Málsnúmer 201701040Vakta málsnúmer
Á 809. fundi byggðarráðs var eftirfarandi tillögu vísað til umsagnar umhverfisráðs.
"Í 6. gr. Samþykktar um gatnagerðargjald í þéttbýli sveitarfélagsins Dalvíkurbyggðar segir um sérstaka lækkunarheimild eða niðurfellingu gatnagerðargjalda, sbr. 6. gr. laga nr. 153/2006,
að hana megi viðhafa við: ,,Sérstakar ástæður, t.d. þétting byggðar, atvinnuuppbygging, lítil ásókn í lóðir eða eftirspurn eftir leiguhúsnæði.?
Í samræmi við þetta samþykkir byggðaráð að beita tímabundið ákvæði 6. gr. 1. mgr. að fella niður gatnagerðargjöld af byggingum einstaklinga og fyrirtækja á lóðum við þegar tilbúnar götur.
Þetta ákvæði gildir frá samþykkt þess í sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar og út árið 2020 og miðast þá við að framkvæmdir hefjist innan þessara tímamarka."
Valur Þór fór yfir stöðu verkefnisins. Í stað Helgu Írisar Ingólfsdóttur kom Friðrik Vilhelmsson inn í nefndina.
Ráðið leggur til að fenginn verði ráðgjafi til aðstoðar nefndinni til að klára áætlunina fyrir sumarið 2017.
Ákveðið að nefndin komi saman í febrúar.
Nefndina skipa eftirfarandi.
Friðrik Vilhelmsson
Guðrún Anna Óskarsdóttir
Valur Þór Hilmarsson
og Börkur Þór Ottósson
Valur Þór vék af fundi kl. 08:35