Málsnúmer 202106021Vakta málsnúmer
Tekið fyrir erindi frá Þorsteini Björnssyni, sviðsstjóra, dagsett 3. júní 2021. Þar tekur hann saman kostnað við framkvæmdir í frístundabyggðinni að Hamri. Búið er að úthluta sex lóðum í hverfi B9 undir sumarhús og því er nauðsynlegt að fara í slóðagerð og lagnavinnu sem fyrst.
Það sem snýr að umhverfisráði er slóðagerð og fylgdi uppdráttur erindi sviðsstjóra. Áætlaður kostnaður við slóðagerðina er 4 milljónir króna. Ekki er gert ráð fyrir þessum kostnaði í fjárhagsáætlun 2021 og því fylgdi erindinu beiðni um viðauka sem yrði mætt með lækkun á handbæru fé.