Á 364. fundi umhverfisráðs þann 5. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Fyrir fundinum lá lóðablað fyrir lóðina að Aðalbraut 16 á Árskógssandi frá árinu 2017. Lóðarhafi og næsti nágranni hafa báðir óskað eftir að lóðin verði stækkuð og byggingarreit hnikað til þannig að lengra verði á milli húsanna. Umhverfisráð telur að með tilliti til heildaryfirbragðs Aðalbrautar sé ekkert því til fyrirstöðu að stækka lóðina að Aðalbraut 16 þannig að hún verði svipuð að stærð og aðrar lóðir við götuna og auka þannig fjarlægð milli byggingarreita. Skipulags- og tæknifulltrúa er falið að ganga frá lóðarleigusamningi og uppfæra lóðarblað í samráði við lóðarhafa. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.