Sveitarstjórn

337. fundur 15. júní 2021 kl. 16:15 - 18:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson aðalmaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
  • Katrín Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Jón Ingi Sveinsson aðalmaður
  • Þórhalla Karlsdóttir forseti
  • Þórunn Andrésdóttir aðalmaður
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Engar athugasemdir komu fram um fundarboð eða fundarboðun.


Í upphafi fundar óskaði forseti eftir athugasemdum við að liðir 1- 16, fundargerðir, verði teknar fyrir allar í einu.
Ekki voru gerðar athugasemdir við það.

Forseti óskaði eftir athugasemdum við að við umfjöllun og afgreiðslu á 30. og 57. lið að losað verði um fundarsköp og sveitastjórnarfulltrúar geti rætt opið um málin án þess að vera bundnir af formlegum fundasköpum eða fjölda skipta sem hver má taka til máls.
Ekki voru gerðar athugasemdir við það.

1.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 985, frá 20.05.2021

Málsnúmer 2105011FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 19 liðum.
Liðir 1, 2, 3 og 4 eru sér liðir á dagskrá.
Enginn tók til máls og ekkert þarfnast afgreiðslu.

2.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 986, frá 27.05.2021.

Málsnúmer 2105013FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 8 liðum.
Liðir 1,2 og 4 eru sér liðir á dagskrá.
Enginn tók til máls og ekkert þarfnast afgreiðslu.

3.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 987, frá 03.06.2021,

Málsnúmer 2106001FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 10 liðum.
Liðir 1, 5, 6, 7, og 8 eru sér liðir á dagskrá.
Enginn tók til máls og ekkert þarfnast afgreiðslu.

4.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 988, frá 10.06.2021.

Málsnúmer 2106006FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 17 liðum.
Liðir 1,2,3,4,5,6,9,10,11,14 eru sér liðir á dagskrá.
Enginn tók til máls og ekkert þarfnast afgreiðslu.

5.Atvinnumála- og kynningarráð - 63, frá 02.06.2021.

Málsnúmer 2105015FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 6 liðum.
Liður 1 er til afgreiðslu.
Enginn tók til máls.
  • Atvinnumála- og kynningarráð - 63 Atvinnumála- og kynningaráð tekur undir áhyggjur á skorti af samráði ráðuneytisins við áfangastaðastofur og aðra hlutaðeigandi aðila við vinnslu verkefnisins Vörður. Ráðið telur afar mikilvægt að verkefni eins og Vörður fari fram í öllum landshlutum. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að taka undir ofangreinda bókun Atvinnumála- og kynningarráðs.

6.Félagsmálaráð - 250, frá 11.05.2021.

Málsnúmer 2105006FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 11 liðum.
Ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls og ekkert þarfnast afgreiðslu.

7.Félagsmálaráð - 251, frá 08.06.2021.

Málsnúmer 2106005FVakta málsnúmer

Fundargerðin er 11. liðum.
Ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls og ekkert þarfnast afgreiðslu.

8.Fræðsluráð - 260, frá 12.05.2021.

Málsnúmer 2105003FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 6 liðum.
Liður 2 er sér liður á dagskrá.
Enginn tók til máls og ekkert þarfnast afgreiðslu.

9.Fræðsluráð - 261, frá 09.06.2021.

Málsnúmer 2106002FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 8 liðum.
Ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls og ekkert þarfnast afgreiðslu.

10.Landbúnaðarráð - 139, frá 03.06.2021.

Málsnúmer 2105016FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 6 liðum.
Liðir 1, 2, 3, 4, og 6 eru sér liðir á dagskrá.
Enginn tók til máls og ekkert þarfnast afgreiðslu.

11.Menningarráð - 86, frá 25.05.2021.

Málsnúmer 2105012FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 6 liðum.
Liðir 4 og 6 eru sér liðir á dagskrá.
Enginn tók til máls og ekkert þarfnast afgreiðslu.

12.Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 26, frá 14.05.2021.

Málsnúmer 2105005FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 6 liðum.
Ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls og ekkert þarfnast afgreiðslu.

13.Umhverfisráð - 353, frá 28.05.2021

Málsnúmer 2105014FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 16 liðum.
Liðir 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9, 12 og 14 eru sér liðir á dagskrá.
Enginn tók til máls og ekkert þarfnast afgreiðslu.

14.Umhverfisráð - 354, frá 04.06.2021.

Málsnúmer 2106003FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 8 liðum.
Liðir 4, 6 og 7 eru sér liðir á dagskrá.
Enginn tók til máls og ekkert þarfnast afgreiðslu.

15.Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 104, frá 14.05.2021

Málsnúmer 2105009FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 8 liðum.
Ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls og ekkert þarfnast afgreiðslu.

16.Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 105, frá 11.06.2021.

Málsnúmer 2106004FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 7 liðum.
Ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls og ekkert þarfnast afgreiðslu.

17.Frá 985. fundi byggðaráðs; Skólaakstur í MTR og gjaldskrá.

Málsnúmer 202010086Vakta málsnúmer

Á 985. fundi byggðaráðs þann 20. maí sl. var meðal annars eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað frá sviðsstjórum fræðslu- og menningarsviðs og félagsmálasviðs, dagsett þann 26. apríl 2021, er varðar a) ósk um áframhaldandi akstursþjónustu við framhaldsskólanemendur í MTR og b) gjaldskrá fyrir skólaakstur í MTR.
a) Lagt er til sveitarfélagið bjóði upp á áframhaldandi þjónustu um skólaakstur í MTR skólaárið 2021-2022. Rök: Samkvæmt upplýsingum frá MTR er ekki hægt að koma til móts við nemendur vegna mætingu í fyrsta tíma. Horft er til öryggis nemenda vegna snjóflóðahættu. Líkur eru á að nemandi verði á starfsbraut skólans á næsta ári og samkvæmt lögum um málefni fatlaðra ber sveitarfélaginu að sinna ferðaþjónustu fyrir nemendur í grunn- og framhaldsskóla.
b) Lagt er til að gjaldskrá verði kr. 25.000 per mánuð og greitt mánaðarlega. Kostnaður sveitarfélagsins til verktaka mánaðarlega er um kr. 400.000. Í dag eru 5 nemendur að nýta sér rútuferðirnar. Nettó kostnaður sveitarfélagsins þá í 9 mánuði er áætlaður um 2,7 m.kr.

a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu um akstur skólaárið 2021-2022. b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að gjaldskrá."

Enginn tók til máls.

a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um áframhaldandi akstur nemenda í Menntaskólann á Tröllaskaga skólaárið 2021-2022.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu að gjaldskrá.

18.Frá 988. fundi byggðaráðs þann 10.06.2021; Búfjáreftirlit; gjald vegna útgáfu leyfa

Málsnúmer 202104175Vakta málsnúmer

Á 988. fundi byggðaráðs þann 10. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 139. fundi landbúnaðarráðs þann 3. júní 2021 var eftirfarandi bókað: "Fyrir fundinum lá athugun á lögmæti innheimtu búfjárleyfisgjalds. Landbúnaðarráð leggur til að búfjárleyfisgjald verði fellt niður úr gjaldskrá. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum." Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu landbúnaðarráðs að breytingum á gjaldskrá og felur starfsmönnum landbúnaðarráðs og byggðaráðs að gera viðeigandi leiðréttingar. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um breytingu á gjaldskrá landbúnaðarráðs vegna búfjárleyfisgjald og að það verði fellt niður úr gjaldskrá. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um að fela starfsmönnum landbúnaðarráðs og byggðaráðs að gera viðeigandi leiðréttingar.

