Atvinnumála- og kynningarráð

67. fundur 14. janúar 2022 kl. 08:15 - 09:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir formaður
  • Tryggvi Kristjánsson varaformaður
  • Hólmfríður M Sigurðardóttir aðalmaður
  • Snæþór Arnþórsson aðalmaður
  • Júlíus Magnússon aðalmaður
Starfsmenn
  • Íris Hauksdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Íris Hauksdóttir þjónustu- og upplýsingafulltrúi
Dagskrá

1.Atvinnulífskönnun 2021

Málsnúmer 202111002Vakta málsnúmer

Á 66. fundi Atvinnumála- og kynningaráðs var eftirfarandi bókað: Atvinnumála-og kynningaráð felur þjónustu- og upplýsingafulltrúa að undirbúa könnunina og senda hana út til fyrirtækja fyrir 15. desember nk.

Atvinnulífskönnunin var send út til fyrirtækja 14. desember sl. Alls bárust 79 svör sem er um 59,8% svörun.

Þjónustu- og upplýsingafulltrúi hefur unnið skýrslu út frá niðurstöðum könnunarinnar og er skýrslan til kynningar hjá ráðinu.
Lagt fram til kynningar. Atvinnumála- og kynningaráð tekur undir bókun Byggðaráðs sem fól þjónustu- og upplýsingafulltrúa að yfirfara skýrsluna og draga sérstaklega úr skýrslunni þau atriði sem snúa að sveitarfélaginu til umfjöllunar. Atriðin verða svo einnig send á viðeigandi fagráð til umfjöllunar.

2.Samstarf 11 sveitarfélaga á Nl.eystra og N4 2022

Málsnúmer 202112090Vakta málsnúmer

a) Tekið fyrir erindi frá N4, rafpóstur dagsettur þann 17. desember 2021, þar sem fram kemur að N4 vinnur að því að koma á samstarfi að lágmarki fimm en vonandi allra 11 sveitarfélaga (utan Akureyrar) á Norðurlandi eystra og fyrirtækja í viðkomandi sveitarfélögum og N4, um að auka sýnileika með stöðugri umfjöllun á faglegan og áhugaverðan hátt frá svæðinu m.a. með þáttagerð, gerð kynningarefnis og fleira.
Nokkur fyrirtæki hafi sýnt áhuga og frumkvæði að því að leggja málinu lið með jafn hárri upphæð og sveitarfélögin leggja fram, til þess að þetta geti orðið að veruleika með breiðu samstarfi.

Tilefni þessa átaks er ekki síst sú staðreynd að Akureyrarbær hefur sagt upp 14 ára gömlum samningi við N4 sem fól m.a. í sér umfjöllun um Akureyri í þáttunum Að norðan og Föstudagsþætti auk þess að taka upp og sýna frá bæjarstjórnarfundum. Samningurinn var táknrænn á margan hátt þar sem N4 er eina sjónvarpsstöð landsins með höfuðstöðvar á Norðurlandi enda stendur N fyrir Norðurland en 4 fyrir höfuðáttirnar.

N4 hefur gert sambærilega samninga við Austfirði, Norðurland vestra, Vesturland, Vestfirði og nú einnig Suðurland og mun dagskrá næsta árs bera þess sterk merki að ekkert verður þá fjallað um heimasvæði N4, náist ekki þetta markmið með sveitarfélögunum á Norðurlandi. N4 býðst til að veita svæðinu sambærilega þjónustu í dagskrárgerð og öðrum svæðum á landinu. Erindið er því að kanna hverjir hafa áhuga á að taka þátt. Hægt sé að fara nokkrar leiðir, - allir greiði jafnt kr. 730.000 og fái þá jafna umfjöllun eða greiði skv. öðru skipulagi og fái þá umfjöllun m.v.sitt framlag.

Meðfylgjandi er einnig ályktun frá stjórn N4 til Fjárlaganefndar Alþingis vegna fyrirætlana um að skerða styrki til frjálsra fjölmiðla á næsta ári. Það myndi klárlega auka vægi ályktunarinnar ef sveitarfélögin tækju undir hana.

b) Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að samningi á milli N4 og Dalvíkurbyggðar um þáttagerð árið 2022 að upphæð kr. 1.500.000 þannig að kr. 750.000 greiðist árið 2021 og kr. 750.000 árið 2022 án vsk.

