Málsnúmer 201701040Vakta málsnúmer
Á 336. fundi sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar var samþykkt að tillögu byggðaráðs að breyta reglum Dalvíkurbyggðar um tímabundna niðurfellingu eða afslætti á gatnagerðargjöldum. Breytingin felst í því að skýringum er bætt við 2. og 3. gr. reglnanna þar sem fram kemur að niðurfelling gatnagerðargjalda taki ekki til lóða sem auglýstar eru á gildistíma reglnanna ef þær eru ekki við þegar tilbúnar götur m.v. gildistöku reglnanna. Ef sveitarfélagið þarf að leggja í kostnað við gerð nýrra gatna, nýrra svæða og/eða nýs skipulags þá gilda þessar reglur ekki um þær lóðir.