Á 344. fundi sveitarstjórnar þann 26. apríl 2022 var eftirfarandi bókað:
"Á 1023. fundi byggðaráðs þann 29. mars sl. var eftirfarandi bókað: Guðmundur St. Jónsson vék af fundi undir þessum lið kl. 13:16 vegna vanhæfis. Tekinn fyrir rafpóstur frá stjórn Fiskidagsins mikla, dagsettur þann 25. mars sl., þar sem fram kemur að Fiskideginum mikla er frestað í þriðja sinn en blásið til samkomunnar á ný sumarið 2023. Á 337. fundi sveitarstjórnar þann 15. júní 2021 var staðfestur styrktarsamningur við Fiskidaginn mikla fyrir árin 2021 og 2022. Fram kemur í samningnum að laugardaginn 6. ágúst 2022 ætlar Fiskidagsnefnd að halda 20 ára afmælishátíð og Dalvíkurbyggð muni styrkja Fiskidaginn um kr. 5.500.000 á fjárhagsáætlun 2022. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa ofangreindu til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar, Guðmundur St. Jónsson tekur ekki þátt í umfjöllun og afgreiðslu vegna vanhæfis.Niðurstaða:Til máls tóku: Katrín Sigurjónsdóttir, sem leggur til tillögu að afgreiðslu. Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson. Jón Ingi Sveinsson. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að fela sveitarstjóra að leggja fram á næsta fundi viðauka við fjárhagsáætlun vegna niðurfellingar kostnaðar við Fiskidaginn mikla 2022. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að tekið verði upp samtal við stjórn Fiskidagsins um nýjan samning vegna stuðnings við Fiskidaginn Mikla 12. ágúst 2023. "
Sveitarstjóri gerði grein fyrir drögum að nýjum samningi við stjórn Fiskidaginn Mikla.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að ekki verði skerðing á beinum styrk til Fiskidagsins mikla árið 2021 að upphæð kr. 5.500.000. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.