Umhverfisráð

351. fundur 08. apríl 2021 kl. 08:15 - 11:30 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Haukur Gunnarsson Formaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
  • Eva Björg Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Emil Júlíus Einarsson varamaður
Starfsmenn
  • Þorsteinn K. Björnsson sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Þorsteinn Björnsson sviðsstjóri
Dagskrá
Lilja Bjarnadóttir boðaði forföll, enginn mætti í hennar stað.

1.Yfirferð á framkvæmdum sumarsins 2021.

Málsnúmer 202103193Vakta málsnúmer

Steinþór Björnsson, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar kom á fundinn kl. 8:15 og yfirgaf fund kl. 8:45.

Steinþór fór yfir fyrirliggjandi verkefni og framkvæmdir sumarsins 2021.
Umhverfisráð þakkar Steinþóri fyrir yfirferðina.

2.Mánaðarlegar skýrslur bókhalds 2021 vs. áætlun fyrir fagráð

Málsnúmer 202102005Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdi staða bókhalds m.v. áætlun janúar-febrúar 2021.
Lagt fram til kynningar.

3.Aukinn stuðningur við úrbætur í aðgengismálum fatlaðs fólks

Málsnúmer 202103118Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur þann 17. mars 2021, þar sem gert er grein fyrir að Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur sett reglugerð með nýjum og breyttum ákvæðum um starfsemi Fasteignasjóðs Jöfnunarsjóðs. Markmið nýrrar reglugerðar er að veita auknum stuðningi til sveitarfélaga vegna úrbóta sem gerðar eru í aðgengismálum fatlaðs fólks.

Sérstaklega er kveðið á um að Fasteignasjóði sé heimilt á árunum 2021 og 2022 að úthluta samtals 363 m.kr. í sérstök framlög til:

Úrbóta á aðgengi fatlaðs fólks að byggingum í eigu sveitarfélaga eða þar sem um er að ræða byggingar í eigu annarra aðila en sveitarfélaga þar sem um samvinnuverkefni sveitarfélaga og einkaaðila er að ræða.
Úrbóta þannig að biðstöðvar almenningssamgangna séu aðgengilegar öllu fötluðu fólki, svo og útivistarsvæði og almenningsgarðar.
Úrbóta sem lúta að viðeigandi aðlögun á vinnustöðum fatlaðs fólks, sem starfræktir eru skv. 2. mgr. 24. gr. laga nr. 38/2018, um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir.

Umsóknir um þessi sérstöku framlög árin 2021 og 2022 skulu berast jöfnunarsjóði ásamt fullnægjandi gögnum eigi síðar en 31. desember 2022.
Umhverfisráð samþykkir að hafa ofangreindar upplýsingar til hliðsjónar við vinnu við fjárhagsáætlun 2022 og þriggja ára áætlun og felur sviðsstjóra að ræða við félagsmálasvið til þess að fá ábendingar um það sem betur má fara í aðgengismálum innan sveitarfélagsins.

4.Umsókn um lóð - Hringtún 23

Málsnúmer 202103172Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi sem dagsett er 25.03.2021 sækir Ottó Biering Ottósson um lóðina að Hringtúni 23 f.h. EGO hús ehf.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umsækjanda umbeðna lóð.

5.Hringtún 24, umsókn um lóð.

Málsnúmer 202104023Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi sem dagsett er 24.03.2021 sækir Bjarni Th. Bjarnason um lóðina að Hringtúni 24
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umsækjanda umbeðna lóð.

6.Umsókn um lóð - Skógarhólar 8

Málsnúmer 202103173Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi sem dagsett er 25.03.2021 sækir Ottó Biering Ottósson um lóðina Skógarhólar 8 f.h. EGO hús ehf.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umsækjanda umbeðna lóð.

7.Umsókn um lóð, Hamar B8.

Málsnúmer 202103187Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi sem dagsett er 25.03.2021 sækir Brent Ozar um lóðina að Hamar B8.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umsækjanda umbeðna lóð.

8.Kynning á Kortasjánni

Málsnúmer 202103194Vakta málsnúmer

Einar Ísfeld Steinarsson kom á fundinn kl. 9:15

Einar kynnti kortasjá Dalvíkurbyggðar og þá möguleika sem hann hefur sett inn og uppfært undanfarna mánuði.
Uppfærslurnar felast í aðgengi íbúa að upplýsingum, s.s. að lagnakerfi veitna Dalvíkurbyggðar, færð á vegum sveitarfélagsins, þjónustu og afþreyingu o.fl.

Einar vék af fundi kl. 10:05.
Umhverfisráð þakkar Einari fyrir yfirferðina og lýsir ánægju sinni með verkefnið.

