Aðalskipulag Dalvíkurbyggðar 2008-2020 - Lýsing vegna aðalskipulagbreytingar á Hauganesi

Málsnúmer 202106093

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 360. fundur - 13.08.2021

Lögð fram drög að skipulagslýsingu vegna breytingar á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 fyrir Hauganes.
Umhverfisráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum tillögu að lýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 fyrir Hauganes og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 36. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

Byggðaráð - 993. fundur - 19.08.2021

Á 360. fundi umhverfisráðs þann 13. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram drög að skipulagslýsingu vegna breytingar á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 fyrir Hauganes. Umhverfisráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum tillögu að lýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 fyrir Hauganes og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 36. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010."
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og tillögu að lýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 fyrir Hauganes og tillögu um að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 36. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010, Jón Ingi greiðir atkvæði á móti.

Umhverfisráð - 364. fundur - 05.10.2021

Á 360. fundi umhverfisráðs, þann 13. ágúst 2021, samþykkti umhverfisráð tillögu að lýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 fyrir Hauganes. Skipulagslýsingin var auglýst skv. 1. mgr. 36. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Umsagnar- og athugasemdafrestur var til 27. september 2021.
Alls bárust tíu umsagnir og athugasemdir.
Umhverfisráð fór yfir innkomnar umsagnir og athugasemdir og leggur eftirfarandi til:
- Íbúðasvæði verði aftur stækkað til vesturs frá Lyngholti eins og í gildandi aðalskipulagi.
- Hafnarsvæði verði stækkað meðfram ströndinni til norðurs og verbúðarlóðir aftur settar inn austan Aðalgötu. Sérstakir skilmálar verða settir varðandi hæð og form á þeim byggingum.
- Nýjum verbúðarlóðum í Sandvík fjölgað aftur í fimm.
- Opið svæði stækkað til vesturs að skurði.
Umhverfisráð felur skipulags- og tæknifulltrúa að koma breytingartillögum ráðsins áfram til skipulagsráðgjafa.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 339. fundur - 02.11.2021

Á 364. fundi umhverfisráðs þann 5. október 2021 var eftirfarandi bókað:
"Á 360. fundi umhverfisráðs, þann 13. ágúst 2021, samþykkti umhverfisráð tillögu að lýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 fyrir Hauganes. Skipulagslýsingin var auglýst skv. 1. mgr. 36. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Umsagnar- og athugasemdafrestur var til 27. september 2021. Alls bárust tíu umsagnir og athugasemdir. Umhverfisráð fór yfir innkomnar umsagnir og athugasemdir og leggur eftirfarandi til: - Íbúðasvæði verði aftur stækkað til vesturs frá Lyngholti eins og í gildandi aðalskipulagi. - Hafnarsvæði verði stækkað meðfram ströndinni til norðurs og verbúðarlóðir aftur settar inn austan Aðalgötu. Sérstakir skilmálar verða settir varðandi hæð og form á þeim byggingum. - Nýjum verbúðarlóðum í Sandvík fjölgað aftur í fimm. - Opið svæði stækkað til vesturs að skurði. Umhverfisráð felur skipulags- og tæknifulltrúa að koma breytingartillögum ráðsins áfram til skipulagsráðgjafa. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Til máls tók:
Jón Ingi Sveinsson.


Ofangreint lagt fram til upplýsingar.