Á 1000. fundi byggðaráðs þann 14. október 2021 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, bréf dagsett þann 11. október sl., er varðar breytingu á reglugerð 1212/2015 vegna reikningsskila sveitarfélaga. Tilgangur bréfsins er að minna á þessa breytingu sem gerð var á 20. gr. og nýtt ákvæði. Nú gert skylt að færa inn í samantekin reikningsskil sveitarfélags miðað við hlutfallslega ábyrgð sveitarfélags vegna byggðarsamlaga, sameignarfélaga, sameignarfyrirtækja og annara félagaforma sem eru með ótakmarkaðri ábyrgð sveitarfélags. Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir að þegar er hafin vinna við að skoða hvort og þá hvernig ofangreint ákvæði hefur áhrif á reikningsskil og áætlunargerð sveitarfélagsins.Niðurstaða:Lagt fram til kynningar."
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi bréf frá innviðarráðuneytinu, dagsett þann 5. maí 2022, þar sem ráðuneytið minnir á ofangreindar breytingar og áréttar mikilvægi þess að fjárhagsáætlun beri með sér þau áhrif sem breytt ákvæði hafa í för með sér. Heimilt var að beita ekki þeirri aðferð sem kveðið er á um með breytingu á 20. gr. reglugerðar nr. 1212/2015 við gerð ársreiknings fyrir árið 2021 en velji sveitarfélög að nýta sér ekki heimildina skulu þau fyrir 1. júní 2022 hafa lokið gerð viðauka við fjárhagsáætlun vegna áranna 2022-2025 með þeirri aðferð sem lýst er í 3. mgr. 20. gr.
Samkvæmt þeim upplýsingum sem sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs hefur aflað sér þá þurfi Dalvíkurbyggð ekki að bregðast við hvað ofangreint varðar, alla vega ekki fyrr en málið skýrist betur.