Málsnúmer 202001007Vakta málsnúmer
Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Steinþór Björnsson, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar, og Bjarni Daníel Daníelsson, sviðsstjóri Framkvæmdasviðs, kl. 14:32.
Á 985. fundi byggðaráðs þann 20. maí 2021 var m.a. eftirfarandi bókað:
"Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafna ofangreindri beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2021 og felur deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar að koma með yfirlit yfir verkið að því loknu og þá tillögu til byggðaráðs um niðurskurð viðhalds Eignasjóðs á móti."
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, móttekið þann 13.10.2021, þar sem kemur fram að fjárveiting fyrir lagfæringar á Sundlaug Dalvíkur var kr. 12.539.659. Heildarkostnaður framkvæmda var kr. 15.216.020. Verkefnið fór því kr. 2.676.361 fram yfir heimildir. Til að mæta þessu voru eftirfarandi verkefni Eignasjóðs sett á bið:
Íþróttamiðstöð, breyta búningsklefum og laga vegg með stiga, alls 1,9 m.kr.
Sundlaug Dalvíkur, útihurð út á pall 300 þkr.
Dalvíkurskóli, loftræsting á vinnusvæði kennara, 1,0 m.kr.
Alls 3,2 m.kr.