Umhverfisráð

354. fundur 04. júní 2021 kl. 08:15 - 10:30 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Haukur Gunnarsson Formaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
  • Eva Björg Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Lilja Bjarnadóttir aðalmaður
  • Emil Júlíus Einarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Þorsteinn K. Björnsson sviðstjóri
  • Helga Íris Ingólfsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Helga Íris Ingólfsdóttir Skipulags- og tæknifulltrúi
Dagskrá
Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri sat fundinn.

1.Viðhald gatna og gangstétta 2021

Málsnúmer 202105146Vakta málsnúmer

Steinþór Björnsson, deildarstjóri EF-deildar kom á fundinn kl. 08:15.

Tekin fyrir samantekt deildarstjóra EF deildar á viðhaldi gatna og gangstétta. Búið er að gera við verstu svæðin en nokkur svæði eru það illa farin eftir veturinn að nauðsynlegt er að bregðast við. Fjárheimildir á fjárhagsáætlun ársins eru langt komnar.

Umhverfisráð fór yfir listann með sviðsstjóra og forgangsraðaði verkefnum.
Umhverfisráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að fela deildarstjóra EF-deildar að kostnaðarmeta nauðsynlegar framkvæmdir miðað við forgangsröðun ráðsins.

Umhverfisráð felur sviðsstjóra að óska eftir viðauka til byggðaráðs vegna framkvæmdanna, allt að 6 milljónir króna vegna viðhalds og malbiksframkvæmda gatna og gangstétta.

2.Beiðni um viðauka vegna gatnagerðar og lagnavinnu að Hamri 2021

Málsnúmer 202106021Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Þorsteini Björnssyni, sviðsstjóra, dagsett 3. júní 2021. Þar tekur hann saman kostnað við framkvæmdir í frístundabyggðinni að Hamri. Búið er að úthluta sex lóðum í hverfi B9 undir sumarhús og því er nauðsynlegt að fara í slóðagerð og lagnavinnu sem fyrst.

Það sem snýr að umhverfisráði er slóðagerð og fylgdi uppdráttur erindi sviðsstjóra. Áætlaður kostnaður við slóðagerðina er 4 milljónir króna. Ekki er gert ráð fyrir þessum kostnaði í fjárhagsáætlun 2021 og því fylgdi erindinu beiðni um viðauka sem yrði mætt með lækkun á handbæru fé.
Umhverfisráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að fela sviðsstjóra að óska eftir viðauka til byggðaráðs allt að 4 milljónir til slóðagerðar á Hamri.

3.Deiliskipulag Hauganesi

Málsnúmer 201901044Vakta málsnúmer

Tekið fyrir deiliskipulag Hauganess, íbúða- og hafnarsvæði.
Umhverfisráð felur Skipulags- og tæknifulltrúa að funda með skipulagsráðgjafa verkefnisins og koma áherslum ráðsins inn á deiliskipulagið með það að markmiði að klára deiliskipulagið í júní.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

4.Ósk um breytingu á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis

Málsnúmer 202105151Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Arkibygg í umboði lóðarhafa að Skógarhólum 11 á Dalvík, dagsett 27. maí 2021, ósk um breytingu á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis.

Í gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir aðkomu að raðhúsunum frá norðri.

Sótt er um breytingu þannig að aðkoma að raðhúsunum verði frá suðri. Samhliða þessu er sótt um að færa byggingarreit um 4 metra til norðurs. Breytingartillagan gerir ráð fyrir að gengið sé inn í húsin frá suðri og 2 bílastæði séu fyrir framan hvert hús að sunnan.
Umhverfisráð samþykkir erindið samhljóða með fimm atkvæðum og leggur til að þessi óverulega breyting á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynningin nái til Skógarhóla 9, 15, 17 og 23a-d.

5.Deiliskipulag þjóðvegarins í gegnum Dalvík

Málsnúmer 202011010Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdi greinargerð ásamt skipulagsuppdráttum að þjóðvegi í þéttbýli Dalvíkur frá EFLU verkfræðistofu en verkefnið er samstarfsverkefni með Vegagerðinni.

Einnig fylgdi minnisblað frá EFLU vegna möguleika á hönnun krossgatnamóta Karlsrauðatorgs, Hafnarbrautar / Gunnarsbrautar.
Lagt fram til kynningar.

6.Karlsrauðatorg 6

Málsnúmer 202106003Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Vegagerðinni dagsett 1. júní 2021 vegna samstarfsverkefnis við Dalvíkurbyggð um vinnu við skipulag þjóðvegakerfisins í gegnum Dalvík.
Í skipulagsvinnunni er horft til þess að færa veglínu til við Karlsrauðatorg 6 til að auka umferðaröryggi og bæta flæði annarra vegfarenda um svæðið.

Vegagerðin leitar samstarfs við Dalvíkurbyggð um möguleg uppkaup á fasteigninni að Karlsrauðatorgi 6 til niðurrifs en það er í raun forsenda þess, að hægt verði að færa veglínuna og auka þar með vegsýn og umferðaröryggi.
Umhverfisráð leggur til að sveitarfélagið taki þátt í þessu samstarfsverkefni með Vegagerðinni. Að mati ráðsins myndi þessi framkvæmd auka umferðaröryggi til muna, bæta aðgengi að Karlsrauðatorgi 4 og opna möguleika varðandi uppbyggingu áningarstaðar við Kumlateig.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

7.Deiliskipulag frístundabyggðar að Hamri - nýtt götuheiti

Málsnúmer 202106010Vakta málsnúmer

Helga Íris Ingólfsdóttir, skipulags- og tæknifulltrúi, kynnti samskipti sín við Þjóðskrá vegna skráningar lóða í frístundabyggðinni að Hamri. Skráningin er óþjál þar sem gata við umræddar lóðir er skráð undir heitinu B3.

Sveitarfélagið hefur heimildir til að ákvarða götunöfn án þess að það kalli á deiliskipulagsbreytingu. Nýtt götuheiti verður nýtt örnefni og mun verða til umfjöllunar hjá Örnefnanefnd Árnastofnunar.
Umhverfisráð leggur til að nafninu á götu B3 að Hamri verði breytt í Garðatröð með vísan til hins forna garðakerfis á svæðinu.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

8.Endurskoðun á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020

Málsnúmer 201806118Vakta málsnúmer

Til umfjöllunar endurskoðun aðalskipulags Dalvíkurbyggðar 2008-2020. Verið er að vinna að flokkun landbúnaðarlands samkvæmt nýjum viðmiðum Skipulagsstofnunar og uppfæra Minjaskrá. Fyrir liggur að vinna þarf að uppfærðri skráningu á efnistöku- og efnislosunarsvæðum, auk staðsetningar iðnaðar- og athafnasvæða.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:30.

Nefndarmenn
  • Haukur Gunnarsson Formaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
  • Eva Björg Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Lilja Bjarnadóttir aðalmaður
  • Emil Júlíus Einarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Þorsteinn K. Björnsson sviðstjóri
  • Helga Íris Ingólfsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Helga Íris Ingólfsdóttir Skipulags- og tæknifulltrúi