Umhverfisráð

315. fundur 08. febrúar 2019 kl. 08:15 - 11:45 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Haukur Gunnarsson formaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
  • Eva Björg Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Lilja Bjarnadóttir aðalmaður
  • Helga Íris Ingólfsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá

1.Framkvæmdir 2019

Málsnúmer 201809045Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom inn á fundinn Valur Þór Hilmarsson umhverfisstjóri kl. 08:15
Valur Þór fór yfir þau verkefni sem fyrirhuguð eru á næstunni og stöðu þeirra sem í gangi eru.
Valur Þór vék af fundi kl. 09:58
Ráðið þakkar Vali fyrir gagnlegar umræður og óskar eftir að fá upplýsingar um stöðu hreinsunarátaks 2019 fyrir næsta fund.

2.Nýjar hugmyndir eigenda 0201 að Goðabraut 3, Dalvík

Málsnúmer 201801126Vakta málsnúmer

Til kynningar nýjar hugmyndir eigenda að Goðabraut 3 0201, Dalvík vegna íbúðar á efstu hæð.
Umhverfisráð getur ekki tekið afstöðu miðað við fyrirliggjandi gögn og óskar eftir skuggavarpsmyndum á grunndvelli fyrirliggjandi uppdráttar.

3.Deiliskipulag Hauganesi

Málsnúmer 201901044Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu inn á fundinn þau Árni Ólafsson, Ágúst Hafsteinsson og Lilja Filippusdóttir kl. 09:13
Lögð var fram skipulagslýsing þar sem m.a. er gerð grein fyrir viðfangsefni og helstu forsendum.
Umhverfisráð leggur til að auglýsa skipulagslýsingu í samræmi við 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Jafnframt leggur ráðið til að haldinn verði kynningarfundur á skipulagslýsingunni þann 25. febrúar 2019 og hún jafnframt kynnt almenningi á vef sveitarfélagsins, www.dalvikurbyggd.is.
Kynningartíminn verði frá og með 21. febrúar 2019 til og með 7. mars 2019.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum

4.Deiliskipulag Fólkvangs

Málsnúmer 201402123Vakta málsnúmer

Til umræðu samantekt skipulagsráðgjafa eftir íbúafund sem haldin var 14. desember 2018 vegna fyrirhugaðs deiliskipulags fólkvangsins í Böggvisstaðarfjalli. Einnig voru lagðar fram ábendingar sem bárust á auglýsingatíma.
Umhverfisráð leggur til að skipulagsráðgjöfum verði falið að vinna drög að deiliskipulagi.
Ráðið óskar eftir að eftirfarandi breytingar verði gerðar á tillögunni.
1. Ekki verði gert ráð fyrir golfvelli í fólkvanginum,
þar sem vilji íbúa í íbúakosningu er virtur.
2. Endurskoða efri hluta vélsleðaleið.
3. Fella út skjólbelti upp með skíðalyftum.
4. Fella út skautasvell á Stórhólstjörn.
5. Bæta við fleiri upplýstum stígum norðan við Brekkuselsveg.
6. Fella út tillögu A um staðsetningu á stólalyftu samþykkt.
6. Fella út tillögu A um staðsetningu á barnalyftu samþykkt.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum

5.Endurskoðun á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020

Málsnúmer 201806118Vakta málsnúmer

Árni Ólafsson arkitekt mætir á fundinn og fer yfir og ræðir meginatriði endurskoðunar aðalskipulagsins s.s. helstu viðfangsefni, forsendur og efnistök.
Þau Árni, Ágúst og Lilja viku af fundi kl. 11:05
Umhverfisráð leggur til að samið verði við Teiknistofu Arkitekta um endurskoðun aðalskipulags Dalvíkurbyggðar
Ráðið felur sviðsstjóra að tilkynna Skipulagsstofnun endurskoðun á aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar.

6.Umsókn um lóð við Hringtún 17, Dalvík

Málsnúmer 201902027Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 3. febrúar 2019 óskar Ottó Biering Ottósson eftir lóðinni við Hringtún 17. Jafnframt er óskað eftir breytingum á lóð samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti.
Umhverfisráð leggur til að sviðsstjóra sé falið að grenndarkynna óverulegt frávik á deiliskipulagi Hóla- og túnahverfis.
Breytingin felst í stækkun á byggingarreit innan lóðarinnar.
Send verða út kynningargögn á næstu nágranna.
Komi ekki fram athugasemdir frá nágrönnum veitir umhverfisráð sviðsstjóra heimild til að veita umsækjanda lóðina.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

7.Umsókn um lóð við Hringtún 19, Dalvík

Málsnúmer 201902028Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 3. febrúar 2019 óskar Ottó Biering Ottósson eftir lóðinni við Hringtún 19. Jafnframt er óskað eftir breytingum á lóð samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti.
Umhverfisráð leggur til að sviðsstjóra sé falið að grenndarkynna óverulegt frávik á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis.
Breytingin felst í stækkun á byggingarreit innan lóðarinnar.
Send verða út kynningargögn á næstu nágranna.
Komi ekki fram athugasemdir frá nágrönnum veitir umhverfisráð sviðsstjóra heimild til að veita umsækjanda lóðina.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

8.Deiliskipulag Lokastígsreitur

Málsnúmer 201708070Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að nýjum byggingarreit við Lokastíg 3, Dalvík.
Umhverfisráð leggur til að sviðsstjóra sé falið að grenndarkynna óverulegt frávik á deiliskipulagi Lokastígs 3.
Breytingin felst í tilfærslu á byggingarreit innan lóðarinnar.
Send verða út kynningargögn á næstu nágranna.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

9.Óskað eftir að sveitarfélagið tilnefni fulltrúa í umhverfis- eða náttúruverndarnefndar

Málsnúmer 201812095Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 21. desember 2018 óskar Umhverfisstofnun eftir tilnefningu fulltrúa sveitarfélagsins í vatnasvæðanefnd í samræmi við lög nr. 36/2011 og reglugerð 935/2011 um stjórn vatnamála.
Umhverfisráð leggur til að tilnefna sviðsstjóra Umhverfis- og tæknisviðs sem fulltrúa Dalvíkurbyggðar
Samþykkt samhjóða með fimm atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 11:45.

Nefndarmenn
  • Haukur Gunnarsson formaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
  • Eva Björg Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Lilja Bjarnadóttir aðalmaður
  • Helga Íris Ingólfsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs