sveitarstjórnar til umfjöllunar og afgreiðslu.

7.Starfs- og fjárhagsáætlun 2021 og 3ja ára áætlun 2022-2024

Málsnúmer 202005082Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri vék af fundi undir þessum lið kl. 14:30 til annarra verkefna.

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusvið kynnti breytingar sem gerðar hafa verið á fjárhagsáætlun 2021 og þriggja ára áætlun 2022-2024 á milli umræðna og helstu niðurstöður samkvæmt meðfylgjandi gögnum úr fjárhagsáætlunarlíkani.

Á 245. fundi félagsmálaráðs þann 8. desember s.l. var eftirfarandi bókað:
"Lagðar voru fram til kynningar hagræðingartillögur sviðsstjóra félagsmálasviðs vegna fjárhagsársins 2021
Félagsmálaráð hefur skilning á því að það þurfi að koma til niðurskurðar í fjármálum sveitarfélagsins en lýsir áhyggjum sínum yfir niðurskurðartillögum félagsmálasviðs og óskar eftir því að ekki þurfi að koma til niðurskurðar í liðum 1,3 og 4 í tillögum félagsmálastjóra. Félagsmálaráð vísar erindinu til byggðarráðs."

Með fundarboði fylgdu einnig eftirfarandi vinnugögn:
Uppfærður búnaðarlisti.
Uppfært yfirlit yfir fjárfestingar og framkvæmdir 2021-2024.
Yfirlit yfir breytingar á launaáætlun milli umræðna.
Yfirlit yfir fjölda stöðugilda 2021 og breytingar frá árinu 2020.
Samantekt sem sýnir þróun launakostnaðar 2019-2021.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa fjárhagsáætlun 2021 og þriggja ára áætlun 2022-2024 til síðari umræðu í sveitarstjórn með áorðnum breytingum á lántökum sem gerðar voru á fundinum.
b) Með vísan í ofangreinda bókun félagsmálaráðs þá getur byggðaráð þvi miður ekki orðið við endurskoðun á fyrri niðurstöðum um hagræðingu og niðurskurð í rekstri. Fyrirhuguð er heildarskoðun á rekstri sveitarfélagsins þar sem ljóst er að þörf er á að rýna í starfssemi sveitarfélagsins heilt yfir miðað við niðurstöður úr áætlunum.

8.Spennistöð á Norðurgarði, leigusamningur

Málsnúmer 202009011Vakta málsnúmer

Lagður fram leigusamningur vegna hluta húsnæðis sem er staðsett í austurhluta masturshúss 3 sem er á Norðurgarði Dalvíkurhafnar. Leigusamningurinn er við Rarik um spennistöðvarrými fyrir hafnarrafmagn við Dalvíkurhöfn. Hafnasjóður Dalvíkurbyggðar óskaði eftir stækkun á spenni vegna þeirra breytinga sem gerðar hafa verið á möguleikum Hafnasjóða að standa við kröfur um orkuskipti í höfnum.

Umræddur leigusamningur er hefðbundið form sem Rarik hefur notað vegna húsnæðis fyrir spenna sem fyrirtækið hefur leigt af viðskiptavinum sínum.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta umfjöllun og afgreiðslu og óskar eftir nánari upplýsingum frá sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs um samninginn.

9.Framtíðarfyrirkomulag brunavarna - beiðni um viðræður

Málsnúmer 202009112Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fundinn Vilhelm Hallgrímsson, slökkviliðsstjóri kl. 15:10.

Lögð fram greining HLH ráðgjafar varðandi úttekt á hagkvæmni sameiningar brunamála í Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð. Skýrslan var kynnt sveitar-/bæjarstjórnum sveitarfélaganna fimmtudaginn 3. desember og forsvarsmönnum slökkviliðanna föstudaginn 4. desember sl.


Vilhelm vék af fundi kl. 16:03.
Lagt fram til kynningar og vísað áfram til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.

10.Fundargerðir starfs -og kjaranefndar frá 2020

Málsnúmer 202003008Vakta málsnúmer

Til kynningar fundargerð starfs- og kjaranefndar frá 8. desember 2020.
Lagt fram til kynningar.

11.Tillaga að tímabundinni niðurfellingu eða afslætti á gatnagerðargjöldum í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 201701040Vakta málsnúmer

Til umfjöllunar reglur Dalvíkurbyggðar um tímabundna niðurfellingu gatnagerðargjalda en málinu var vísað til byggðaráðs frá sveitarstjórn til nánari útfærslu.

Með fundarboði fylgdu uppfærð drög að reglum frá sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs. Upplýst var á fundinum að sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs er búinn að rýna drögin á milli funda.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum reglur um tímabundna niðurfellingu gatnagerðargjalda með áorðnum breytingum sem gerðar voru á fundinum og vísar þeim til afgreiðslu í sveitarstjórn.

12.Reglur um styrk á móti fasteignaskatti til félaga og félagasamtaka

Málsnúmer 202012035Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að reglum um styrk á móti fasteignaskatti til félaga og félagasamtaka fyrir árið 2021.
Um er að ræða óbreyttar reglur frá fyrra ári.
Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir reglurnar samhljóða með 3 atkvæðum og vísar þeim til afgreiðslu í sveitarstjórn.

13.Afsláttur fasteignaskatts 2021 til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega

Málsnúmer 202012039Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að reglum um afslátt fasteignaskatts til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega fyrir árið 2021.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fram lagðar reglur um afslátt fasteignaskatts til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega fyrir árið 2021 og vísar þeim til afgreiðslu í sveitarstjórn.