19.Frá 985. fundi byggðaráðs þann 20.05.2021; Lagfæringar í sundlaug Dalvíkur

Málsnúmer 202001007Vakta málsnúmer

Á 985. fundi byggðaráðs þann 20. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 983. fundi byggðaráðs þann 29. apríl 2021 var m.a. eftirfarandi bókað: "Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka, nr. 9 við fjárhagsáætlun 2021, að upphæð kr. 12.539.659 við deild 31240,og að honum verði mætt með lækkun á lið 05710-4955 að upphæð kr. 5.300.000 og lækkun á handbæru fé að upphæð kr. 7.239.659. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar." Sveitarstjórn staðfesti ofangreindan viðauka á fundi sínum þann 12. maí sl. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi: a) Minnisblað frá 12. maí sl. þar sem fram kemur að samhliða ofangreindum framkvæmdum þurfti að skoða ýmsa viðhaldsþætti sem tengjast ekki endilega framkvæmdunum en mikilvægt að nýta tækifærið og klára, s.s. endurnýja stúta í sundlaug, endurnýja stút i vaðlaug, vinna við hitalögn við rennibraut, endurnýja brotnar flísar, alls áætlað um 3,4 m.kr. Lagt er til að á móti þessum kostnaði verði hætt við nokkur verkefni í viðhaldsáætlun Eignasjóðs 2021 við Dalvíkurskóla, Sundlaug Dalvíkur og Íþróttamiðstöð. Að auki er upplýst um 2,3 m.kr. kostnað vegna eftirlits með klórkerfinu sem ekki var vitað um og ekki því gert ráð fyrir. Ofangreint er því alls um 5,7 m.kr. b) Erindi frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar að upphæð kr. 4.830.000 við lið 31240-4160. vegna ofangreindra verkefna sem hafa komið til vegna framkvæmda við Sundlaug Dalvikur. Ekki er gert ráð fyrir niðurfellingu verka á móti þessum kostnaði og óskað er eftir að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafna ofangreindri beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2021 og felur deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar að koma með yfirlit yfir verkið að því loknu og þá tillögu til byggðaráðs um niðurskurð viðhalds Eignasjóðs á móti."

Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um að hafna beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2021 en að deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar komi með yfirlit yfir verkið að því loknu og þá tillögu til byggðaráðs um niðurskurð viðhalds Eignasjóðs á móti.

20.Frá 986. fundi byggðaráðs þann 27.05.2021; Beiðni um viðauka v. styttingu vinnuviku

Málsnúmer 202105124Vakta málsnúmer

Á 986. fundi byggðaráðs þann 27. maí 2021 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, rafpóstur dagsettur þann 18. maí 2021, þar sem óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 611.126 við fjárhagsáætlun 2021 á deild 06500 Íþróttamiðstöð vegna styttingu vinnuvikunnar. Gísli Rúnar vék af fundi kl. 11:50. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2021, viðauki nr. 10 að upphæð kr. 611.126 við deild 06500 vegna launa og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til sveitarstjórnar til umfjöllunar og afgreiðslu."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 10 við fjárhagsáætlun 2021 að upphæð kr. 611.126 við deild 06500 vegna launakostnaðar vegna styttingu vinnuvikunnar (vaktavinna).
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

21.Frá 988. fundi byggðaráðs þann 10.06.2021; Beiðni um viðauka vegna styttingar vinnuviku í vaktavinnu

Málsnúmer 202105134Vakta málsnúmer

Til máls tók Þórhalla Karlsdóttir sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu hvað þennan lið varðar og vék af fundi kl.16:25.
Guðmundur St. Jónsson, 1. varaforseti, tók við fundarstjórn.

Tekið fyrir erindi frá 988. fundi byggðaráðs þann 10. júní sl. þar sem eftirfarandi er bókað:
"Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra félagsmálasviðs, dagsett þann 27. maí 2021, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2021, deild 02560, vegna styttingu vinnuvikunnar í vaktavinnu. Auka þarf stöðuhlutföll starfsmanna í íbúðakjarnanum í Lokastíg 3 og Lokastíg 4. Aukningin er 1,6 stöðugildi og áætlaður launakostnaður vegna þessa er kr. 10.194.775 miðað við frá 1. maí 2021. Lagt er til að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2021, deild 02560, að upphæð kr. 10.194.775, viðauki nr. 11. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 11 við fjárhagsáætlun 2021 að upphæð kr. 10.194.775 við deild 02560 vegna launakostnaðar vegna styttingu vinnuvikunnar (vaktavinna).
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Þórhalla Karlsdóttir tekur ekki þátt i atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.

22.Frá 988. fundi byggðaráðs þann 10.06.2021; Beiðni um tilfærslur á milli liða, deildir 10500 og 11410

Málsnúmer 202106022Vakta málsnúmer

Þórhalla Karlsdóttir kom inn á fundinn að nýju kl. 16:26 og tók við fundarstjórn.

Á 988. fundi byggðaráðs þann 10. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá deildarstjóra Eigna-og framkvæmdadeildar, rafpóstur dagsettur þann 3. júní 2021, þar sem óskað er eftir tilfærslu á milli deilda í fjárhagsáætlun 2021. Óskað er eftir að flytja kr. 800.000 af lið 10500-4396 og yfir á lið 11410-2922 vegna kaupa á blómum og þökum fyrir opin svæði. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um tilfærslu á milli deilda samkvæmt ofangreindu að upphæð kr. 800.000, viðauki nr. 12 við fjárhagsáætlun 2021. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 12 við fjárhagsáætlun 2021 þannig að flutt verði kr. 800.000 af lið 10500-4396 og yfir á lið 11410-2922.

23.Frá 988. fundi byggðaráðs þann 10.06.2021; Viðhald gatna og gangstétta 2021 - viðauki

Málsnúmer 202105146Vakta málsnúmer

Á 988. fundi byggðaráðs þann 10. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 354. fundi umhverfisráðs þann 4. júní 2021 var eftirfarandi bókað: "Steinþór Björnsson, deildarstjóri EF-deildar kom á fundinn kl. 08:15. Tekin fyrir samantekt deildarstjóra EF deildar á viðhaldi gatna og gangstétta. Búið er að gera við verstu svæðin en nokkur svæði eru það illa farin eftir veturinn að nauðsynlegt er að bregðast við. Fjárheimildir á fjárhagsáætlun ársins eru langt komnar. Umhverfisráð fór yfir listann með sviðsstjóra og forgangsraðaði verkefnum. Umhverfisráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að fela deildarstjóra EF-deildar að kostnaðarmeta nauðsynlegar framkvæmdir miðað við forgangsröðun ráðsins. Umhverfisráð felur sviðsstjóra að óska eftir viðauka til byggðaráðs vegna framkvæmdanna, allt að 6 milljónir króna vegna viðhalds og malbiksframkvæmda gatna og gangstétta." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, dagsett þann 9. júní 2021, þar sem óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 6.000.000 við deild 10300 vegna viðhalds gatna og gangstétta samkvæmt fyrirliggjandi tillögu. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2021, viðauka nr. 13, að upphæð kr. 6.000.000 á lið 10300-4396. Byggðaráð samþykkir jafnframt samhljóða með 3 atkvæðum að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til sveitarstjórnar til umfjöllunar og afgreiðslu."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 13, að upphæð kr. 6.000.000 á lið 10300-4396 og breytingu á fjárhagsáætlun 2021. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

24.Frá 985. fundi byggðaráðs þann 20.05.2021; Geymsluskáli við Sandskeið, greinargerð.

