Á 995. fundi byggðaráðs þann 9. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dagsett þann 1. september 2021, er varðar breytingar á leiðbeiningum um ritun fundargerða og notkun fjarfundarbúnaðar. Fram kemur að ráðuneytið hefur birt í samráðsgátt Stjórnarráðsins drög að breytingum á leiðbeiningum um ritun fundargerða nr. 22/2013 og notkun fjarfundarbúnaðar nr. 1140/2013. Sveitarfélög eru hvött til að senda inn umsögn og huga jafnframt að breytingum á samþykktum sínum. Umsagnarfrestur er til 13. september nk. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að senda inn umsögn byggðaráðs Dalvíkurbyggðar í samræmi við umræður á fundinum."
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dagsett þann 4. október sl. þar sem fram kemur að ráðuneytið hefur gefið út nýjar leiðbeiningar um ritun fundarerða sveitarstjórna og leiðbeiningar um þátttöku nefndarmanna á fundum sveitarfélaga með rafrænum hætti. Samhliða nýjum leiðbeiningum hefur ráðuneytið, í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga, uppfært fyrirmynd að samþykkt um stjórn sveitarfélaga sem ráðuneytinu ber að gefa út sbr. 2. mgr. 9. gr. sveitarstjórnarlaga. Gert er grein fyrir helstu breytingar á gildandi framkvæmd ásamt því að sendar eru ofangreindar leiðbeiningar og fyrirmynd af samþykkt um stjórn sveitarfélaga.