Á 983. fundi byggðaráðs þann 29. apríl 2021 var eftirfarandi bókað:
"Á fundinum gerði sveitarstjóri grein fyrir framhaldsaðalfundi og slitafundi stofnfjáreigenda Gásakaupstaðar ses sem haldinn var þann 10. febrúar sl. Á þeim fundi var lögð fram eignaskrá Gásakaupstaðar ses og tillaga stjórnar að ráðstöfun eigna við slit. Einnig var kosin skilanefnd sem er að störfum og er áætlað að ljúka slitum félagsins þann 20. maí nk. Lagt fram til kynningar."
Með fundarboði byggðaráðs fylgdu eftirfarandi gögn:
a) Fundargerð skilanefndar frá 20.05.2021.
b) Eignaskrá Gásakaupstaðar 2020, tillaga.
c) Frumvarp til úthlutunargerðar, fra 25.05.2021.
d) Lokareikningur fyrir Gásakaupstað ses til 25.05.2021.
e) Kröfulýsingaskrá.
Lagt er til að stofné hluthafa og óráðstafað eigið fé fari í sjóð til að halda Miðaldadaga í vörslu Minjasafnsins. Sjóðurinn yrði geymdur til 2024. Ef sjóðurinn er ekki nýttur til þessa verkefnis verður honum skipt milli eigenda Gásakaupstaðar ses í samræmi við eignarhlut.
Stofnfé Dalvíkurbyggðar var 20% eða kr. 202.000 og hlutdeild í óráðstöfuðu eigin fé er kr. 261.817 eða samtals kr. 463.817.