Málsnúmer 202105151Vakta málsnúmer
360. fundi umhverfsiráðs þann 13. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 354. fundi umhverfisráðs þann 4. júní 2021 var tekin fyrir ósk Arkibygg fyrir hönd lóðarhafa Skógarhóla 11 um breytingu á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis. Breytingin fólst í breyttri aðkomu að lóð og hliðrunar á byggingarreit raðhúss að Skógarhólum 11 a, b og c. Breytingin var metin óveruleg og var vísað til grenndarkynningar í samræmi við 2. mgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynningin náði til Skógarhóla 9, 15, 17 og 23a-d. Kynningargögn voru send út send út 21. júní 2021 og var athugasemdafrestur gefinn til 21.júlí 2021. Engin athugasemd barst. Umhverfisráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum framlagða breytingu á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis, vegna Skógarhóla 11 a, b og c, og leggur til að hún verði afgreidd skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að setja inn í drög að endurskoðun um Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar tillögu að heimild til að taka þátt með rafrænum hætti á fundum sveitarstjórnar, nefnda og ráða á vegum sveitarfélagsins í samræmi ofangreinda breytingu á sveitarstjórnarlögum.