14.Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga; beiðni um útkomuspá 2020

Málsnúmer 202010043Vakta málsnúmer

Með rafpósti þann 9. október sl. óskaði Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið eftir upplýsingum um til hvaða fjárhagslega aðgerða sveitarstjórn hyggst grípa eða hefur gripið til vegna Covid-19 ástandsins.

Á 960. fundi byggðaráðs fól ráðið sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að taka saman minnisblað um ofangreint og leggja fyrir byggðaráð.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að svarbréfi til ráðuneytisins.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að svarbréfi og vísar því til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.

15.Boðun XXXV. landsþings sambandsins

Málsnúmer 202001074Vakta málsnúmer

Boðað er til XXXV. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga verður haldið föstudaginn 18. desember nk. Þingið er rafrænt og hefst kl. 10.
Meginumræðuefni landsþingsins verða efling sveitarstjórnarstigsins og fjármálaleg samskipti ríkis og sveitarfélaga á tímum Covid-19.

Með fundarboði til byggðaráðs fylgdi einnig tillaga til landsþings, borin upp af fulltrúum 20 sveitarfélaga, sem hafnar lögfestingu íbúalágmarks og ítrekar að sjálfsstjórnarrétt sveitarfélaga og lýðræðislegan rétt íbúa sveitarfélaga ber að virða, óháð stærð þeirra.
Lagt fram til kynningar.

16.Þjóðgarður á miðhálendi

Málsnúmer 202012004Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar bókun sveitarstjórnar Bláskógarbyggðar vegna stofnunar þjóðgarðs á miðhálendinu sem var send í rafpósti 1. desember 2020.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar leggst alfarið gegn stofnun þjóðgarðs á hálendinu. Sveitarstjórn skorar á önnur sveitarfélög í landinu að gera slíkt hið sama og sýna þannig samstöðu í að standa vörð um sveitarstjórnastigið og lýðræðislegan rétt íbúa til að hafa áhrif á og koma að ákvörðunum er varða sitt nærumhverfi.
Lagt fram til kynningar.

17.Taka manntals og húsnæðistals 1. janúar 2021.

Málsnúmer 202012012Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Hagstofu Íslands dagsett 27. nóvember 2020, beiðni um upplýsingar vegna manntals og húsnæðistals en nánari upplýsingar verða sendar út til sveitarfélaga í byrjun janúar 2021.
Lagt fram til kynningar.

18.Áskorun á Reykjavíkurborg

Málsnúmer 202011172Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sveitarfélaginu Skagafirði, rafpóstur dagsettur þann 26.11.2020, þar sem upplýst er um bókun sveitarfélagsins frá fundi byggðaráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar frá 24.11.2020.

"Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar harmar þá stöðu sem upp er komin í málefnum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Reykjavíkurborg virðist ætla að halda til streitu kröfu á hendur Jöfnunarsjóði upp á um 8,7 milljarða króna fyrir meint vangoldin framlög úr sjóðnum. Þessari kröfu hefur þegar verið hafnað af hálfu ríkisins.
Ljóst er hins vegar að muni krafan ná fram að ganga þá eru það sveitarfélögin í landinu, í gegnum Jöfnunarsjóð, sem á endanum munu greiða kröfuna í formi skertra framlaga til þeirra eins og fyrri kröfur sem lent hafa á sjóðnum. Með því er ljóst að fjárhagsleg framtíð sveitarfélaga í landinu er í uppnámi sem og framtíð þess jöfnunarkerfis sem hingað til hefur verið sátt um á meðal sveitarfélaga landsins. Mörg sveitarfélög treysta að miklu leyti á framlög Jöfnunarsjóðs til að sinna þeim fjölmörgu verkefnum sem þeim eru falin og því ljóst að skerðing á framlögum til þeirra í gegn um jöfnunarkerfið mun gera mörgum sveitarfélögum ókleift að sinna þessum verkefnum. Það mun leiða til þess að þjónusta við íbúana mun skerðast verulega frá því sem nú er.
Flest sveitarfélög landsins takast nú á við mjög erfiða fjárhagsstöðu á árinu 2020 og jafnframt er flestum þeirra mikil áskorun að ná endum saman við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2021. Nái krafa höfuðborgar Íslands, sem byggð hefur verið upp af hálfu ríkisins og skattborgara landsins alls sem miðstöð stjórnsýslu, menningar, íþrótta og lista, fram að ganga er ljóst að rekstur sveitarfélaga landsins er í uppnámi um komandi framtíð.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar skorar á Reykjavíkurborg að draga kröfu sína til baka og leita annarra leiða gagnvart ríkisvaldinu til að ná fram þeirri leiðréttingu sem borgin telur sig eiga rétt á en í gegnum jöfnunarsjóð sveitarfélaga og þar með gagnvart sveitarfélögunum í landinu, með ófyrirséðum afleiðingum fyrir sveitarfélögin og íbúa þeirra. Byggðarráð skorar jafnframt á önnur sveitarfélög landsins að taka undir bókunina og gera að sinni."

Lagt fram til kynningar

19.Til umsagnar frumvarp til laga um fæðingar- og foreldraorlof, 323. mál.

Málsnúmer 202011168Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis dagsettur 25. nóvember þar sem Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um fæðingar- og foreldraorlof, 323.mál.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 6. desember nk.
Lagt fram til kynningar.

20.Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um um bætta stjórnsýslu í umgengnismálum, 104. mál.

Málsnúmer 202011170Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis dagsettur 25. nóvember þar sem Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um um bætta stjórnsýslu í umgengnismálum, 104. mál.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 9. desember nk.
Lagt fram til kynningar.

21.Fréttabréf SSNE

Málsnúmer 202004030Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdi til kynningar fréttabréf SSNE frá nóvember 2020.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:00.

Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs