Umhverfisráð

360. fundur 13. ágúst 2021 kl. 08:15 - 10:30 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Haukur Gunnarsson Formaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
  • Eva Björg Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Lilja Bjarnadóttir aðalmaður
  • Emil Júlíus Einarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Helga Íris Ingólfsdóttir embættismaður
  • Bjarni Daníel Daníelsson embættismaður
  • Katrín Sigurjónsdóttir
Fundargerð ritaði: Helga Íris Ingólfsdóttir Skipulags- og tæknifulltrúi
Dagskrá

1.Aðalskipulag Dalvíkurbyggðar 2008-2020 - lýsing vegna aðalskipulagsbreytingar fyrir Hauganes

Málsnúmer 202106093Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að skipulagslýsingu vegna breytingar á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 fyrir Hauganes.
Umhverfisráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum tillögu að lýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 fyrir Hauganes og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 36. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

2.Ósk um breytingu á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis - Skógarhólar 11

Málsnúmer 202105151Vakta málsnúmer

Á 354. fundi umhverfisráðs þann 4. júní 2021 var tekin fyrir ósk Arkibygg fyrir hönd lóðarhafa Skógarhóla 11 um breytingu á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis. Breytingin fólst í breyttri aðkomu að lóð og hliðrunar á byggingarreit raðhúss að Skógarhólum 11 a, b og c.
Breytingin var metin óveruleg og var vísað til grenndarkynningar í samræmi við 2. mgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynningin náði til Skógarhóla 9, 15, 17 og 23a-d. Kynningargögn voru send út send út 21. júní 2021 og var athugasemdafrestur gefinn til 21.júlí 2021. Engin athugasemd barst.
Umhverfisráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum framlagða breytingu á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis, vegna Skógarhóla 11 a, b og c, og leggur til að hún verði afgreidd skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Tillaga að Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035

Málsnúmer 202107059Vakta málsnúmer

Með tölvupósti dagsettum 19. júlí 2021, óskar skipulagsfulltrúi Skagafjarðar eftir því að athugasemdir og ábendingar við tillögu að Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035, ásamt umhverfisskýrslu, sem nú er í auglýsingu, berist fyrir 13. september 2021.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við auglýsta tillögu að Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035.

4.Reglubundin skoðun Slökkvistöð Dalvíkur 26.07.2021

Málsnúmer 202108002Vakta málsnúmer

Kl. 9:00 kom Anton Hallgrímsson slökkviliðsstjóri og sat fundinn undir þessum lið.
Lögð fram eftirlitsskýrsla Vinnueftirlitsins eftir reglubundna skoðun í Slökkvistöð Dalvíkur þann 26. júlí sl.
Anton Hallgrímsson vék af fundi kl. 9:45.
Umhverfisráð fór yfir skýrsluna og leggur til við byggðaráð að stofnaður verði vinnuhópur um stefnumótun og framtíðarsýn fyrir Slökkvilið Dalvíkur. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

5.Árgerði - landsvæði umhverfis lóð

Málsnúmer 202107075Vakta málsnúmer

Með tölvupósti dagsettum 20. júlí 2021 óskar Ragnheiður Lára Weisshappel eftir því að fá tún umhverfis hús sitt í Árgerði til umráða á móti því að hugsa um svæðið, slá og halda snyrtilegu. Meðfylgjandi er uppdráttur af umræddu túni.
Umhverfisráð tekur jákvætt í erindið og felur skipulags- og tæknifulltrúa að ganga frá samningi við eigendur Árgerðis um leigu á landi sveitarfélagsins í kring um Árgerði og koma með fyrir næsta fund ráðsins. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

6.Umsókn um skráningu nýrrar landeignar í fasteignaskrá - Kvíalækur

Málsnúmer 202107082Vakta málsnúmer

Með tölvupósti, dagsettum 28. júlí 2021 óskar Óskar Gunnarsson eftir því að fá að stofna lóðina Kvíalæk úr landi Syðri-Másstaða í Skíðadal. Meðfylgjandi umsókninni er hnitsettur uppdráttur af lóðinni og undirritað F-550 eyðublað Þjóðskrár.
Umhverfisráð samþykkir erindið samhljóða með fimm atkvæðum.

