Málsnúmer 202202100Vakta málsnúmer
Á 1022. fundi byggðaráðs þann 24. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Helga Íris Ingólfsdóttir, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar og Bjarni Daníel Daníelsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs, kl. 8:23. Á 343. fundi sveitarstjórnar þann 22. mars 2022 var eftirfarandi bókað: Á 369. fundi umhverfisráðs þann 4. mars 2022 var eftirfarandi bókað: "Tekið fyrir erindi frá Gísla Bjarnasyni, sviðsstjóra Fræðslusviðs Dalvíkurbyggðar, þar sem hann óskar eftir stækkun lóðar Krílakots (Karlsrauðatorg 23) vegna endurnýjunar á leiksvæði leikskólans. Erindi samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. Til máls tók Katrín Sigurjónsdóttir sem leggur til að þessum lið verði vísað til byggðaráðs. Einnig tók til máls: Þórhalla Karlsdóttir. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu um að vísa þessum lið til byggðaráðs." Á fundi innkauparáðs (framkvæmdastjórnar) þann 22. desember sl. voru til umræðu innkaup Dalvíkurbyggðar samkvæmt fjárhagsáætlun 2022. Varðandi hönnun og framkvæmdir á lóð Krílakots þá var ákveðið að stofnaður yrði stýrihópur um verkefnið með hagaðilum um málið (starfsfólk, foreldrar, börn, Eignasjóður), kynnt í byggðaráði þann 6. janúar sl. Helga Íris og Bjarni Daníel viku af fundi kl. 08:48.Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að stofnaður verði stýrihópur í samræmi við fjárhagsáætlunarferli með erindisbréfi. Erindisbréf verði lagt fyrir næsta fund byggðaráðs. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar geri verðfyrirspurn vegna hönnunar á leikskólalóðinni miðað við áformaða stækkun á lóðinni."
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi drög sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að erindisbréfi fyrir vinnuhópinn.