Umhverfisráð

287. fundur 03. febrúar 2017 kl. 08:15 - 11:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Haukur Gunnarsson Formaður
  • Karl Ingi Atlason Aðalmaður
  • Guðrún Anna Óskarsdóttir Aðalmaður
  • Kristín Dögg Jónsdóttir Aðalmaður
  • Friðrik Vilhelmsson varaformaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá

1.Umferðaröryggisáætlun Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201501114Vakta málsnúmer

Til umræðu vinna við umferðaöryggisáætlun ásamt stöðu umhverfismála almennt.

Valur Þór Hilmarsson Umhverfisstjóri kom inn á fundinn undir þessum lið kl. 08:15.



Valur Þór fór yfir stöðu verkefnisins. Í stað Helgu Írisar Ingólfsdóttur kom Friðrik Vilhelmsson inn í nefndina.

Ráðið leggur til að fenginn verði ráðgjafi til aðstoðar nefndinni til að klára áætlunina fyrir sumarið 2017.

Ákveðið að nefndin komi saman í febrúar.



Nefndina skipa eftirfarandi.

Friðrik Vilhelmsson

Guðrún Anna Óskarsdóttir

Valur Þór Hilmarsson

og Börkur Þór Ottósson



Valur Þór vék af fundi kl. 08:35

2.Atvinnu- og auðlindastefna

Málsnúmer 201601026Vakta málsnúmer

Margrét Víkingsdóttir kynnir vinnu við Atvinnu- og auðlindastefnu Dalvíkurbyggðar
Margrét Víkingsdóttir upplýsingafulltrúi kom inn á fundinn undir þessum lið kl. 08:36



Ráðið þakkar Margréti fyrir yfirferð á drögunum og leggur til hvað varðar stefnu í umhverfis og skipulagsmálum í sveitarfélaginu sé höfð til hliðsjónar greinagerð með aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020.

Ráðsmenn áskilja sér rétt til að senda inn ábendingar í framhaldi af þessari kynningu.



Margrét Víkingsdóttir vék af fundi kl. 08:53

3.Fyrirhugað seiðaeldi við Árskógssand.

Málsnúmer 201608099Vakta málsnúmer

Til umræðu umsagnir vegna lýsingar á aðalskipulagsbreytingu á Árskógssandi ásamt minnispunktum frá íbúafundi sem haldinn var í félagsheimilinu Árskógi 26. janúar síðastliðinn og ábendingum sem komu í kjölfarið á honum.

Árni Ólason skipulagsráðgjafi kom inn á fundinn undir þessum lið kl. 09:00.



Umhverfisráð fór yfir þær umsagnir sem borist hafa ásamt þeim ábendingum og athugasemdum sem íbúar hafa sent inn. Rætt var hvort aðrar staðsetningar fyrir seiðaeldisstöð á Árskógssandi kæmu til greina ásamt aðkomuleiðum að fyrirhugaðri staðsetningu.

Þar sem umsögn frá Umhverfis- og Skipulagsstofnun liggur ekki fyrir, er frekari umfjöllun um málið ekki tímabær.



Árni Ólafsson vék af fundi kl. 10:29.

4.Skráning menningarminja; fornleifa, húsa og mannvirkja - skil á gögnum

Málsnúmer 201701052Vakta málsnúmer

Umhverfisráð felur sviðsstjóra að koma umbeðnum skráningarskýrslum til Minjastofnunar Íslands.

5.Skipulag í landi Snerru, Svarfaðardal

Málsnúmer 201701034Vakta málsnúmer

Til kynningar lýsing dags 15. jan 2017 á fyrirhugaðri deiliskipulagstillögu í landi Snerru, Dalvíkurbyggð, sem byggir á aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020.
Sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs er falið að leita umsagnar um lýsinguna hjá umsagnaraðilum og Skipulagsstofnun og að kynna hana almenningi í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

6.Tillaga að tímabundinni niðurfellingu eða afslætti á gatnagerðargjöldum í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 201701040Vakta málsnúmer

Á 809. fundi byggðarráðs var eftirfarandi tillögu vísað til umsagnar umhverfisráðs.

"Í 6. gr. Samþykktar um gatnagerðargjald í þéttbýli sveitarfélagsins Dalvíkurbyggðar segir um sérstaka lækkunarheimild eða niðurfellingu gatnagerðargjalda, sbr. 6. gr. laga nr. 153/2006,



að hana megi viðhafa við: ,,Sérstakar ástæður, t.d. þétting byggðar, atvinnuuppbygging, lítil ásókn í lóðir eða eftirspurn eftir leiguhúsnæði.?





Í samræmi við þetta samþykkir byggðaráð að beita tímabundið ákvæði 6. gr. 1. mgr. að fella niður gatnagerðargjöld af byggingum einstaklinga og fyrirtækja á lóðum við þegar tilbúnar götur.





Þetta ákvæði gildir frá samþykkt þess í sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar og út árið 2020 og miðast þá við að framkvæmdir hefjist innan þessara tímamarka."
Í samræmi við þetta samþykkir umhverfisráð að beita tímabundið ákvæði 6. gr. 1. mgr. að fella niður gatnagerðargjöld af byggingum einstaklinga og fyrirtækja á lóðum við þegar tilbúnar götur.





Þetta ákvæði gildir frá samþykkt þess í sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar og út árið 2020 og miðast þá við að framkvæmdir hefjist innan þessara tímamarka."

Samþykkt með fimm atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Nefndarmenn
  • Haukur Gunnarsson Formaður
  • Karl Ingi Atlason Aðalmaður
  • Guðrún Anna Óskarsdóttir Aðalmaður
  • Kristín Dögg Jónsdóttir Aðalmaður
  • Friðrik Vilhelmsson varaformaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs