Deiliskipulag frístundabyggðar að Hamri - nýtt götuheiti

Málsnúmer 202106010

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 354. fundur - 04.06.2021

Helga Íris Ingólfsdóttir, skipulags- og tæknifulltrúi, kynnti samskipti sín við Þjóðskrá vegna skráningar lóða í frístundabyggðinni að Hamri. Skráningin er óþjál þar sem gata við umræddar lóðir er skráð undir heitinu B3.

Sveitarfélagið hefur heimildir til að ákvarða götunöfn án þess að það kalli á deiliskipulagsbreytingu. Nýtt götuheiti verður nýtt örnefni og mun verða til umfjöllunar hjá Örnefnanefnd Árnastofnunar.
Umhverfisráð leggur til að nafninu á götu B3 að Hamri verði breytt í Garðatröð með vísan til hins forna garðakerfis á svæðinu.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 337. fundur - 15.06.2021

Á 354. fundi umhverfisráðs þann 4. júní sl. þar sem eftirfarandi var bókað: "Helga Íris Ingólfsdóttir, skipulags- og tæknifulltrúi, kynnti samskipti sín við Þjóðskrá vegna skráningar lóða í frístundabyggðinni að Hamri. Skráningin er óþjál þar sem gata við umræddar lóðir er skráð undir heitinu B3. Sveitarfélagið hefur heimildir til að ákvarða götunöfn án þess að það kalli á deiliskipulagsbreytingu. Nýtt götuheiti verður nýtt örnefni og mun verða til umfjöllunar hjá Örnefnanefnd Árnastofnunar. Umhverfisráð leggur til að nafninu á götu B3 að Hamri verði breytt í Garðatröð með vísan til hins forna garðakerfis á svæðinu. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Til máls tók:
Katrín Sigurjónsdóttir.


Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og tillögu ráðsins um að nafninu á götu B3 að Hamri verði breytt í Garðatröð.