Á 1011. fundi Byggðaráðs sem haldinn var þann 6. janúar sl. var eftirfarandi bókað: a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi frá N4 til umfjöllunar og afgreiðslu í atvinnumála- og kynningarráði.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindum samningi til umfjöllunar og afgreiðslu í atvinnumála- og kynningarráði.


Ofangreint tekið til umfjöllunar og afgreiðslu hjá ráðinu.
a) Atvinnumála- og kynningaráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að leggja til við sveitastjórn að gengið verði inn í samstarf N4 og sveitarfélaga á Norðurlandi eystra.

b) Atvinnumála- og kynningaráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum samning við N4 um þáttagerð árið 2022 að upphæð kr. 1.500.000, þannig að kr. 750.000 greiðist árið 2021 fyrir undirbúning þáttagerðar, handritsgerð og hönnunarvinnu og kr. 750.000 árið 2022 fyrir upptökur, klippingar og eftirvinnslu.

3.Dalvíkurbyggð - Árskógssandur - Dalvík - Hauganes - Úthlutun byggðakvóta 20212022

Málsnúmer 202112093Vakta málsnúmer

Nú hefur úthlutun byggðakvóta átt sér stað fyrir sveitarfélagið. Óskað er eftir að sérreglur frá sveitarfélögum með breytingum, ef einhverjar eru, berist ráðuneytinu í síðasta lagi 21. janúar nk.
Atvinnumála- og kynningaráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að Dalvíkurbyggð sendi frá sér óbreyttar sérreglur frá fyrra fiskveiðiári til ráðuneytisins.

4.Starfsemi SSNE á Tröllaskaga

Málsnúmer 202105063Vakta málsnúmer

Undir þessum lið situr fundinn, Anna Lind Björnsdóttir, starfsmaður SSNE á Tröllaskaga. Anna Lind kynnir sig og málefnin sem hún hefur verið að vinna að frá því að hún hóf störf sl. haust
Atvinnumála- og kynningaráð þakkar Önnu Lind fyrir góða kynningu.
Anna Lind, kom inn á fundinn kl. 09:00
Anna Lind Björnsdóttir, starfsmaður SSNE, sat fundinn áfram undir þessum lið.

5.Möguleg móttaka skemmtiferðaskipa í Dalvíkurhöfn

Málsnúmer 202201055Vakta málsnúmer

Móttaka skemmtiferðaskipa í Dalvíkurhöfn hefur í svolítinn tíma verið til umræðu í sveitarfélaginu. Skoðað hvort ekki eigi að taka þessa umræðu upp á næsta þrep.
Þjónustu- og upplýsingafulltrúi upplýsti ráðið um stöðu mála. Ráðið telur mikilvægt að farið verði í innviðagreiningu á þjónustu í sveitarfélaginu og sérstaða sveitarfélagsins fundin.

Stefnt er á fund með aðilum sem þekkja vel til skemmtiferðarskipa. Fyrsti fundur á dagskrá er í næstu viku með Cruise Iceland og hann munu sækja Íris Hauksdóttir, þjónustu- og upplýsingafulltrúi og Anna Lind Björnsdóttir, starfsmaður SSNE á Tröllaskaga.
Anna Lind, vék af fundi kl. 09:23

6.Fundargerðir SSNE 2021

Málsnúmer 202101060Vakta málsnúmer

Lögð fyrir fundinn fundargerð 32. fundar Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, SSNE.
Lagt fram til kynningar.

7.Fundargerðir Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga 2021

Málsnúmer 202105068Vakta málsnúmer

Lögð fyrir fundinn fundargerð 64. fundar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:30.

Nefndarmenn
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir formaður
  • Tryggvi Kristjánsson varaformaður
  • Hólmfríður M Sigurðardóttir aðalmaður
  • Snæþór Arnþórsson aðalmaður
  • Júlíus Magnússon aðalmaður
Starfsmenn
  • Íris Hauksdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Íris Hauksdóttir þjónustu- og upplýsingafulltrúi