Á 1000. fundi byggðaráðs þann 14. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 338. fundi sveitarstjórnar þann 21. september sl. var eftirfarandi bókað; "Á 361. fundi umhverfisráðs þann 3. september 2021 var eftirfarandi bókað: "Umhverfisráð fór yfir stöðu verkefna sumarsins með deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar. Ráðið leggur til að vegna fyrirhugaðrar framkvæmdar við sjóvörn við Framnes og Sæból og þeirra þungaflutninga sem þeim fylgja, verði yfirlögn frestað til næsta árs. Umhverfisráð leggur til að þeir fjármunir verði fluttir á verkefni E2118 - Opið svæði í Hringtúni. Framkvæmdum við skjólbelti meðfram Hauganesvegi verði frestað þangað til deiliskipulag fyrir Hauganes liggur fyrir. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum." Til máls tóku: Katrín Sigurjónsdóttir. Guðmundur St. Jónsson. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa ofangreindu til umfjöllunar og afgreiðslu í byggðaráði." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, móttekið þann 13.10.2021, þar sem fram kemur að í fjárveitingum fyrir 2021 (sbr. viðauki) voru settar 2,0 m.kr. í framkvæmdir við opið svæði við Hringtún. Framkvæmdin var vanáætluð og er kostnaður kominn nú í um 3,4 m.kr. og áætlað er að það vanti 700 þ.kr. upp á til að klára verkið fyrir veturinn. Til að klára verkið er óskað eftir heimild til að færa verkefnið "Olíumöl frá þjóðvegi að Sæbóli" að upphæð kr. 800.000 yfir á verkefnið við Hringtún. Vegna framkvæmda við sjóvörn við Sæból og Framnes er fyrirséð að mikill þungaflutningur á eftir að verða á veginum og því ekki ráðlagt að fara í framkvæmdir við hann fyrr en vinnu við sjóvörn er lokið. Heildarkostnaður við opið svæði við Hringtún árið 2021 er því áætlaður kr. 4.071.728 í stað kr. 2.000.000. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka og tilfærslu á milli verkefna, viðauki nr. 22 við fjárhagsáætlun 2021 þannig að kr. 700.000 verði fluttar á milli ofangreindra verkefna, af E2110 og yfir á E2118 innan deildar 32200 og kr. 100.000 sem eftir stendur af verki E2110 verði tekið út. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn."