Umsókn um lóð við Hringtún 13-15, Dalvík

Málsnúmer 201803057

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 303. fundur - 16.03.2018

Með innsendur erindi dags. 14. mars 2018 óskar Tréverk ehf eftir lóðinni Hrigtún 13-15, Dalvík.
Undir þessum lið sátu þeir Ari Már Gunnarsson fyrir hönd SG Húseininga, Björn Friðþjófsson fyrir hönd Tréverk ehf og Ómar Guðmundsson fyrir hönd Eðalbygginga ehf.
Samkvæmt úthlutunarreglum sveitarfélagsins voru dregin spil og Björn Friðþjófsson fyrir hönd Tréverks ehf dróg hæsta spilið.
Sviðsstjóra er því falið að ganga frá lóðarleigusamningi við Tréverk ehf.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Umhverfisráð - 326. fundur - 02.09.2019

Með innsendu erindi dags. 26. ágúst 2019 óskar Björn Friðþjófsson fyrir hönd Tréverks ehf. eftir framlengingu á lóðarúthlutun við Hringtún 13-15, Dalvík.
Umhverfisráð samþykkir að veita umbeðna framlengingu en felur sviðsstjóra jafnframt að óska eftir nánari rökum fyrir umsókninni.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Umhverfisráð - 361. fundur - 03.09.2021

Með tölvupósti frá 16. ágúst 2021 óskar Björn Friðþjófsson fyrir hönd Tréverk eftir að fá frest í eitt ár til að hefja framkvæmdir á lóðinni við Hringtún 13-15 sem úthlutað var til þeirra árið 2018.


Umhverfisráð veitir Tréverk ehf. frest til 1. október 2021 til þess að sækja um byggingarleyfi á lóðinni og leggja fram teikningar af fyrirhuguðu húsi.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 338. fundur - 21.09.2021

Þórhalla Karlsdóttir kom inn á fundinn að nýju kl. 17:09. og tók aftur við fundarstjórn.

Á 361. fundi umhverfisráðs þann 3. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Með tölvupósti frá 16. ágúst 2021 óskar Björn Friðþjófsson fyrir hönd Tréverks eftir að fá frest í eitt ár til að hefja framkvæmdir á lóðinni við Hringtún 13-15 sem úthlutað var til þeirra árið 2018. Umhverfisráð veitir Tréverk ehf. frest til 1. október 2021 til þess að sækja um byggingarleyfi á lóðinni og leggja fram teikningar af fyrirhuguðu húsi. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhjóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs um að veita Tréverki ehf. frest til 1. október nk. til þess að sækja um byggingarleyfi á lóðinni við Hringtún 13-15 og leggja fram teikningar af fyrirhuguðu húsi.

Umhverfisráð - 364. fundur - 05.10.2021

Á 361. fundi umhverfisráðs, þann 3. september sl., var tekin fyrir ósk frá Birni Friðþjófssyni fyrir hönd Tréverks um framlengingu á lóðarúthlutun fyrir lóðina að Hringtúni 13-15. Umhverfisráð samþykkti að veita Tréverk frest til 1. október 2021 til að skila inn teikningum og sækja um byggingarleyfi.
Engin gögn bárust fyrir þann frest.
Umhverfisráð felur skipulags- og tæknifulltrúa að innkalla lóðina við Hringtún 13-15 og bæta á lista yfir lausar lóðir.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 339. fundur - 02.11.2021

Á 364. fundi umhverfisráðs þann 5. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 361. fundi umhverfisráðs, þann 3. september sl., var tekin fyrir ósk frá Birni Friðþjófssyni fyrir hönd Tréverks um framlengingu á lóðarúthlutun fyrir lóðina að Hringtúni 13-15. Umhverfisráð samþykkti að veita Tréverk frest til 1. október 2021 til að skila inn teikningum og sækja um byggingarleyfi. Engin gögn bárust fyrir þann frest. Umhverfisráð felur skipulags- og tæknifulltrúa að innkalla lóðina við Hringtún 13-15 og bæta á lista yfir lausar lóðir. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Til máls tók:
Felix Rafn Felixson sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu hvað þennan lið varðar og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu kl. 17:50.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs um innköllun á lóðinni við Hringtún 13-15 og að henni verði bætt á lista yfir lausar lóðir á heimasíðu sveitarfélagsins. Felix Rafn Felixson tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.