Málsnúmer 202105022Vakta málsnúmer

Á 985. fundi byggðaráðs þann 20. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir minnisblað frá sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs, dagsett þann 4. maí 2021, þar sem vísað er til þess að á fjárhagsáætlun ársins 2020 voru áætlaðar 45 m.kr. í fjárfestingu vegna byggingu á geymsluskála veitna við Sandskeið. Í árslok voru færðar um 52,9 m.kr. á verkefnið. Mismunurinn felst aðallega í meiri jarðvinnu en gert var ráð fyrir, lagður var gólfhiti í allt húsið, gera þurfti nýja rafmagnstöflu fyrir húsið og leggja rafstreng. Fram hefur komið viðbótar reikningur frá verktaka að upphæð um 1,9 m.kr. sem láðst hafði að innheimta fyrir. Heildarkostnaður geymsluskála verður þá um 54,8 m.kr. í stað 45 m.kr. Á árinu 2021 er gert ráð fyrir að leggja malbik við innkeyrsluna í geymsluskála og kaup á hillurekkum, áætlaður kostnaður 3,5 m.kr. Sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs leggur til að útistandandi reikningur að upphæð um 1,8 m.kr. verði gerður upp við verktakann og því mætt með því að fresta hluta framkvæmda við geymskuskálann til næsta árs. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um breytingu á framkvæmdaáætlun ársins 2021."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og breytingu á framkvæmdaáætlun ársins 2021 vegna geymskuskála veitna við Sandskeið.

25.Frá 986. fundi byggðaráðs þann 27.05.2021; Samkomulag vegna atvinnuástands 2021

Málsnúmer 202105118Vakta málsnúmer

Á 986. fundi byggðaráðs þann 27. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, kl. 11:30. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, dagsett þann 25. maí 2021, um atvinnuátak námsmanna 2021 og samkomulag, dagsett þann 21. maí 2021, milli Dalvíkurbyggðar og Kjalar, stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu, um störf við Vinnuskóla Dalvíkurbyggðar til handa ungmennum sem verða 17 ára á árinu. Dalvíkurbyggð fékk úthlutað 5 störfum vegna atvinnuátaks ríkisstjórnarinnar fyrir námsmenn. Lagt er til að kostnaði vegna átaksins sé vísað á deild 06270 Vinnuskóla og ekki þurfi að koma til sérstakur viðauki. Byggðaráð gerir ekki athugasemdir ofangreint."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.

26.Frá 988. fundi byggðaráðs þann 10.06.2021; Beiðni um viðauka vegna gatnagerðar og lagnavinnu að Hamri 2021

Málsnúmer 202106021Vakta málsnúmer

Á 988. fundi byggðaráðs þann 10. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 354. fundi umhverfisráðs þann 4. júní 2021 var eftirfarandi bókað: "Tekið fyrir erindi frá Þorsteini Björnssyni, sviðsstjóra, dagsett 3. júní 2021. Þar tekur hann saman kostnað við framkvæmdir í frístundabyggðinni að Hamri. Búið er að úthluta sex lóðum í hverfi B9 undir sumarhús og því er nauðsynlegt að fara í slóðagerð og lagnavinnu sem fyrst. Það sem snýr að umhverfisráði er slóðagerð og fylgdi uppdráttur erindi sviðsstjóra. Áætlaður kostnaður við slóðagerðina er 4 milljónir króna. Ekki er gert ráð fyrir þessum kostnaði í fjárhagsáætlun 2021 og því fylgdi erindinu beiðni um viðauka sem yrði mætt með lækkun á handbæru fé. Umhverfisráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að fela sviðsstjóra að óska eftir viðauka til byggðaráðs allt að 4 milljónir til slóðagerðar á Hamri." Sveitarstjóri kynnti á fundinum viðaukabeiðni frá framkvæmdasviði að upphæð kr. 6.700.000 vegna slóðagerðar og lagnavinnu að Hamri 2021. Kr. 4.000.000 á lið 32200-11900, kr. 700.000 á lið 44200-11606 og kr. 2.000.000 á lið 74200-11606. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka að upphæð kr. 6.700.000, viðauki 14 við fjárhagsáætlun 2021, og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra framkvæmdasviðs að koma með beiðni um viðauka vegna áætlaðra tekna á móti gjöldunum þegar sú áætlun liggur fyrir."
Enginn tók til máls.


Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 14 við fjárhagsáætlun 2021 vegna slóðagerðar og lagnavinnu að Hamri, þannig að kr. 4.000.000 fari á lið 32200-11900, kr. 700.000 fari á lið 44200-11606 og kr. 2.000.000 á lið 74200-11606, alls kr. 6.700.000. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé en staðfestir bókun byggðaráðs um að fela sviðsstjóra framkvæmdasviðs að koma með beiðni um viðauka vegna áætlaðra tekna á móti gjöldunum þegar sú áætlun liggur fyrir.

27.Frá 353. fundi umhverfisráðs þann 28.05.2021; Staðsetning færanlegra hraðahindrana

Málsnúmer 202105096Vakta málsnúmer

Á 353. fundi umhverfisráðs þann 28. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Á síðasta fundi ráðsins var óskað eftir tillögum frá íbúum sveitarfélagsins að staðsetningu færanlegra hraðahindrana. Alls bárust tillögur frá þrettán einstaklingum. Umhverfisráð þakkar allar innsendar tillögur frá íbúum. Ráðið leggur til að keyptar verði fimm nýjar hraðahindranir og að þær verði staðsettar í Hólavegi, Svarfaðarbraut og Bjarkarbraut á Dalvík. Ein hraðahindrun verði staðsett í Aðalgötu á Hauganesi og ein í Aðalbraut á Árskógssandi. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs um staðsetningu á færanlegum hraðahindrunum.

