Á 984. fundi byggðaráðs þann 6. maí 2021 var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs í gegnum TEAMS fjarfund Svavar Pálsson, Sýslumaður á Norðurlandi eystra og Guðjón Björnsson, staðgengill Sýslumanns, kl. 14:30. Til umræðu starfsstöð Sýslumannsins í Ráðhúsi Dalvíkur. Svavar og Guðjón véku af fundi kl. 15:05. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu máli og hugmyndum til umfjöllunar í framkvæmdastjórn."
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur sveitarstjóra frá 2. júní sl. þar sem gert er grein fyrir umfjöllun framkvæmdastjórnar, samskiptum við Sýslumanninn ásamt drögum að samstarfssamningi á milli Dalvíkurbyggðar og Sýslumannsembættisins.