Málsnúmer 202111041Vakta málsnúmer
Tekið fyrir erindi frá SSNE, rafpóstur dagsettur þann 8. nóvember 2021, þar sem kemur fram að sem kunnugt er er "Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2015-2026" í gildi á Norðurlandi fyrir svæðið frá Hrútafirði í vestri að Melrakkasléttu í austri og byggir áætlunin á lögum nr. 55/2003, um meðhöndlun úrgangs. Þar segir í 6. grein:
"Sveitarstjórn, ein eða fleiri í sameiningu, skal semja og staðfesta svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs sem gildir fyrir viðkomandi svæði til tólf ára í senn og skal sú áætlun fylgja stefnu um meðhöndlun úrgangs og stefnu um úrgangsforvarnir,"
Og sömuleiðis segir í 6. grein:
Sveitarstjórn skal á a.m.k. sex ára fresti meta og taka ákvörðun um hvort þörf er á að endurskoða svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs.
Fram kemur að það sé orðið tímabært að taka ákvörðun um hvort þörf sé á því að endurskoða svæðisáætlunina, annars vegar vegna ofangreinds lagaákvæðis og hins vegar vegna áorðinna og fyrirsjáanlegra breytinga í lagaumhverfi varðandi úrgangsmál. Vegna þeirra breytinga sem verða 1. janúar 2023 má telja það mjög brýnt að endurskoðun fari fram fyrr en seinna.