Kynning á Kortasjánni

Málsnúmer 202103194

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 351. fundur - 08.04.2021

Einar Ísfeld Steinarsson kom á fundinn kl. 9:15

Einar kynnti kortasjá Dalvíkurbyggðar og þá möguleika sem hann hefur sett inn og uppfært undanfarna mánuði.
Uppfærslurnar felast í aðgengi íbúa að upplýsingum, s.s. að lagnakerfi veitna Dalvíkurbyggðar, færð á vegum sveitarfélagsins, þjónustu og afþreyingu o.fl.

Einar vék af fundi kl. 10:05.
Umhverfisráð þakkar Einari fyrir yfirferðina og lýsir ánægju sinni með verkefnið.

Byggðaráð - 981. fundur - 08.04.2021

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs í gegnum TEAMS Einar Ísfeld Steinarsson, starfsmaður í tímabundnum verkefnum á Framkvæmdasviði, kl. 13:00.

Einar Ísfeld kynnti fyrir byggðaráði nýjungar á kortasjá Dalvíkurbyggðar. Um er að ræða viðbætur þar sem íbúar geta fengið upplýsingar um legu lagna hjá Vatnsveitu, Fráveitu og Hitaveitu, ásamt legu ljósleiðara, rafmagns og staðsetningar á rotþróm.
https://www.map.is/dalvik/

Einar vék af fundi kl. 13:35
Lagt fram til kynningar og byggðaráð þakkar fyrir áhugaverða kynningu.