Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Bjarni Daníel Daníelsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs, og Helga Íris Ingólfsdóttir, skipulags-og tæknifulltrúi, kl. 15:00.
Á 992. fundi byggðaráðs þann 29. júlí sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 358. fundi umhverfisráðs þann 12. júlí 2021 var eftirfarandi bókað: "Með tölvupósti dagsettum 24. júní 2021, óskar Gunnlaugur Svansson fyrir hönd GS frakt ehf. eftir leyfi til þess að hafa jarðvegsskipti á lóð sinni að Gunnarbraut 8. Umhverfisráð samþykkir að veita umbeðið leyfi til jarðvegsskipta. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."Byggðaráð frestar afgreiðslu og óskar eftir að sviðsstjóri framkvæmdasviðs og skipulagsfulltrúi fari yfir málið á næsta fundi ráðsins."
Bjarni Daníel og Helga Íris gerðu grein fyrir ofangreindu.
Bjarni Daníel og Helga Íris viku af fundi kl. 15:18.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.