28.Frá 987. fundi byggðaráðs þann 03.06.2021; Fjárhagsáætlun 2021; heildarviðauki I

Málsnúmer 202105119Vakta málsnúmer

Á 987. fundi byggðaráðs þann 3. júní 2021 var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að heildarviðauka I við fjárhagsáætlun 2021 í fjárhagsáætlunarlíkani með þeim viðaukum 1 - 9 sem staðfestir hafa verið af sveitarstjórn. Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir og kynnti helstu niðurstöður. Einnig fylgdu með fundarboði byggðaráðs eftirfarandi gögn til upplýsingar; a) Yfirlit fjárfestinga í samanburði við heimildir janúar - apríl 2021. b) Yfirlit yfir stöðu fjárhagsaðstoðar í samanburði við áætlun janúar - apríl 2021. c) Yfirlit yfir greitt útsvar janúar - apríl 2021 í samanburði við áætlun og í samanburði við önnur sveitarfélög. d) Yfirlit yfir launakostnað og stöðugildi í samanburði við áætlanir janúar - apríl 2021. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að heildarviðauka I við fjárhagsáætlun 2021 og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn."
Til máls tók:
Katrín Sigurjónsdóttir, sem gerði grein fyrir helstu niðurstöðum.

Rekstrarniðurstaða A-hluta, kr. -79.971.000, var kr. -56.066.000.
Rekstrarniðurstaða Samstæðu A- og B- hluta, kr. -70.904.000, var kr. -46.999.000.
Handbært fé frá rekstri Samstæðu A- og B- hluta, kr. 156.655.000, lækkar um kr. 23.843.000 frá upprunalegri áætlun.
Fjárfestingar Samstæðu A- og B- hluta, kr. 146.813.000, hækka um kr. 3.853.000 frá upprunalegri áætlun.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og heildarviðauka I við fjárhagsáætlun 2021 eins og hann liggur fyrir.

29.Frá 988. fundi byggðaráðs þann 10.06.2021; Starfs- og fjárhagsáætlun 2022 - 2025; tímarammi

Málsnúmer 202105027Vakta málsnúmer

Á 988. fundi byggðaráðs þann 10. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði fylgdi tillaga frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að tímaramma vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2022-2025. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindan tímaramma eins og hann liggur fyrir og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi tillögu að tímaramma vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2021.

30.Frá 988. fundi byggðaráðs þann 10.06.2021; Nýtt hlutverk fyrir Gamla skóla

Málsnúmer 202011083Vakta málsnúmer

Á 988. fundi byggðaráðs þann 10. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 986. fundi byggðaráðs þann 27. maí 2021 var eftirfarandi bókað: "Á 985. fundi byggðaráðs þann 20. maí sl. var eftirfarandi bókað; "Með fundarboði fylgdu gögn frá Vinnuhópi um Gamla skóla og Friðlandsstofu: a) Minnisblað vinnuhópsins til byggðaráðs. b) Kostnaðaráætlun frá AVH um endurbætur húsnæðisins ásamt yfirliti. c) Fundargerð þriðja fundar vinnuhópsins þann 18.05.2020. d) Þrjár fundargerðir samtalshóps starfsmanna um verkefnið frá 15. apríl, 27. apríl og 17. maí. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að vinna áfram ofangreind drög að könnun í samræmi við umræður á fundinum og setja í loftið á heimasíðu sveitarfélagsins. Gögnin eru lögð fram til kynningar og umræðu í byggðaráði en stefnt er að ákvarðanatöku sveitarstjórnar á næsta fundi þann 15. júní nk. Ofangreint til umræðu. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að koma með drög fyrir byggðaráð að könnun meðal íbúa." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga sveitarstjóra að könnun meðal íbúa í samræmi við ofangreint." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað þjónustu- og upplýsingafulltrúa vegna könnunar um Gamla skóla. Niðurstöður íbúakönnunar um Gamla skóla og Friðlandsstofu. Könnunin var opin frá 31. maí og til og með 7. júní. Niðurstöður eru eftirfarandi: Alls tóku 48 manns þátt í könnuninni og skiptust atkvæði þannig: 1. valmöguleiki 33 atkvæði 2. valmöguleiki 5 atkvæði 3. valmöguleiki 5 atkvæði 4. valmöguleiki 4 atkvæði 5. valmöguleiki 1 atkvæði. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Forseti sveitarstjórnar losaði um fundarsköp og leyfði óformlegar umræður um málið.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa ofangreindu máli til byggðaráðs til fullnaðarafgreiðslu í samræmi við umræður á fundinum.

31.Frá 985. fundi byggðaráðs þann 20.05.2021; PayAnalytics vegna launagreininga

Málsnúmer 202104062Vakta málsnúmer

Á 985. fundi byggðaráðs þann 20. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir minnisblað frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, dagsett þann 19. maí 2021, er varðar samning um PayAnalytics vegna jafnlaunavottunar og launagreininga. Gert er ráð fyrir þessu verkefni í starfs- og fjárhagsáætlun fjármála- og stjórnsýslusviðs 2021. Lagt er til að gerður verði samningur til árs. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu og fyrirliggjandi drög að samningi."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi samningsdrög.

32.Frá 986. fundi byggðaráðs frá 27.05.2021; Fjarskiptamál - Verðfyrirspurn - Samningur við Símann

Málsnúmer 202104167Vakta málsnúmer

Á 986. fundi byggðaráðs þann 27. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir minnisblað, dagsett þann 26. maí 2021, frá UT-teymi sveitarfélagsins þar sem gert er grein fyrir verðfyrirspurn UT-teymis vegna fjarskiptamála. Lagt er til að gengið verði til samninga við Símann skv. meðfylgjandi samningsdrögum. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu um að gengið verði til samninga við Símann og samþykkir jafnframt fyrirliggjandi drög að samningi við Símann. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi samning við Símann um fjarskiptamál.

33.Frá 988. fundi byggðaráðs þann 10.06.2021; Fiskidagurinn mikli; staða mála - samningur

Málsnúmer 202104105Vakta málsnúmer

Á 988. fundi byggðaráðs þann 10. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Guðmundur St. Jónsson vék af fundi kl. 15:13 vegna vanhæfis við umfjöllun og afgreiðslu. Á 983. fundi byggðaráðs þann 29. apríl sl. var sveitarstjóra falið að gera drög að samningi við stjórn Fiskidagsins mikla um styrkveitingar vegna Fiskidagsins mikla. Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að samningi við stjórn Fiskidagsins mikla um forsendur á greiðslu á styrk að upphæð kr. 5.500.000 árið 2021 þar sem fyrir liggur að Fiskidagurinn mikli verður ekki haldinn í ár. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofangreind drög að samningi með því skilyrði að drögin verði uppfærð miðað við almennar reglur Dalvíkurbyggðar um styrkveitingar og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar. Guðmundur St. Jónsson tekur ekki þátt í umfjöllun og afgreiðslu vegna vanhæfis."
Til máls tóku:
Guðmundur St. Jónsson sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu hvað þennan lið varðar og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu kl. 17:00.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og samningsdrög við Fiskidaginn mikla með áorðnum breytingum. Guðmundur St. jónsson tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.

34.Frá 987. fundi byggðaráðs þann 03.06.2021; Ársreikningur 2020 og gögn vegna slita stofnunarinnar

Málsnúmer 202104161Vakta málsnúmer

Guðmundur St. Jónsson kom inn á fundinn að nýju kl. 17:01.

Á 987. fundi byggðaráðs þann 3. júní 2021 var eftirfarandi bókað:
"Á 983. fundi byggðaráðs þann 29. apríl 2021 var eftirfarandi bókað: "Á fundinum gerði sveitarstjóri grein fyrir framhaldsaðalfundi og slitafundi stofnfjáreigenda Gásakaupstaðar ses sem haldinn var þann 10. febrúar sl. Á þeim fundi var lögð fram eignaskrá Gásakaupstaðar ses og tillaga stjórnar að ráðstöfun eigna við slit. Einnig var kosin skilanefnd sem er að störfum og er áætlað að ljúka slitum félagsins þann 20. maí nk. Lagt fram til kynningar." Með fundarboði byggðaráðs fylgdu eftirfarandi gögn: a) Fundargerð skilanefndar frá 20.05.2021. b) Eignaskrá Gásakaupstaðar 2020, tillaga. c) Frumvarp til úthlutunargerðar, fra 25.05.2021. d) Lokareikningur fyrir Gásakaupstað ses til 25.05.2021. e) Kröfulýsingaskrá. Lagt er til að stofné hluthafa og óráðstafað eigið fé fari í sjóð til að halda Miðaldadaga í vörslu Minjasafnsins. Sjóðurinn yrði geymdur til 2024. Ef sjóðurinn er ekki nýttur til þessa verkefnis verður honum skipt milli eigenda Gásakaupstaðar ses í samræmi við eignarhlut. Stofnfé Dalvíkurbyggðar var 20% eða kr. 202.000 og hlutdeild í óráðstöfuðu eigin fé er kr. 261.817 eða samtals kr. 463.817. Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við ofangreinda tillögu um ráðstöfun á stofnfé og óráðstöfuðu fé og/eða öðrum eignum og búnaði. Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við lokareikning fyrir Gásakaupstað ses til 25.05.2021 og önnur fyrirliggjandi gögn frá skilanefnd. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs, ráðstöfun á stofnfé og óráðstöfuðu eigin fé. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við lokareikning fyrir Gásakaupstað ses til 25.05.2021 og önnur fyrirliggjandi gögn frá skilanefnd.

35.Frá 987. fundi byggðaráðs þann 03.06.2021; Starfsstöð Sýslumannins á Norðurlandi eystra á Dalvík

Málsnúmer 202105019Vakta málsnúmer

Á 987. fundi byggðaráðs þann 3. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 984. fundi byggðaráðs þann 6. maí 2021 var eftirfarandi bókað: "Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs í gegnum TEAMS fjarfund Svavar Pálsson, Sýslumaður á Norðurlandi eystra og Guðjón Björnsson, staðgengill Sýslumanns, kl. 14:30. Til umræðu starfsstöð Sýslumannsins í Ráðhúsi Dalvíkur. Svavar og Guðjón véku af fundi kl. 15:05. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu máli og hugmyndum til umfjöllunar í framkvæmdastjórn." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur sveitarstjóra frá 2. júní sl. þar sem gert er grein fyrir umfjöllun framkvæmdastjórnar, samskiptum við Sýslumanninn ásamt drögum að samstarfssamningi á milli Dalvíkurbyggðar og Sýslumannsembættisins. Byggðaráð samþykkir með 3 atkvæðum að hafna samstarfi við Sýslumannsembættið á Norðurlandi eystra um að starfsmaður Dalvíkurbyggðar í Ráðhúsi sveitarfélagsins á Dalvík verði jafnframt starfsmaður Sýslumannsins á Norðurlandi eystra og annist þjónustu og afgreiðslu starfsstöðvarinnar á Dalvík á þeim forsendum sem lagðar eru fram. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að móta erindi til ráðherra um eflingu starfsstöðvar Sýslumannsins á Norðurlandi eystra á Dalvík"
Enginn tók til máls.

Sveitastjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og staðfestir að hafna samstarfi við Sýslumannsembættið á Norðurlandi eystra um að starfsmaður Dalvíkurbyggðar í Ráðhúsi sveitarfélagsins á Dalvík verði jafnframt starfsmaður Sýslumannsins.

36.Frá 86. fundi menningarráðs þann 25.05.2021; 17. júní 2021

Málsnúmer 202105110Vakta málsnúmer

Á 86. fundi menningarráðs þann 25. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Umræður og ákvarðanataka um hátíðarhöld á 17. júní 2021. Menningarráð leggur til að hátíðarhöld á 17. júní verði haldin með hefðbundnu sniði árið 2021."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu menningarráðs um 17. júní hátíðarhöld.

37.Frá 353. fundi umhverfisráðs frá 28.05.2021; Ægisgata 19a - byggingarframkvæmdir

Málsnúmer 202007005Vakta málsnúmer

Á 353. fundi umhverfisráðs þann 28. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Með umsókn, dagsettri 5. maí 2021, óskar Stefán Ingólfsson fyrir hönd Svavars Sigurðssonar eftir byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi að Ægisgötu 19a á Árskógssandi. Meðfylgjandi eru aðaluppdrættir, afstöðumynd og skráningartafla fyrir húsið. Umhverfisráð samþykkir erindið og felur sviðsstjóra að veita umbeðið byggingarleyfi með fyrirvara um að breytingar verði gerðar samkvæmt ábendingum slökkviliðsstjóra. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs um byggingarleyfi með fyrirvara um að breytingar verði gerðar samkvæmt ábendingum slökkviliðsstjóra.

38.Frá 353. fundi umhverfisráðs þann 28.05.2021; Umsókn um byggingarleyfi fyrir garðskála við Öldugötu 1, Árskógssandi

Málsnúmer 202105087Vakta málsnúmer

Á 353. fundi umhverfisráðs þann 28. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Með umsókn, dagsettri 17. maí 2021, óskar Jón Guðmundsson eftir byggingarleyfi fyrir garðskála að Öldugötu 1 á Árskógssandi. Meðfylgjandi eru grunnmynd og útlitsteikning af skálanum auk samþykkis næstu nágranna. Umhverfisráð samþykkir erindið og felur sviðsstjóra að veita umbeðið byggingarleyfi með þeim fyrirvara að skráningartafla hússins verði uppfærð. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og umbeðið byggingarleyfi með þeim fyrirvara að skráningartafla hússins verði uppfærð.

39.Frá 353. fundi umhverfisráðs þann 28.05.2021; Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201807009Vakta málsnúmer

Á 353. fundi umhverfisráðs þann 28. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Með tölvupósti, dagsettum 26. maí 2021, óskar Guðmar Ragnar Stefánsson fyrir hönd Brúarsmiða ehf. eftir frekari framlengingu á byggingarleyfi að Gunnarsbraut 8 á Dalvík. Umhverfisráð telur að ekki sé grundvöllur fyrir frekari framlengingu byggingarleyfis að Gunnarsbraut 8 og felur Skipulags- og tæknifulltrúa að innkalla lóðina og auglýsa aftur til úthlutunar á heimasíðu Dalvíkurbyggðar. Samþykkt með fimm atkvæðum. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og innköllun á úthlutun lóðarinnar að Gunnarsbraut 8. Jafnframt að lóðin verði aftur auglýst til úthlutunar á heimasíðu Dalvíkurbyggðar.