9.Ósk um vilyrði fyrir lóð fyrir stofnframlagaverkefni

Málsnúmer 202103175Vakta málsnúmer

Vísað til umhverfisráðs frá 334. fundi sveitarstjórnar þann 30. mars sl.
Fyrir liggur erindi frá Bæjartúni íbúðafélagi hses dagsett 23. mars 2021. Þar óskar Bæjartún eftir að Dalvíkurbyggð veiti vilyrði fyrir lóð á Dalvík fyrir stofnframlagaverkefni.

Vilyrðið sé veitt með fyrirvara um samræmi við skipulag og að lóðir séu tækar til úthlutunar. Jafnframt með fyrirvara um samþykki stofnframlagaumsókna til HMS og sveitarfélagsins.

Sveitarstjórn samþykkir með 6 atkvæðum að vísa erindinu til umhverfisráðs með vísan í grein 3.4. í Lóðaveitingar í Dalvíkurbyggð.
Umhverfisráð samþykkir samhljóða með fjórum atkvæðum að veita Bæjartúni íbúðafélagi hses vilyrði fyrir lóð við Karlsrauðatorg á Dalvík. Vilyrðið er veitt með fyrirvara um samræmi við skipulag og að lóðir séu tækar til úthlutunar. Jafnframt með fyrirvara um samþykki stofnframlagaumsókna til HMS og sveitarfélagsins.

Vilyrðið er veitt á grundvelli greinar 3.4. í Lóðaveitingar í Dalvíkurbyggð þar sem umhverfisnefnd er í sérstökum tilvikum heimilt að veita vilyrði fyrir lóðum, öðrum en einbýlishúsalóðum, án undangenginna auglýsinga, þegar sótt er um lóðir innan skipulagðra svæða eða á óskipulögðum svæðum, sem ekki hafa verið auglýstar sem byggingarlóðir. Endanleg úthlutun getur þó ekki farið fram fyrr en að loknum skipulagsbreytingum, sé þeirra þörf og að fengnu samþykki sveitarstjórnar. Einnig á grundvelli samþykktar sveitarstjórnar á 329. fundi þann 24. október 2020 undir máli 202010079, könnun á húsnæðisþörf 55, þar sem sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum tillögu umhverfisráðs um að gildandi deiliskipulag við Kirkjuveg verði endurskoðað og útvíkkað.

10.Lokastígur 6, umsókn um lóð.

Málsnúmer 202104024Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi, sem dagsett er 24.03.2021, sækir Berta Gunnarsdóttir um lóðina að Lokastíg 6 f.h. Vetrarfells ehf.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umsækjanda umbeðna lóð.

11.Umsókn um lóð.

Málsnúmer 202104029Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi, sem dagsett er 7.04.2021, sækja Logi Ásbjörnsson og Signý Jónasdóttir um lóðina að Ægisgöti 1, Árskógssandi.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umsækjanda umbeðna lóð.

12.Áskorun um endurákvörðun álagningar stöðuleyfisgjalda

Málsnúmer 202103082Vakta málsnúmer

Með bréfi, sem dagsett er 15. mars 2021, skora Samtök iðnaðarins á sveitarfélög að endurákvarða álagningu stöðuleyfisgjalda með vísan til úrskurðar Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 28/2020 og 34/2020. Í bréfinu er einnig vakin athygli á því að: "Enn fremur hefur nefndin skýrlega tekið afstöðu til þess að aðeins sé heimilt að innheimta stöðuleyfisgjald fyrir hverja leyfisveitingu en ekki fyrir hvern gám. Þessi afstaða nefndarinnar eru í samræmi við leiðbeiningar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem gefnar voru fyrst út árið 2017."
Umhverfisráð felur sviðsstjóra að koma með frekari upplýsingar á næsta fund ráðsins um hvað sveitafélög eru að gera vegna þessa máls.

13.Deiliskipulag Hauganesi

Málsnúmer 201901044Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdu deiliskipulagstillögur að Hauganesi. Á norðursvæðinu er annars vegar gert ráð fyrir stórum lóðum, 10.000 til 20.000 m², og hins vegar minni lóðum frá ca. 3.500 og upp í 4.000 m².
Umhverfisráð samþykkir samhljóða með fjórum atkvæðum að vinna áfram með þá tillögu sem gerir ráð fyrir fimm lóðum að stærð frá 3.500 og upp í 4.000 m² og felur hönnuði að færa skipulagsmörk að þessari ákvörðun.

Fundi slitið - kl. 11:30.

Nefndarmenn
  • Haukur Gunnarsson Formaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
  • Eva Björg Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Emil Júlíus Einarsson varamaður
Starfsmenn
  • Þorsteinn K. Björnsson sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Þorsteinn Björnsson sviðsstjóri