Fjárhagsáætlun 2020; heildarlaunaviðauki v. kjarasamninga

Málsnúmer 202012034

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 970. fundur - 10.12.2020

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir heildarviðauka vegna launa 2020 vegna nýrra kjarasamninga á árinu. Breyting á launaáætlun ársins 2020 er kr. 104.550.067 þar af var áætlað upp í hækkanir launaskrið kr. 61.140.437. Breytingin er því kr. 43.409.630 sem vantar upp á til að bregðast við breytingum og hækkunum á launum samkvæmt kjarasamningum. 51,54% af upphæðinni er vegna fræðslumála- og uppeldismála.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindan launaviðauka við fjárhagsáætlun 2020 að upphæð kr. 43.409.630, viðauki nr. 41, og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa launaviðaukanum til heildarviðauka IV við fjárhagsáætlun 2020 og til sveitarstjórnar til umfjöllunar og afgreiðslu.

Sveitarstjórn - 330. fundur - 15.12.2020

Á 970. fundi byggðaráðs þann 10. desember 2020 var eftirfarandi bókað:
"Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir heildarviðauka vegna launa 2020 vegna nýrra kjarasamninga á árinu. Breyting á launaáætlun ársins 2020 er kr. 104.550.067 þar af var áætlað upp í hækkanir launaskrið kr. 61.140.437. Breytingin er því kr. 43.409.630 sem vantar upp á til að bregðast við breytingum og hækkunum á launum samkvæmt kjarasamningum. 51,54% af upphæðinni er vegna fræðslumála- og uppeldismála.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindan launaviðauka við fjárhagsáætlun 2020 að upphæð kr. 43.409.630, viðauki nr. 41, og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa launaviðaukanum til heildarviðauka IV við fjárhagsáætlun 2020 og til sveitarstjórnar til umfjöllunar og afgreiðslu."
Til máls tóku:
Katrín Sigurjónsdóttir
Þórhalla Karlsdóttir
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson


Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 41 við fjárhagsáætlun 2020, launaviðauka að upphæð kr. 43.409.630. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða að viðaukanum sé mætt með lækkun á handbæru fé og vísar honum til heildarviðauka IV við fjárhagsáætlun 2020.