Málsnúmer 202001007Vakta málsnúmer
Á 985. fundi byggðaráðs þann 20. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 983. fundi byggðaráðs þann 29. apríl 2021 var m.a. eftirfarandi bókað: "Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka, nr. 9 við fjárhagsáætlun 2021, að upphæð kr. 12.539.659 við deild 31240,og að honum verði mætt með lækkun á lið 05710-4955 að upphæð kr. 5.300.000 og lækkun á handbæru fé að upphæð kr. 7.239.659. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar." Sveitarstjórn staðfesti ofangreindan viðauka á fundi sínum þann 12. maí sl. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi: a) Minnisblað frá 12. maí sl. þar sem fram kemur að samhliða ofangreindum framkvæmdum þurfti að skoða ýmsa viðhaldsþætti sem tengjast ekki endilega framkvæmdunum en mikilvægt að nýta tækifærið og klára, s.s. endurnýja stúta í sundlaug, endurnýja stút i vaðlaug, vinna við hitalögn við rennibraut, endurnýja brotnar flísar, alls áætlað um 3,4 m.kr. Lagt er til að á móti þessum kostnaði verði hætt við nokkur verkefni í viðhaldsáætlun Eignasjóðs 2021 við Dalvíkurskóla, Sundlaug Dalvíkur og Íþróttamiðstöð. Að auki er upplýst um 2,3 m.kr. kostnað vegna eftirlits með klórkerfinu sem ekki var vitað um og ekki því gert ráð fyrir. Ofangreint er því alls um 5,7 m.kr. b) Erindi frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar að upphæð kr. 4.830.000 við lið 31240-4160. vegna ofangreindra verkefna sem hafa komið til vegna framkvæmda við Sundlaug Dalvikur. Ekki er gert ráð fyrir niðurfellingu verka á móti þessum kostnaði og óskað er eftir að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafna ofangreindri beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2021 og felur deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar að koma með yfirlit yfir verkið að því loknu og þá tillögu til byggðaráðs um niðurskurð viðhalds Eignasjóðs á móti."
Í upphafi fundar óskaði forseti eftir athugasemdum við að liðir 1- 16, fundargerðir, verði teknar fyrir allar í einu.
Ekki voru gerðar athugasemdir við það.
Forseti óskaði eftir athugasemdum við að við umfjöllun og afgreiðslu á 30. og 57. lið að losað verði um fundarsköp og sveitastjórnarfulltrúar geti rætt opið um málin án þess að vera bundnir af formlegum fundasköpum eða fjölda skipta sem hver má taka til máls.
Ekki voru gerðar athugasemdir við það.