40.Frá 353. fundi umhverfisráðs þann 28.05.2021; Umsókn um lóð 9F gata B3 í landi Hamars

Málsnúmer 202105057Vakta málsnúmer

Á 353. fundi umhverfisráðs þann 28. maí 2021 var eftirfarandi bókað:
"Með umsókn óskar Hólmfríður Margrét Sigurðardóttir eftir frístundalóð merktri 9F við götu B3 að Hamri. Umhverfisráð samþykkir erindið og felur sviðsstjóra að úthluta umbeðinni lóð. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og úthlutun á lóðinni 9F við götu B3 að Hamri.

41.Frá 353. fundi umhverfisráðs þann 28.05.2021; Svarfaðarbraut 4, geymslustæði, innkeyrsla frá Ásvegi og tilfærsla á ljósastaur.

Málsnúmer 202105093Vakta málsnúmer

Til máls tók Þórhalla Karlsdóttir, sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu á þessum lið kl. 17:08. Guðmundur St. Jónsson, 1. varaforseti, tók við fundarstjórn undir þessum lið.

Á 353. fundi umhverfisráðs þann 28. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Með erindi, dagsettu 18. maí 2021, óska þau Rúnar Helgi Óskarsson og Þórhalla Karlsdóttir eftir leyfi til þess að gera geymslustæði með innkeyrslu af Ásvegi á lóð sinni að Svarfaðbraut 4. Einnig óska þau eftir því að ljósastaur verði færður að lóðamörkum í vestri. Umhverfisráð samþykkir að húseigendur að Svarfaðarbraut 4 fái að gera innkeyrslu úr Ásvegi. Færsla á ljósastaur er einnig samþykkt að því gefnu að umsækjendur beri kostnað af verkinu og að það sé unnið í samráði við næstu nágranna og Skipulags- og tæknifulltrúa. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. "
Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og beiðni húseigenda við Svarfaðarbraut 4 og þau skilyrði sem sett eru um kostnað af verkinu og samráð. Þórhalla Karlsdóttir tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.

42.Frá 353. fundi umhverfisráðs þann 28.05.2021; Styrkir til verkefna á sviði orkuskipta

Málsnúmer 202105131Vakta málsnúmer

Þórhalla Karlsdóttir kom inn á fundinn að nýju kl. 17:10 og tók við fundarstjórn að nýju.

Á 353. fundi umhverfisráðs þann 28. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Orkusjóður auglýsir eftir styrkumsóknum og þar á meðal til uppsetningar á hleðslustöðvum við gististaði og fjölsótta ferðamannastaði. Umhverfisráð leggur til að sveitarfélagið sendi inn umsóknir til Orkusjóðs fyrir hleðslustöðvum á ferjuhöfninni á Árskógssandi og hafnarsvæðinu á Hauganesi. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs um að senda inn umsóknir til Orkusjóðs fyrir tilgreindar hleðslustöðvar.

43.Frá 139. fundi landbúnaðarráðs þann 03.06.2021; Fjallgirðingarmál 2021 - verðkönnun

Málsnúmer 202102062Vakta málsnúmer

Á 139. fundi landbúnaðarráðs þann 3. júní sl. var eftirfarandi bókað;
"Verðkönnun vegna endurnýjunar fjallgirðingar á Árskógsströnd var send út á tvo aðila í byrjun maí. Eitt tilboð barst í endurnýjunina; frá EB ehf. Landbúnaðarráð leggur til að gengið verði til samninga við EB ehf. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu landbúnaðarráðs um að gengið verði til samninga við EB ehf. um endurnýjun fjallgirðingar á Árskógsströnd.

44.Frá 139. fundi landbúnaðarráðs þann 03.06.2021; Girðing á bökkum Svarfaðardalsár

Málsnúmer 202105145Vakta málsnúmer

Á 139. fundi landbúnaðarráðs þann 3. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Með bréfi, dagsettu 14. apríl, óskar Freydís Dana Sigurðardóttir fyrir hönd Reiðveganefndar Hestamannafélagsins Hrings eftir leyfi frá sveitarfélaginu til þess að girða reiðleið meðfram Svarfaðardalsá að vestan frá Hringsholti að Árgerði. Landbúnaðarráð hafnar erindinu um girðingu á Böggvisstaðabökkum. Landbúnaðarráð felur Skipulags- og tæknifulltrúa að ræða við Reiðveganefnd Hestamannafélagsins Hrings um nýtingu svæðisins. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu landbúnaðarráðs og höfnun á erindinu um girðingu á Böggvisstaðabökkum.

45.Frá 139. fundi landbúnaðarráðs frá 03.06.2021; Fyrirkomulag grenjavinnslu og meindýravarna 2021

Málsnúmer 202105079Vakta málsnúmer

Á 139. fundi landbúnaðarráðs þann 3. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Til umræðu var fyrirkomulag grenjavinnslu í sveitarfélaginu. Landbúnaðarráð leggur til að fyrirkomulag grenjavinnslu í Dalvíkurbyggð verði með eftirfarandi hætti: Þeir Haukur Sigfússon, Ólafur Sigurðsson og Haraldur Ólafsson sjá um Árskógsströnd, Hálsdal, Holtsdalina og að Múlagöngum. Gunnsteinn Þorgilsson og Jóhann Magnússon munu sjá um Svarfaðardalssvæðið, frá Hamarsdal að Holtsdal. Landbúnaðarráð sér ekki ástæðu til þess að koma á þjónustusamningi vegna meindýravarna eins og staðan er. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu landbúnaðarráðs og tillögu um fyrirkomulag grenjavinnslu í Dalvíkurbyggð.

46.Frá 353. fundi umhverfisráðs þann 28.05.2021; Fornleifarannsóknir í Svarfaðardal í sumar

Málsnúmer 202105113Vakta málsnúmer

Á 353. fundi umhverfisráðs þann 28. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Með erindi, dagsettu 7. maí 2021, óskar Elín Ósk Hreiðarsdóttir fornleifafræðingur eftir leyfi Dalvíkurbyggðar til þess að fá að taka tvo könnunarskurði í landi sveitarfélagsins í sumar. Annars vegar á Upsadal og hins vegar í landi Hólárkots. Umhverfisráð samþykkir umbeðið leyfi samhljóða með fimm atkvæðum. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og umbeðið leyfi til rannsókna í Upsadal og í landi Hólárkots í sumar.

47.Frá 353. fundi umhverfisráðs og 139. fundi landbúnaðarráðs; Óskað er umsagna hagaðila. Landgræðsluáætlun 2021-2031 og umhverfismat áætlunarinnar

Málsnúmer 202105034Vakta málsnúmer

Á 353. fundi umhverfisráðs þann 28. maí sl. og á 139. fundi landbúnaðarráðs ann 3. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Með tölvupósti, dagsettum 6. maí 2021, óskar Landgræðslan eftir umsögnum hagaðila um Landgræðsluáætlun 2021-2031 og umhverfismat áætlunarinnar. Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við Landgræðsluáætlun 2021-2031. "
"Með tölvupósti, dagsettum 6. maí 2021, óskar Landgræðslan eftir umsögnum hagaðila um Landgræðsluáætlun 2021-2031 og umhverfismat áætlunarinnar. Landbúnaðarráð gerir ekki athugasemdir við Landgræðsluáætlun 2021-2031."
Enginn tók til máls.

Sveitastjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreindar afgreiðslur umhverfisráðs og landbúnaðarráðs um Landgræðsluáætlun 2021-2031 og umhverfismat áætlunarinnar.

48.Frá 139. fundi landbúnaðarráðs og 353. fundi umhverfisráðs; Kynning á drögum að landsáætlun í skógrækt og umhverfismati hennar

Málsnúmer 202105049Vakta málsnúmer

Á 139. fundi landbúnaðarráðs þann 28. maí sl. og 353. fundi umhverfisráðs þann 3. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Með tölvupósti, dagsettum 7. maí 2021, óskar Hrefna Jóhannesdóttir fyrir hönd Skógræktarinnar eftir umsögnum um drög að landsáætlun í skógrækt 2021-2031 og drög að umhverfismati hennar. Landbúnaðarráð gerir ekki athugasemd við framlögð drög að landsáætlun í skógrækt."

"Með tölvupósti, dagsettum 7. maí 2021, óskar Hrefna Jóhannesdóttir fyrir hönd Skógræktarinnar eftir umsögnum um drög að landsáætlun í skógrækt 2021-2031 og drög að umhverfismati hennar. Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við framlögð drög að landsáætlun í skógrækt. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreindar afgreiðslur landbúnaðarráðs og umhverfisráðs varðandi landsáætlun í skógrækt.

49.Frá 354. fundi umhverfisráðs þann 04.06.2021; Karlsrauðatorg 6

Málsnúmer 202106003Vakta málsnúmer

Á 354. fundi umhverfisráðs þann 4. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Vegagerðinni dagsett 1. júní 2021 vegna samstarfsverkefnis við Dalvíkurbyggð um vinnu við skipulag þjóðvegakerfisins í gegnum Dalvík. Í skipulagsvinnunni er horft til þess að færa veglínu til við Karlsrauðatorg 6 til að auka umferðaröryggi og bæta flæði annarra vegfarenda um svæðið. Vegagerðin leitar samstarfs við Dalvíkurbyggð um möguleg uppkaup á fasteigninni að Karlsrauðatorgi 6 til niðurrifs en það er í raun forsenda þess, að hægt verði að færa veglínuna og auka þar með vegsýn og umferðaröryggi.Umhverfisráð leggur til að sveitarfélagið taki þátt í þessu samstarfsverkefni með Vegagerðinni. Að mati ráðsins myndi þessi framkvæmd auka umferðaröryggi til muna, bæta aðgengi að Karlsrauðatorgi 4 og opna möguleika varðandi uppbyggingu áningarstaðar við Kumlateig. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Til máls tók:
Katrín Sigurjónsdóttir, sem leggur til að sveitarstjórn feli byggðaráði samtal við Vegagerðina um málið.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og tillögu umhverfisráðs um að sveitarfélagið taki þátt í þessu samstarfsverkefni með Vegagerðinni. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða með 7 atkvæðum að fela byggðaráði samtal við Vegagerðina um málið.

50.Frá 354. fundi umhverfisráðs þann 04.06.2021; Ósk um breytingu á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis

Málsnúmer 202105151Vakta málsnúmer

Á 354. fundi umhverfisráðs þann 4. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Arkibygg í umboði lóðarhafa að Skógarhólum 11 á Dalvík, dagsett 27. maí 2021, ósk um breytingu á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis. Í gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir aðkomu að raðhúsunum frá norðri. Sótt er um breytingu þannig að aðkoma að raðhúsunum verði frá suðri. Samhliða þessu er sótt um að færa byggingarreit um 4 metra til norðurs. Breytingartillagan gerir ráð fyrir að gengið sé inn í húsin frá suðri og 2 bílastæði séu fyrir framan hvert hús að sunnan. Umhverfisráð samþykkir erindið samhljóða með fimm atkvæðum og leggur til að þessi óverulega breyting á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynningin nái til Skógarhóla 9, 15, 17 og 23a-d. "
Til máls tók:
Katrín Sigurjónsdóttir.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs á erindi um breytingu á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis þannig að aðkoma að raðhúsunum verði frá suðri. Einnig að byggingarreitur verði færður um 4 metra til norðurs. Breytingartillagan gerir ráð fyrir að gengið sé inn í húsin frá suðri og 2 bílastæði séu fyrir framan hvert hús að sunnan. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs um að þessi óverulega breyting á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynningin nái til Skógarhóla 9, 15, 17 og 23a-d.

Sveitarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða með 7 atkvæðum að lóðarhafi skuli standa straum að öllum kostnaði tengdum öllum breytingum á skipulaginu.

51.Frá 354. fundi umhverfisráðs þann 04.06.2021; Deiliskipulag frístundabyggðar að Hamri - nýtt götuheiti

Málsnúmer 202106010Vakta málsnúmer

Á 354. fundi umhverfisráðs þann 4. júní sl. þar sem eftirfarandi var bókað: "Helga Íris Ingólfsdóttir, skipulags- og tæknifulltrúi, kynnti samskipti sín við Þjóðskrá vegna skráningar lóða í frístundabyggðinni að Hamri. Skráningin er óþjál þar sem gata við umræddar lóðir er skráð undir heitinu B3. Sveitarfélagið hefur heimildir til að ákvarða götunöfn án þess að það kalli á deiliskipulagsbreytingu. Nýtt götuheiti verður nýtt örnefni og mun verða til umfjöllunar hjá Örnefnanefnd Árnastofnunar. Umhverfisráð leggur til að nafninu á götu B3 að Hamri verði breytt í Garðatröð með vísan til hins forna garðakerfis á svæðinu. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Til máls tók:
Katrín Sigurjónsdóttir.


Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og tillögu ráðsins um að nafninu á götu B3 að Hamri verði breytt í Garðatröð.

52.Frá 987. fundi byggðaráðs þann 03.06.2021; Umhverfisstefna Dalvíkurbyggðar- erindisbréf vinnuhóps vegna loftlagsstefnu.

Málsnúmer 202004026Vakta málsnúmer

Á 987. fundi byggðaráðs þann 3. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 985. fundi byggðaráðs þann 20. maí 2021 var eftirfarandi bókað: "Á 324. fundi sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar þann 21. apríl 2020 var samþykkt erindisbréf fyrir vinnuhóp um vinnu að umhverfisstefnu Dalvíkurbyggðar. Vinna við umhverfisstefnu var sett á bið sumarið 2020 þar sem sveitarfélög hafa nú lagaskyldu um mótun loftslagsstefnu. Með fundarboði fylgir endurskoðað erindisbréf þar sem vinnuhópurinn fái það hlutverk að vinna loftslagsstefnu fyrir Dalvíkurbyggð. Lagt fram til kynningar og umræðu og frekari umfjöllun frestað til næstu funda byggðaráðs. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreint erindisbréf fyrir vinnuhóp vegna Loftlagsstefnu með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitartjórn."
Til máls tók:
Katrín Sigurjónsdóttir.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi tillögu að erindisbréfi fyrir vinnuhóp vegna gerðar loftlagsstefnu fyrir sveitarfélagið. Einnig samþykkir sveitarstjórn með 7 atkvæðum tillögu að skipan í vinnuhópinn; Helga Íris Ingólfsdóttir, skipulags- og tæknifulltrúi, Guðrún Anna Óskarsdóttir, kennari við Dalvíkurskóla og Lilja Bjarnadóttir, aðalmaður í umhverfisráði.

