Starfsemi SSNE á Tröllaskaga

Málsnúmer 202105063

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 336. fundur - 12.05.2021

Tekið fyrir erindi frá SSNE er varðar starfsstöð SSNE á Tröllaskaga og samstarf þar um. Gert er ráð fyrir að SSNE verði með starfsstöð á Tröllaskaga og er þar vísað til samkomulags sem gert var þegar Eyþing, AFE og AÞ samneinuðust og til varð SSNE. SSNE leggur til að SSNE ráði verkefnastjóra atvinnuþróunar og nýsköpunar í 100% starf á Tröllaskaga. Viðkomandi verði í 60% starfi fyrir SSNE og 40% starfi fyrir sveitarfélögin Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð. Sveitarfélögin greiði hvort um sig 20% af launakostnaði verkefnastjórans og SSNE 60%. Verkefnastjórinn verður með starfsstöð í Ólafsfirði og einnig með viðveruskyldu í Dalvíkurbyggð. Sveitarfélögin leggja verkefnastjóranum til skrifstofuaðstöðu, húsgögn, fundar- og kaffiaðstöðu. SSNE leggur til tölvubúnað, farsíma og annað sem þarf sem mun nýtast verkefnastjóranum í starfi sínu fyrir báða aðila. SSNE annast umsýslu og starfsmannahald. Hér með óskar SSNE formlega eftir samstarfi við Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð á þeim forsendum sem raktar eru hér að ofan.

Fyrir liggur umfjöllun og afgreiðsla bæjarráðs Fjallabyggðar um ofangreint erindi sem er eftirfarandi:

"Bæjarráð fagnar áformum SSNE um ráðningu verkefnastjóra atvinnuþróunar og nýsköpunar og að starfstöð á Tröllaskaga verði í Ólafsfirði."

Bæjarráð samþykkir kostnað vegna 20% stöðugildis og að lögð verði til skrifstofuaðstaða í starfstöð Bókasafns Fjallabyggðar að Ólafsvegi 4 í Ólafsfirði."



Til máls tóku:
Katrín Sigurjónsdóttir, sem gerði grein fyrir minnisblaði sínu til sveitarstjórnar varðandi ofangreint og leggur fram eftirfarandi tillögu að bókun:
Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leiti að taka þátt í áformum SSNE um ráðningu verkefnastjóra atvinnuþróunar og nýsköpunar með starfstöð á Tröllaskaga, í Ólafsfirði og viðveruskyldu í Dalvíkurbyggð. Skrifstofuaðstaða verði á Skrifstofum Dalvíkurbyggðar í Ráðhúsi Dalvíkur.

Þar sem kostnaður liggur ekki endanlega fyrir er sveitarstjóra falið að fylgja málinu eftir við SSNE og leggja viðaukabeiðni fyrir byggðaráð þegar niðurstaða er fengin hjá SSNE í ráðningarmál.

Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson.
Guðmundur St. Jónsson.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu sveitarstjóra.




Byggðaráð - 990. fundur - 01.07.2021

Tekið fyrir erindi frá Eyþóri Björnssyni framkvæmdastjóra SSNE, dagsett 25. júní 2021 þar sem hann tilkynnir ráðningu verkefnisstjóra SSNE á Tröllaskaga.

Anna Lind Björnsdóttir hefur verið ráðin í starfið. Gert er ráð fyrir að hún hefji störf 9. ágúst nk. Hún er með meistaragráðu í náttúrutengdri ferðaþjónustu frá Norwegian University of Life Science og Bs gráðu í ferðamálafræði frá Háskólanum á Hólum.

Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 1011. fundur - 06.01.2022

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Anna Lind Björnsdóttir, verkefnastjóri SSNE á Tröllaskaga og Íris Hauksdóttir, þjónustu- og upplýsingafulltrúi, kl. 9:00 í gegnum TEAMS fund.

Anna Lind kynnti þau verkefni sem hún hefur verið að vinna að fyrir Dalvíkurbyggð og SSNE á Tröllaskaga.

Anna Lind vék af fundi kl. 09:38.

Byggðaráð þakkar fyrir góða kynningu.
Lagt fram til kynningar.

Atvinnumála- og kynningarráð - 67. fundur - 14.01.2022

Undir þessum lið situr fundinn, Anna Lind Björnsdóttir, starfsmaður SSNE á Tröllaskaga. Anna Lind kynnir sig og málefnin sem hún hefur verið að vinna að frá því að hún hóf störf sl. haust
Atvinnumála- og kynningaráð þakkar Önnu Lind fyrir góða kynningu.
Anna Lind, kom inn á fundinn kl. 09:00