7.Sandskeið 29a (L151821) - skráning landeignar

Málsnúmer 202107042Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá lóðarblað og lóðarleigusamningur fyrir lóðina að Sandskeiði 29a en hún hafði verið óstaðfest í þinglýsingakerfi og því ekki hægt að hafa eigendaskipti á bátaskýli sem á hennni stendur.
Umhverfiráð samþykkir fyrirliggjandi lóðarblað og lóðarleigusamning fyrir Sandskeið 29a. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

8.Umsókn um endurnýjun lóðarleigusamnings - Sandskeið 22

Málsnúmer 202107038Vakta málsnúmer

Með umsókn dagsettri 14. júlí 2021, sækir Óskar Árnason um fyrir hönd Steypustöðvar Dalvíkur ehf. eftir endurnýjun á lóðarleigusamningi og breytingu á lóðarmörkum fyrir Sandskeið 22 á Dalvík. Meðfylgjandi er teikning af breytingum á lóðarmörkunum.
Umhverfisráð samþykkir breytingu á lóðamörkum fyrir Sandskeið 22 og felur skipulags- og tæknifulltrúa að endurnýja lóðarleigusamning fyrir lóðina samkvæmt tillögu. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

9.Innskil á lóð - Skógarhólar 12

Málsnúmer 202108034Vakta málsnúmer

Með tölvupósti, dagsettum 10. ágúst 2021, skila þau Ari Már Gunnarsson og Ingunn Magnúsdóttir inn lóðinni að Skógarhólum 12.
Umhverfisráð felur skipulags- og tæknifulltrúa að setja lóðina að Skógarhólum 12 aftur á lista yfir lausar lóðir.

10.Umsókn um byggingarleyfi vegna breytinga á Dalbæ

Málsnúmer 202107049Vakta málsnúmer

Fyrir hönd Dalbæjar sækir Ágúst Hafsteinsson um byggingarleyfi fyrir útlitbreytingu á dvalarheimilinu Dalbæ. Um er að ræða skipti á gluggum og útihurðum, nýja kjallaraglugga á suðurhlið vesturálmu auk þess sem útveggir eldri bygginga eru einangraðir.
Umhverfiráð samþykkir erindið samhljóða með fimm atkvæðum.

11.Ósk um leyfi til niðurrifs á geymslum og hlöðu á Skeggstöðum

Málsnúmer 202108022Vakta málsnúmer

Með umsókn dagsettri 10. ágúst 2021, óskar Steinunn Sigvaldadóttir fyrir hönd Sumarhúsafélagsins Borga eftir leyfi til þess að fá að rífa tvær geymslur og gamla hlöðu að Skeggstöðum í Svarfaðardal.
Umhverfisráð samþykkir erindið samhljóða með fimm atkvæðum.

12.Ársreikningur og skýrsla stjórnar 2020

Málsnúmer 202108021Vakta málsnúmer

Haukur Gunnarsson vék af fundi undir þessum lið.
Fyrir fundinum lá ársreikningur og skýrsla stjórnar Björgunarsveitarinnar á Dalvík fyrir árið 2020.
Lagt fram til kynningar.

13.Undirbúningar að uppfærðri landsskýrslu um innleiðingu Árósasamningsins

Málsnúmer 202107074Vakta málsnúmer

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið undirbýr nú uppfærslu á skýrslu um stöðu innleiðingar Árósasamningsins hér á landi, en samningurinn snýst um aðgang að upplýsingum, þátttöku almennings í ákvarðanatöku og aðgang að réttlátri málsmeðferð í umhverfismálum. Skýrslan verður unnin í samráði við umhverfisverndarsamtök og tekur ráðuneytið einnig við öllum ábendingum frá almenningi um efni hennar í gegnum samráðsgátt stjórnvalda.
Lagt fram til kynningar.

14.Fundargerðir HNE 2021

Málsnúmer 202101130Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 217. fundar Heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra frá 20. janúar 2021.
Á fundinum var samþykkt tillaga að breytingu á samþykkt um umgengni og þrifnað utanhúss á starfssvæði heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra nr. 463/2002; þess efnis að geymslutími skv. 6. gr. verði styttur úr 45 dögum í 30 daga.
Umhverfisráð samþykkir þessa breytingu á Samþykkt um umgengni og þrifnað utanhúss nr. 463/2002. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

15.Fjárhagsáætlun 2022

Málsnúmer 202108009Vakta málsnúmer

Fyrsta umræða um fjárhagsáætlun ársins 2022.

16.Loftslagsstefna Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 202107039Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð fyrsta fundar vinnuhóps um gerð loftslagsáætlunar fyrir Dalvíkurbyggð.

Fundi slitið - kl. 10:30.

Nefndarmenn
  • Haukur Gunnarsson Formaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
  • Eva Björg Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Lilja Bjarnadóttir aðalmaður
  • Emil Júlíus Einarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Helga Íris Ingólfsdóttir embættismaður
  • Bjarni Daníel Daníelsson embættismaður
  • Katrín Sigurjónsdóttir
Fundargerð ritaði: Helga Íris Ingólfsdóttir Skipulags- og tæknifulltrúi