Umhverfisráð

364. fundur 05. október 2021 kl. 08:15 - 11:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Júlíus Magnússon formaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
  • Eva Björg Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Lilja Bjarnadóttir aðalmaður
  • Emil Júlíus Einarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Helga Íris Ingólfsdóttir embættismaður
  • Bjarni Daníel Daníelsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Helga Íris Ingólfsdóttir skipulags- og tæknifulltrúi
Dagskrá

1.Umsókn um lóð við Hringtún 13-15, Dalvík

Málsnúmer 201803057Vakta málsnúmer

Á 361. fundi umhverfisráðs, þann 3. september sl., var tekin fyrir ósk frá Birni Friðþjófssyni fyrir hönd Tréverks um framlengingu á lóðarúthlutun fyrir lóðina að Hringtúni 13-15. Umhverfisráð samþykkti að veita Tréverk frest til 1. október 2021 til að skila inn teikningum og sækja um byggingarleyfi.
Engin gögn bárust fyrir þann frest.
Umhverfisráð felur skipulags- og tæknifulltrúa að innkalla lóðina við Hringtún 13-15 og bæta á lista yfir lausar lóðir.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

2.Umsókn um lóð - Hamar lóð 17

Málsnúmer 202108055Vakta málsnúmer

Með umsókn, dagsettri 19. ágúst 2021, óskar Þórir Matthíasson eftir frístundalóð nr. 17 að Hamri.
Umhverfisráð samþykkir erindið og felur skipulags- og tæknifulltrúa að úthluta lóðinni.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

3.Aðalbraut 16 - breyting á lóð

Málsnúmer 202110001Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá lóðablað fyrir lóðina að Aðalbraut 16 á Árskógssandi frá árinu 2017. Lóðarhafi og næsti nágranni hafa báðir óskað eftir að lóðin verði stækkuð og byggingarreit hnikað til þannig að lengra verði á milli húsanna.
Umhverfisráð telur að með tilliti til heildaryfirbragðs Aðalbrautar sé ekkert því til fyrirstöðu að stækka lóðina að Aðalbraut 16 þannig að hún verði svipuð að stærð og aðrar lóðir við götuna og auka þannig fjarlægð milli byggingarreita. Skipulags- og tæknifulltrúa er falið að ganga frá lóðarleigusamningi og uppfæra lóðarblað í samráði við lóðarhafa.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

4.Umsókn um stöðuleyfi fyrir matarvagn á lóð Hólsins og við Ránarbraut 1.

Málsnúmer 202109095Vakta málsnúmer

Með erindi dagsettu 20. september 2021 óskar Stefán Bjarmar Stefánsson eftir áframhaldandi stöðuleyfi fyrir matarvagn sinn á lóð Hólsins við Hafnarbraut yfir sumarið 2022 og leyfi til að staðsetja matarvagninn vestan við Ránarbraut 1 yfir vetrarmánuðina.
Erindi samþykkt með fyrirvara um skriflegt samþykki eiganda Ránarbrautar 1.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

5.Umsókn um framkvæmdaleyfi í Böggvisstaðafjalli

Málsnúmer 202109124Vakta málsnúmer

Með umsókn, dagsettri 28. september 2021, óskar Hörður Elís Finnbogason fyrir hönd Skíðafélags Dalvíkur eftir leyfi sveitarfélagsins til landmótunar í skíðabrekkum Böggvisstaðafjalls. Meðfylgjandi er leyfi Umhverfisstofnunar fyrir framkvæmdinni og framkvæmdalýsing.
Umhverfisráð samþykkir erindið og leggur til að umbeðið framkvæmdaleyfi verði veitt með þeim fyrirvörum sem fram koma í leyfisbréfi Umhverfisstofnunar.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

6.Aðalskipulag Dalvíkurbyggðar 2008-2020 - Lýsing vegna aðalskipulagbreytingar á Hauganesi

Málsnúmer 202106093Vakta málsnúmer

Á 360. fundi umhverfisráðs, þann 13. ágúst 2021, samþykkti umhverfisráð tillögu að lýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 fyrir Hauganes. Skipulagslýsingin var auglýst skv. 1. mgr. 36. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Umsagnar- og athugasemdafrestur var til 27. september 2021.
Alls bárust tíu umsagnir og athugasemdir.
Umhverfisráð fór yfir innkomnar umsagnir og athugasemdir og leggur eftirfarandi til:
- Íbúðasvæði verði aftur stækkað til vesturs frá Lyngholti eins og í gildandi aðalskipulagi.
- Hafnarsvæði verði stækkað meðfram ströndinni til norðurs og verbúðarlóðir aftur settar inn austan Aðalgötu. Sérstakir skilmálar verða settir varðandi hæð og form á þeim byggingum.
- Nýjum verbúðarlóðum í Sandvík fjölgað aftur í fimm.
- Opið svæði stækkað til vesturs að skurði.
Umhverfisráð felur skipulags- og tæknifulltrúa að koma breytingartillögum ráðsins áfram til skipulagsráðgjafa.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

7.Ályktun aðalfundar Norðurár bs.

Málsnúmer 202109092Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar ályktun aðalfundar Norðurár bs. þar sem samþykkt var að fela stjórn byggðasamlagsins að vinna áfram að úttekt á möguleikum til að koma upp búnaði til að brenna dýrahræum sem falla til í landbúnaði á svæðinu. Dalvíkurbygggð er nú þegar með gjaldskrá vegna förgunar dýrahræja.
Umhverfisráð fagnar því að áfram eigi að vinna að því að koma upp brennslustöð fyrir dýrahræ á norðurlandi.

8.Endurskoðun samþykkta og gjaldskráa umhverfisráðs

Málsnúmer 202108081Vakta málsnúmer

Farið yfir samþykktir og gjaldskrár sem heyra undir umhverfisráð.
Umhverfisráð samþykkir framlögð drög að gjaldskrá byggingafulltrúa, en leggur til að gjaldskrá sorphirðu verði skoðuð betur með raunkostnað í huga.
Umhverfisráð leggur einnig til að samþykkt um úthlutun byggingarlóða í Dalvíkurbyggð verði endurskoðuð á næsta fundi ráðsins.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

9.Starfs- og fjárhagsáætlun 2022

Málsnúmer 202108009Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

10.Afgreiðslufundur byggingafulltrúa - 6

Málsnúmer 2109005FVakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 6. afgreiðslufundar byggingafulltrúa Dalvíkurbyggðar.
  • 10.1 202109040 Bjarkarbraut 5 - Endurskoðun aðaluppdrátta
    Lagðir fram aðaluppdrættir og skráningartafla fyrir Bjarkarbraut 5 á Dalvík í tengslum við gerð eignaskiptayfirlýsingar.
    Fyrirliggjandi gögn samþykkt.
    Afgreiðslufundur byggingafulltrúa - 6
  • 10.2 202006052 Sunnubraut 1 - Athugasemd við grenndarkynningu
    Teknar til skoðunar athugasemdir sem borist hafa vegna endurbyggingar Sunnubrautar 1 á Dalvík. Afgreiðslufundur byggingafulltrúa - 6 Málinu er frestað til næsta fundar og frekari gagna óskað frá hönnuði vegna hæðar hússins.
  • 10.3 202109079 Böggvisstaðir - byggingarleyfi
    Byggingafulltrúa falið að gefa út endurnýjað byggingarleyfi þegar fyrir liggur skráning iðnmeistara og byggingarstjóra.
    Samþykkt samhljóða.
    Afgreiðslufundur byggingafulltrúa - 6
  • 10.4 201810094 Frágangur og ástand húseignar að Hafnarbraut 10 á Dalvík.
    Eigendur beggja íbúða í Hafnarbraut 10 komu á fund byggingafulltrúa. Afgreiðslufundur byggingafulltrúa - 6 Farið yfir sjónarmið beggja aðila og fengnar upplýsingar um stöðu mála. Málsgögn verða skoðuð betur en ákveðið að grípa ekki til aðgerða að sinni.
    Samþykkt samhljóða.
  • 10.5 201903018 Umsókn um byggingarleyfi - Litlu Hámundarstaðir
    Birgir Ágústson hönnuður bygginga á Litlu Hámundarstöðum mætti á fundinn. Afgreiðslufundur byggingafulltrúa - 6 Óskað eftir því að hönnuður uppfæri umsókn um byggingarleyfi miðað við framlögð gögn.
    Samþykkt samhljóða.

11.Afgreiðslufundur byggingafulltrúa - 7

Málsnúmer 2109013FVakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 7. afgreiðslufundar byggingafulltrúa Dalvíkurbyggðar.
  • 11.1 202108075 Umsókn um byggingaleyfi - Skógarhólar 11
    Á síðasta afgreiðslufundi var tekin fyrir umsókn EGO húsa ehf. um byggingaleyfi í Skógarhólum 11 og þá voru byggingaráform samþykkt. Nú liggja fyrir aðalteikningar, afstöðumynd og skráningartafla fyrir Skógarhóla 11. Afgreiðslufundur byggingafulltrúa - 7 Engar athugasemdir gerðar við framlögð gögn og byggingafulltrúa falið að gefa út byggingaleyfi.
    Samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum.
  • 11.2 202109114 Umsókn um byggingaleyfi - Aðalbraut 16, Árskógssandi
    Með erindi dagsettu 22. september, óska þau Sigurður Bragi Ólafsson og Ragnheiður Ýr Guðjónsdóttir eftir byggingaleyfi fyrir einbýlishús að Aðalbraut 16 á Árskógssandi. Afgreiðslufundur byggingafulltrúa - 7 Erindi frestað þar til frekari gögn hafa borist.
  • 11.3 202103077 Umsókn um byggingaleyfi - Skemma í Hofsárkoti
    Með umsókn dagsettri 20. september 2021 óskar Sigvaldi Gunnlaugsson eftir byggingaleyfi fyrir skemmu að Hofsárkoti í Svarfaðardal. Afgreiðslufundur byggingafulltrúa - 7 Erindið er samþykkt og byggingafulltrúa falið að gefa út byggingaleyfi með þeim fyrirvara að skráningartafla berist.
    Samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum.
  • 11.4 201806022 Umsókn um byggingaleyfi vegna breytinga á Karlsrauðatorgi 11, Dalvík
    Með erindi, dagsettu 22. september 2021, óskar Kristín A. Símonardóttir fyrir hönd Gísla, Eiríks, Helga ehf eftir endurnýjun á byggingaleyfi fyrir endurbætur á Karlsrauðatorgi 11. Upphafleg umsókn er frá árinu 2018 og fóru fyrirhugaðar framkvæmdir þá í grenndarkynningu.
    Um er að ræða endurbætur á húsinu inni og úti auk viðbyggingu á sólskála.
    Meðfylgjandi eru aðaluppdrættir, afstöðumynd og skráningartafla.
    Afgreiðslufundur byggingafulltrúa - 7 Erindið er samþykkt og byggingafulltrúa falið að gefa út endurnýað byggingaleyfi.
    Samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum.
  • 11.5 202006060 Umsókn um byggingaleyfi vegna viðbyggingar við Hólshús.
    Tekin fyrir umsókn um byggingaleyfi frá Sólrúnu Láru Reynisdóttur frá 2020. Óskað er eftir byggingaleyfi fyrir viðbyggingu við frístundahúsið Hólshús. Erindinu var vísað frá á sínum tíma vegna ákvæða um hámarksbyggingamagn í deiliskipulagi.
    Búið er að breyta deiliskipulagi þannig að hámarksbyggingamagn innan lóðar var aukið þannig að byggingaleyfisumsóknin er lögð fram að nýju.
    Afgreiðslufundur byggingafulltrúa - 7 Erindið er samþykkt og byggingafulltrúa falið að gefa út byggingaleyfi.
    Samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum.
  • 11.6 202006052 Umsókn um byggingaleyfi - Sunnubraut 1
    Lagðar fram reyndarteikningar af Sunnubraut 1 og uppfærð skráningartafla. Afgreiðslufundur byggingafulltrúa - 7
  • 11.7 202109079 Böggvisstaðir - byggingaleyfi
    Lögð fram beiðni um skráningu byggingastjóra fyrir breytingar á Böggvisstöðum. Afgreiðslufundur byggingafulltrúa - 7
  • 11.8 202011083 Nýtt hlutverk fyrir Gamla skóla
    Farið yfir teikningar af Gamla skóla og mat lagt á fyrirhugaðar framkvæmdir við húsnæðið. Afgreiðslufundur byggingafulltrúa - 7
  • 11.9 202109094 Tilkynning um framkvæmd - Niðurrif á skorsteini í Bjarkarbraut 11
    Með erindi dagsettu 16. september 2021 tilkynnir Kristján Ólafsson um fyrirhugað niðurrif á skorsteini á húsi sínu að Bjarkarbraut 11 á Dalvík. Afgreiðslufundur byggingafulltrúa - 7
  • 11.10 202109120 Tilkynning um framkvæmd - Innkeyrsluhurð á Ránarbraut 1
    Með erindi dagsettu 24. september 2021 óskar Fiskmarkaður Norðurlands eftir leyfi til þess að búa til innkeyrsluhurð á vesturhlið Ránarbrautar 1 á Dalvík. Meðfylgjandi eru myndir sem sýna fyrirhugaða breytingu á útliti hússins. Afgreiðslufundur byggingafulltrúa - 7 Erindi samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum.
  • 11.11 202102169 Trúnaðarmál
    Afgreiðslufundur byggingafulltrúa - 7
  • 11.12 202109138 Umsókn um leyfi - Gluggaskipti í Hafnarbraut 10
    Með erindi dagsettu 27. september 2021, óskar Katrina Kruzmane eftir leyfi til þess að skipta út gluggum í íbúð sinni að Hafnarbraut 10 á Dalvík. Meðfylgjandi eru teikningar af gluggunum. Afgreiðslufundur byggingafulltrúa - 7 Erindið er samþykkt og leyfi gefið fyrir gluggaskiptum í Hafnarbraut 10.
    Samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum.
  • 11.13 202109140 Fyrirspurn til byggingafulltrúa - Staðsetning á kolsýrutanki
    Tekin fyrir fyrirspurn dagsett 30. september 2021, frá Agnesi Önnu Sigurðardóttur þar sem óskað er eftir umsögn vegna staðsetningar á nýjum 11 tonna kolsýrutanki við Öldugötu 22 á Árskógssandi (Bruggsmiðjan). Afgreiðslufundur byggingafulltrúa - 7 Byggingafulltrúi veitir jákvæða umsögn um fyrirhugaða framkvæmd.
    Samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Nefndarmenn
  • Júlíus Magnússon formaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
  • Eva Björg Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Lilja Bjarnadóttir aðalmaður
  • Emil Júlíus Einarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Helga Íris Ingólfsdóttir embættismaður
  • Bjarni Daníel Daníelsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Helga Íris Ingólfsdóttir skipulags- og tæknifulltrúi