Til máls tók Þórhalla Karlsdóttir sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu hvað þennan lið varðar og vék af fundi kl.16:25.
Guðmundur St. Jónsson, 1. varaforseti, tók við fundarstjórn.
Tekið fyrir erindi frá 988. fundi byggðaráðs þann 10. júní sl. þar sem eftirfarandi er bókað:
"Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra félagsmálasviðs, dagsett þann 27. maí 2021, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2021, deild 02560, vegna styttingu vinnuvikunnar í vaktavinnu. Auka þarf stöðuhlutföll starfsmanna í íbúðakjarnanum í Lokastíg 3 og Lokastíg 4. Aukningin er 1,6 stöðugildi og áætlaður launakostnaður vegna þessa er kr. 10.194.775 miðað við frá 1. maí 2021. Lagt er til að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2021, deild 02560, að upphæð kr. 10.194.775, viðauki nr. 11. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.