53.Frá 988. fundi byggðaráðs þann 10.06.2021; Reglur Dalvíkurbyggðar um meðferð tölvupósts og netnotkun

Málsnúmer 202106043Vakta málsnúmer

Á 988. fundi byggðaráðs þann 10. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga frá fjármála- og stjórnsýslusviði um endurskoðun á reglum Dalvíkurbyggðar um meðferð tölvupósts og netnotkun. Í aðalatriðum er sú breyting sem lögð er til að undirstrikað er mikilvægi réttrar meðferðar á tölvupósti hvað varðar skjalavistun og gert er betur grein fyrir hvernig á að fara með tölvupóst við starfslok. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að reglum Dalvíkurbyggðar um meðferð tölvupósts og netnotkun og að þær verði áfram hluti af starfsmannahandbók og birtar á starfsmannavef Dalvíkurbyggðar. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og tillögu að reglum Dalvíkurbyggðar um meðferð tölvupósts og netnotkun eins og þær liggja fyrir. Einnig að reglurnar verði áfram hluti af starfsmannahandbók og birtar á starfsmannavef Dalvíkurbyggðar.

54.Frá 987. fundi byggðaráðs þann 03.06.2021; Samþykkt um fjárhagsáætlunarferli Dalvíkurbyggðar - endurskoðun

Málsnúmer 202103143Vakta málsnúmer

Á 987. fundi byggðaráðs þann 3. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 985. fundi byggðaráðs þann 20. maí 2021 var tekið fyrir minnisblað sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, dagsett þann 18. maí 2021, vegna meðfylgjandi tillögu að endurskoðaðri Samþykkt um fjárhagsáætlunarferli Dalvíkurbyggðar ásamt fylgigögnum. Í minnisblaðinu er gert grein fyrir helstu breytingum sem gerðar hafa verið á gildandi samþykkt. Ofangreint var tekið til umræðu á fundinum og frekari umræðum frestað til næstu funda. Sveitarstjóri vék af fundi undir þessum lið kl. 13:07 til annarra starfa. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda Samþykkt um fjárhagsáætlunarferli Dalvíkurbyggðar eins og það liggur fyrir með áorðnum breytingum sem gerðar voru á fundinum. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og Samþykkt um fjárhagsáætlunarferli Dalvíkurbyggðar eins og það liggur fyrir ásamt fylgigögnum.

55.Frá 261. fundi fræðsluráðs frá 09.06.2021; Endurskoðun á Menntastefnu Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201908050Vakta málsnúmer

Á 261. fundi fræðsluráðs þann 9. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Gísli Bjarnason fór yfir vinnu við innleiðingarferli á nýrri Menntastefnu Dalvíkurbyggðar sem lögð verður fyrir sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar í júní. Lagt fram til kynningar."
Til máls tóku:
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson.
Katrín Sigurjónsdóttir.
Þórhalla Karlsdóttir.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum tillögu fræðsluráðs að Menntastefnu Dalvíkurbyggðar eins og hún liggur fyrir.
Sveitarstjórn færir vinnuhópnum, starfsfólki skólanna og samfélaginu þakkir vegna vinnu og aðkomu að stefnunni.

56.Frá 86. fundi menningarráðs þann 25.05.2021; Endurskoðun á Menningarstefnu

Málsnúmer 201909050Vakta málsnúmer

Á 86. fundi menningarráðs þann 25. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Endurskoðuð Menningarstefna Dalvíkurbyggðar lögð fyrir Menningarráð Dalvíkurbyggðar. Menningarráð samþykkir samhljóða Menningarstefnu Dalvíkurbyggðar með tveimur greiddum atkvæðum og vísar henni til staðfestingar í sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu menningarráðs að Menningarstefnu Dalvíkurbyggðar.

57.Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar - endurskoðun til fyrri umræðu ásamt erindisbréfum landbúnaðarráðs, umhverfisráðs og veitu- og hafnaráðs.

Málsnúmer 202103144Vakta málsnúmer

Á 988. fundi byggðaráðs þann 10. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 987. fundi byggðaráðs þann 3. júní sl. var eftirfarandi bókað: "Á 986. fundi byggðaráðs þann 27. maí sl. var til umfjöllunar Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar og erindisbréf landbúnaðarráðs, umhverfisráðs og veitu- og hafnaráðs með breytingartillögum vegna skipulagsbreytinga, þ.e. veitu- og hafnasviðs og umhverfis- og tæknisvið sameinað, er nú orðið framkvæmdasvið. Einnig eru gerðar tillögur að öðrum tæknilegum breytingum. Samþykktin og erindisbréfin voru til umfjöllunar á fundinum og lagt fram til kynningar fram að næstu fundum byggðaráðs. Til umræðu og frekari umfjöllun og afgreiðslu frestað til næsta fundar. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindar breytingartillögur að Samþykktum stjórnar Dalvíkurbyggðar og erindisbréfum landbúnaðarráðs, umhverfisráðs og veitu- og hafnaráðs. Vísað til fyrri umræðu í sveitarstjórn."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar ásamt erindisbréfum landbúnarráðs, umhverfisráðs og veitu- og hafnaráðs til síðari umræðu á fundi sveitarstjórnar í september.

58.Kosning í nefndir og ráð samkvæmt Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggða - til eins árs í byggðaráð.

Málsnúmer 202106054Vakta málsnúmer

Til máls tók Katrín Sigurjónsdóttir sem leggur til eftirfarandi um skipun í byggðaráð til eins árs, þ.e. óbreytt frá því sem nú er;

Aðalmenn:
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, formaður.
Jón Ingi Sveinsson, varaformaður.
Guðmundur St. Jónsson.

Varamenn:
Þórunn Andrésdóttir.
Þórhalla Karlsdóttir.
Dagbjört Sigurpálsdóttir.
Ekki komu fram aðrar tillögur og eru því ofangreind réttkjörin sem aðalmenn og varamenn í byggðaráð.

59.Tillaga um frestun funda sveitarstjórnar vegna sumarleyfis

Málsnúmer 202106053Vakta málsnúmer

Til máls tók forseti sveitarstjórnar sem leggur fram meðfylgjandi og eftirfarandi tillögu:
"Með vísan til 8. gr. í Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar samþykkir sveitarstjórn að fresta fundum sínum í júlí og ágúst 2021. Jafnframt er byggðarráði Dalvíkurbyggðar falin fullnaðarafgreiðsla þeirra mála, sem það telur nauðsynlegt að fái afgreiðslu, sbr. 33. gr. V. kafla Samþykkta um stjórn Dalvíkurbyggðar, frá og með 16. júní 2021 til og með 31. ágúst 2021."
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta um sumarleyfi sveitarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson aðalmaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
  • Katrín Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Jón Ingi Sveinsson aðalmaður
  • Þórhalla Karlsdóttir forseti
  • Þórunn Andrésdóttir aðalmaður
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs